Vikan


Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 36

Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 36
TEXTt: ÞORSTEINN EGGERTSSON BRUÐKAUPSTERTUR LINDU WESSMAN Hún heitir Linda Wess- man, veit hvað hún vill og kemur því til skila. Hún lauk matreiðslunámi árið 1988. Þegar hún vann í Grill- inu á Hótel Sögu var hún farin að fást við matarskreytingarn- ar, til dæmis ábætina. Þá var hún farin að fylgjast svolítið með verkum Gert Sörensens sem er einn frægasti bakari álfunnar og starfar í Tívolí í Kaupmannahöfn. Hún skrifaði honum bréf og sagðist vilja fullnema sig í fræðum hans. Það vildi svo vel til að hann vantaði nema. Gert Sörensen hefur sér- hæft sig í brúðkaupstertum, sykurskreytingum og ólíkleg- ustu sérpöntunum. Fólk kemur til hans meö furðulegustu hug- myndir, svo sem líkön af bygg- ingum, og biður hann að búa til nákvæma eftirlíkingu í tertu- formi, sem hann gerir því að ekkert vex honum í augum. Hann hefur aldrei tekið meira en einn nemanda í einu og Linda er þriðji neminn sem hann hefur útskrifað. Við vild- um vita hvað hún var helst lát- in gera í náminu. „Ég var aðallega í tertum," segir hún. „Brúðkaupstertum og öllum sérlöguðum tertum, desertum. Gert hefur sent mig á ýmsar kynningar sem hafa verið í Danmörku á hans veg- um svo aö ég hef farið víða, bæði ein og með honum, til dæmis þegar stórar veislur hafa verið settar upp.“ Y ^ ■ f t* m ■r Sykursprautuð brúðkaupsterta með þrem kremtegundum innan í ásamt botnum, hnetum og ávöxtum. LJÓSM.: binni MEISTARAVERK í NÝJUM STÍL Hún er svo til nýkomin heim en hefur þegar stofnað sitt eig- ið bökunarfyrirtæki þar sem hún sérhæfir sig í alls kyns tertum við hátíðleg tækifæri enda bakar hún ekki fyrir al- mennan markað og því er vart hægt aö tala um „bakarí" þar sem hún er annars vegar. Hún hefur lagað tertur fyrir ferming- ar og veislur á Hótel Holiday Inn, en hún kom einmitt til landsins um svipað leyti og fermingarvertiðin hófst í ár. Hún segist geta útbúið fyrir- 36 VIKAN 9. TBL. 1991 C o œ jj > o Kransaköku- horn með heimalöguðu konfekti, í brúðkaups- veisluna og fermingar- veisluna. taks fermingartertu með þriggja daga fyrirvara en sé pöntuð brúðkaupsterta hjá henni verður þaö að gerast með aö minnsta kosti tíu daga fyrirvara, enda eru tertur henn- ar mjög glæsilegar. „Terturnar mínar eru allt öðruvísi byggðar upp en tíðk- ast hefur fram að þessu hér á landi," segir hún. „Inni I brúð- kaupstertunum eru alls konar krem og ef fólk óskar eftir ein- hverju sérstöku þá fæst það. Svo er klætt með marsípan og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.