Vikan


Vikan - 04.05.1991, Page 48

Vikan - 04.05.1991, Page 48
TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN GJAFIR G/€FU- PLÁNETUNNAR VENUSAR Venus er dóttir tunglsins og er táknræn fyrir þau mörgu form sem koma frá hinni miklu móöur. í stjörnuspeki stjórnar Venus tveimur merkjum, ööru karl- kyns (Vog) og hinu kvenkyns (Nauti). Venus er kölluð gæfu- plánetan þvf hún getur fært þeim sem hafa hana vel stað- setta ( korti sínu margar gjafir. Hún er einnig verndargyöjan og eitt hinna helgu dýra henn- ar er dúfan. Venusarfólk er yfirleitt afar aölaöandi og á ekki í neinum vandræöum meö samskipti almennt og sérstaklega ekki meö sam- skipti við gagnstæöa kynið. Venus gefur yndisþokka og viöfelldni og helsti titill hennar í Aþenu til forna var Afródíta Pandemos sem merkir „Venus, af fólkinu". Venus getur þó einnig gert einstaklinginn daðurgjarnan og lauslátan ef hún er of sterk í kortinu og menn og konur, sem eru undir of sterkum Ven- usaráhrifum, geta orðiö hel- tekin af þránni eftir líkamlegri nautn. Verk Venusar er aö blása manninum í brjóst þránni eftir andlegum og efnislegum vexti. Hún er einnig verndari fagurra lista og ýtir undir að ein- staklingurinn tengi ímyndunar- afl sitt viö raunveruleikann og framkalli þannig málverk, höggmyndir og tónlist. RAUNSÆ LÍFSHEIMSPEKI Nautið er annað merkiö í stjörnuhringnum, stöðug jörö. Ef líkja má Hrútsmerkinu viö frumbyggja í leit að landi til aö byggja heim sinn á, þá nemur Nautiö landiö sem Hrúturinn uppgötvar, ræktar það og not- ar auðlindir þess svo séð sé fyrir lífsnauðsynjunum. Nautið er fullt af lífsorku vorsins en sér mikilvægi þess að sóa ekki ögn af kraftinum sem gefur því líf. Einstaklingar í Nautsmerkinu eru því íhalds- samir og tjá sig af gætni og þeim finnst reynsla ekki hafa neina merkingu nema hún uppfylli einhvern tilgang. Þessi afstaða getur þó rænt Nautiö ímyndunaraflinu og mörg Naut trúa engu sem þau ekki sjá með eigin augum og snerta með eigin höndum. Þaö er af þessari ástæðu að Nautið gef- ur trúmálum og flókinni heim- speki lítinn gaum. Það er sjaldan sem Nautið hefur áhuga á að rannsaka háleitar gjÞaÓ tekur langan tíma að vinna ásl persónu í Nautsmerkinu en þegar því takmarki er náð er Nautið alHum- vefjandi I trúfestu sinni og mun leggja sinn mikla styrk til á ýmsum erfiðum stundum.ff hugsanir sem gætu gefið því fleiri einstaklingseinkenni. Ef hluturinn eða málefnið er ekki raunverulegt f efnislegum skilningi getur Nautið ekki not- að það né náð þvf. Trú eða lífsheimspeki Nautsins verður að vera raun- hæf. Vitanlega eru mörg frávik frá þessari reglu því þegartal- að er um mannlegar verur verður ávallt að aðgæta hvaða þróunarstigi viðkomandi sál hefur náð. Nautið gerir sér grein fyrir því að það tekur langan tíma fyrir sæðið að verða að risa- furu. Það hefur ekki trú á að ýta á eftir málum og tekur sér tíma áður en það mótar af- stöðu sína. Fólk þarf líka að læra að ýta aldrei á eftir vinum sfnum í Nautsmerkinu, þar sem þetta er ákveðnasta og þrjóskasta merkið. Ef sam- skipti við fólk i Nautsmerkinu eiga að takast vel verður að beita fortölum en aldrei valdi. Jafnvel þó Nautið viti að það sé rangt að halda í einhverja vissa skoðun (sem er ólíklegt því flest Naut halda að þau hafi ávallt rétt fyrir sér) vill Nautið fremur halda í sínar röngu skoðanir en að halda að einhver hafi þröngvað skoðun- um sínum upp á það. Skilin milli þrjósku, ákveðni og trygglyndis eru ekki sérlega skörp og í Nautinu birtast allir þessir eiginleikar. Margir álfta Nautin hörð og fjarræn en það er langt frá því að vera sann- leikanum samkvæmt. Nautin eru í raun viðkvæmar tilfinn- ingaverur þó þau eigi til að tor- tryggja þá sem þau þekkja ekki vel. Þaö tekur langan tíma að vinna ást persónu í Nauts- merkinu en þegar því takmarki er náð er Nautið alltumvefjandi í trúfestu sinni og mun leggja sinn mikla styrk til á ýmsum erfiðum stundum. Nautið er sonur eða dóttir Venusar og er þess vegna rómantískt. Hafi það gefið einhverjum hjarta sitt mun það aldrei langa til að sleppa. Sem stöðug jörð á Nautið til aö finna til óöryggis. Nautið verður að finna að sá sem það elskar sé jafnhrifinn af því. Það mun ávallt krefjast sann- ana á trygglyndi og hollustu viðkomandi og vitur elskhugi eða ástkona mun haga sér samkvæmt því. Nautið þarfn- ast stöðugrar og opinskárrar tjáningar Ifkamlegrar blíðu. Þetta fer út í öfgar hjá sumum Nautum og þau eru þekkt að því að vera afar munúðarfull og hafa krefjandi kynhvöt. Nautskonan dýrkar góð ilm- vötn og mjúkan fatnað. Hún er afar viðkvæm og finnst jafnvel að eitthvað sé að sér ef elsk- hugi hennar gleymir að hrósa útliti hennar eða kyssa hana f kveðjuskyni. Karlmenn í Nautsmerkinu eru afar metnaðargjarnir en bíða rétta tækifærisins rólegir og þjóta þá til að nota sér það. Nautskonan kærir sig ekki sér- staklega mikið um að láta segja sér fyrir verkum þó hún laðist oft að hugmyndinni um karlmannlegan og afgerandi mann. Þær vilja frekar standa á bremsunni eða segja manninum hvert hann á að fara, láta hann um aksturinn en ráða sjálfar hraðanum. Tunglið, stjórnandi Krabb- ans, er upphafið í Nauti. Nautin eru því afar fjölskyldu- sinnuð og frjósamasta merkið fyrir utan Krabbann. Nauts- maðurinn sér til þess að fjöl- skyldu hans skorti engar nauðsynjar og leggur til lúx- usvöru þegar hann hefur efni á því. Nautið lendir ekki í neinum erfiðleikum með að finna sér starf sem sér því og fjölskyldu þess fyrir góðu lífsviðurværi. Vandinn gæti hins vegar verið sá aö sjá ekki muninn á þörf- um og græðgi. Nautinu gengur vel í öllum störfum sem tengj- ast fasteignum og fjármálum. Það er þvf einnig eðlislægt að meðhöndla mat svo Naut verður gjarnan frábær kokkur eða bóndi. Öll Naut hafa ein- hvers konar listræna hæfi- leika. Nautið stjórnar hálsinum og margir frægir söngvarar eru í Nautsmerkinu. Meðal þeirra betur þekktu eru Bing Crosby, Cher, Donovan, Ella Fitzger- ald og Barbra Streisand. Með- al tónskálda í Nautsmerkinu má nefna Brahms, Prokofiev og Tchaikovsky. Öll Naut ættu að rannsaka sköpunarhæfi- leika sína, grafa þá upp úr jörðinni og koma með þá fram f sólskinið svo þeir fái vaxið. Nautið hefur máttinn til að leggja til rætur svo sæði og lífskraftur Hrútsins vaxi og verði að sterkum stofni. Út frá honum eru það sfðan greinar Tvíburans sem vaxa langt út f ríki Iffsreynslunnar. i 48 VIKAN 9. TBL. 1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.