Vikan


Vikan - 20.02.1992, Qupperneq 19

Vikan - 20.02.1992, Qupperneq 19
enginn þeim lof í lófa ættu þau aö fara eitthvað annað og leika þær aftur. AÐ NÆRA SIG Á NÝRRI REYNSLU Stjörnuspekingar miðalda álitu að til væru þrenns konar Bogmenn: sígauninn, fræðimað- urinn og heimspekingurinn. Þeir eiga allir rétt á sér og eru heilbrigðir hlutar stærri heildar. Bog- maðurinn táknar hvötina til að vfkka sjóndeild- arhringinn og brjótast úr viðjum vanans sem halda okkur föngnum. Ein leið til að gera það er að flýja hlekki þess samfélags sem við fæddumst inn í - það er sfgauninn. Önnur er sú að mennta okkur, teygja á greind okkar til hins ýtrasta - leið fræðimannsins. Loks getum við reynt að skilja alheimslögmálin og tilgang lífsins. Það er vegur heimspekingsins. Til að halda Bogmannsorkunni heilbrigðri þarf stöðugt að næra hana á nýrri reynslu. Ferðalög. Námskeið. Köfun. Undrun nærir Bogmanninn á sama hátt og hvítuefni næra líkamann. Það versta sem Bogmaður getur gert sér er því að leyfa sér meðvitað að láta sér leiðast. LÆGÐIR HÆÐANNA VEGNA Fólk með sól í Hrúti öðlast hugrekki með því að laða sífellt að sér fleiri áskoranir. Eins og þú hefur eflaust tekið eftir ertu streitusegull. Hljómar hræðilega, ekki satt? Hafðu ekki áhyggjur: þú átt valkosti. Til eru tvær tegundir af streitu: sú sem okkur er illa við og sú sem okkur er vel við. Sú sem okkur er vel við er yfir- leitt kölluð eitthvað annað, á við glaðværð og ævintýri - sem eru þínar forlagaleiðir. Viður- kenndu það. Lifðu lífi fjárhættuspilara. Taktu áhættuna á lægðunum hæðanna vegna. Gerðu það, ella súrnar eldurinn innra með þér og brýst fram sem spenna, þrasgirni og til- gangslaus vandræði. HVIKLYND TUNGLSTAÐA Fólk með tungl í Hrúti hefur tilfinningar, þarfir og þrár, líkt og allir aðrir. Það er ekkert auðvelt að uppfylla þær og hjarta þitt þarf að læra erf- iðar lexíur í hugrekki. Stundum þarftu að gera þér grein fyrir því að það að særa einhvern með nöktum sannleikanum getur verið miklu mannúðlegra en að vera „blíður" eða að „fórna sér“. Þú þarft á drama að halda í lífinu til að líða vel. Þú gætir öðlast það með því að sigla í roki. Eða með því að hjóla aðeins of hratt. Eða með því að bjóða einhverjum sem þú elskar birginn. Fái Hrútstunglið þitt ekki þær eldskírnir sem það þarfnast áttu til að verða skapvondur, ráðríkur og kappgjarn um of. Það er samt ekki þitt sanna eðli - aðeins áhætta sem fylgir þessari hviklyndu tunglstöðu. MEÐ ALLT AÐ VEÐI Með Hrút rísandi áttu til að hræða fólk, þó svo ásetningurinn sé allur annar! „Gríman“ þín er hrein og bein, hranaleg og lætur allt flakka. Það er aðeins fólk með sterka sjálfsmynd sem á auðvelt með að umgangast þig - nema þú skrúfir vísvitandi niður í þér. Þú gætir lært að gera það við félags- eða viðskiptaaðstæður en það er ekkert gaman að því og það stuðlar ekki beinlínis að hamingju þinni eða geðheilsu. Það sem hjálpar þér að halda andlegu jafn- vægi er í rauninni að taka áhættu, leggja allt að veði. Það getur falið í sér ævintýramennsku eða íþróttastörf en líka að bjóða vini þínum birginn vegna verulegs ágreiningsefnis. Þeir sem eru sannir vinir þínir munu kunna því vel í stað þess að líta á það sem ógnun við kunn- ingsskapinn. Hvernig sem litið er á það stend- ur eitt atriði upp úr: til að þér líði vel þarftu öðru hvoru að fara fram á nöf. SKÖPUNARGÁFA í VÖGGUGJÖF Með sól í Ljóni fékkstu sköpunargáfuna í vöggugjöf. Verkefni þitt er að tjá þá hlið per- sónuleika þíns á öflugan og öruggan hátt - og sjá til þess að það sem þú býður fram sé virt að verðleikum. Hver eru bestu sannindi sem þú veist? Hvað er heilagt og hreint í lífi þínu, þess virði að lifa fyrir? Það er gáfa þín. Gerðu mikið úr henni. Lærðu að koma henni á framfæri. Og leiktu listir þínar! Listalífið mun laða þig að sér. Það er líka vel hugsanlegt að þú túlkir sköpun- argáfu þína í viðskiptum eða þjónustu við al- menning. Undir hinu litríka yfirborði persónuleika þíns er óöryggi. Fáir sjá það. Það er hið andlega vandamál sem þú komst í þetta líf til að leysa. Þitt frelsi felst í því að fá heiminn til þess að klappa fyrir þér. Gættu samt að því að jafnvel þótt þú fáir nóbelsverðlaun hafa þau ekkert að segja nema þú vinnir til þeirra fyrir það að tjá þinn innri mann. Að öðrum kosti mun allt þitt óöryggi og efi um innri mann liggja ósnert og ólæknað. EÐLISÁVÍSUN SKEMMTIKRAFTS Með tungl í Ljóni hefur þú eðlisávisanir skemmtikrafts. Til þess að þér líði vel þarftu á því að halda að finnast þú metinn að verðleik- um. Það er að segja, þér þarf að finnast fólk fá ánægju og innblástur af því sem þú hefur að bjóða. Þetta er svolítið furðuleg samsetning: Tunglið er ólíkt Ljóninu í því að vera upp- burðalítið að eðlisfari. Þú verður að næra skemmtikraftinn í þér, sjá til þess að honum sé ekki hafnað of auðveldlega. Hluti þeirrar vinnu felst í að rækta sköpunarhæfileika þína, gera eins mikið úr þeim og hægt er. Annar hluti snýst um að læra að velja réttu áhorfendurna því þér er örugglega fyrir bestu að pakka niður og fara eitthvað annað ef þú gerir þitt besta og allir geispa. Fái Ljónstunglið þitt ekki það lófatak sem það þarfnast fellurðu í þær gildrur sem tengj- ast þessari afstöðu: verður hrokafullur, sjálfs- elskur eða kröfuharður. Þú verður „skemmti- krafturinn" sem ekkert hefur upp á að bjóða en ætlast þrátt fyrir það til athygli allra. SKAPANDI ÚTRÁS Með Ljón rísandi geislarðu af sjálfstrausti. Framkoma þín virðist tilkynna „Ég hef það ágætt, þakka ykkur fyrir". Það á við þó þú sért nýbúinn að ganga í bjarnagildru eða fá kyn- sjúkdóm. Það er erfitt að komast í gegnum Ljónsgrímuna; jafnvel þegar þú reynir að fletta ofan af þér ímyndar fólk sér að þú hafir þúsund sinnum meiri stjórn á þér en þú hefur. Til að þér líði vel er mikilvægt að þú fáir ein- hvers konar skaþandi útrás, hugsanlega á listasviði eða við eitthvað óformlegra, á við að segja sögur eða skrýtlur eða koma mynd á ein- hver samtök. Hvað sem það er skaltu kasta þér út í það af öllu hjarta og sjá til þess að ein- hverjir kunni að meta það. Trérista frá 17. öld sem sýnir dr. Faust, umkringd- an hring stjörnumerkjanna, í samræðum við sjálfan djöfulinn sem hann hefur náð að særa til fundar við sig. f LEIT AÐ TILGANGI Með sólina í Bogmanni er frelsi dýrmætasta örin í örvamælinum þínum. Þú þrífst á reynslu. Hjarta þitt slær hraðar við það að sjá fjarlægan sjóndeildarhring. Líf þitt er leit - að ævintýrum, reynslu, endanlega að tilgangi. í lífi þínu er sígaunalegur örlagaþáttur sem nýtur sín á feröalögum eða við störf með fólki af ólíkum uppruna. Fræðimaðurinn kemur fram í fróð- leiksfýsn þinni, þrá eftir að brjóta af sér viðjar hugarvanans. Óg þú varst heimspekingur frá fæðingu - hefur frá fyrstu stundu velt fyrir þér „Hví er ég hér?“ KJARKUR OG SAKLEYSI Með tungl í Bogmanni er kjarkmikill, opinn, saklaus eiginleiki í eðlisávísun þinni. Hér ertu í þessum hrífandi, óútskýranlega alheimi. Þú hefur svona margar mínútur til að kanna hann t eins gott að drífa sig! Þér líður best þegar þú ert virkur í leitinni að skilningi. Það geturðu ver- ið með því að lesa eða horfa á fræðsluþætti í sjónvarpi. Sömuleiðis með því að teygja á lík- amlegum sjóndeildarhringjum. Þú gerir það samt aldrei meðan þú ert flæktur í fyrirsjáanleg vanaverk. Þér líður best þegar þú ert með fólki sem kann að meta það þegar þú kemur því á aðra skoðun - og fólki sem fært er um að koma þér á aðra skoðun. ÖFLUGUR ANDI SJÁLFSTÆÐIS Með Bogmann rísandi sýnirðu heiminum hresst og sjálfsöruggt andlit. Þú virðist vel vak- andi og upptekinn af umhverfi þínu, fullur spurninga og með næga orku til að leita uppi svörin. Frá þér geislar hreinn, beinn og öflugur andi sjálfstæðis. Til þess að vera í góðu jafn- vægi þarftu á að halda tilfinningu fyrir óendan- legum möguleikum í kringum þig. Þú verður stirður í lund þegar skyldustörf binda þig við vanaverk. Þannig kringumstæður kalla fram það versta í þér: fálæti og hirðuleysi sem fær fólk nálægt þér til að finnast það miður mikil- vægt. Þegar þú ert sannfærður um að hug- víkkandi uppákomur séu rétt handan við horn- ið ertu í réttu sambandi við efnisheiminn. Nærðu þig því með ferðalögum, ævintýrum og þvi að vera opinn fyrir lífinu. □ Nafnalistar í greinunum um frumþættina fjóra eru unnir upp úr bók Gunnlaugs Guðmundssonar, Stjömumerkin þín og þekktra íslendinga. 4. TBL.1992 VIKAN 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.