Vikan


Vikan - 20.02.1992, Side 22

Vikan - 20.02.1992, Side 22
MMÉg sá I byrjun fyrír mér tiltölulega fámennan hóp, sérhæfðan I ákveðnum störfum, sem ætti að koma almennu lög- reglunni til aðstoðar þegar um stórmál væri að ræða, ekki rannsóknir á skóhlífa- þjófnuðum MM Þó að ekki standi til að íslenskir lögreglumenn verði svona búnir að staðaldri þá er ýmislegt til staðar ef á þarf að halda. 22 VIKAN 4.TBL.1992 ekki hægja svona skyndilega á því. Það byrjaði að sveiflast til og datt á hliðina, alveg á fullri ferð. Ég hékk á hjólinu, á hliðinni, þar til það vippaðist yfir á hina hliðina og þá hentist ég af því. Það var algjör heppni að enginn kom á móti því þá stæði ég á skýi núna. Á eftir var eins og ég hefði stigið á jarðsprengju, gallinn var all- ur í tætlum. Við kölluðum inn á stöð að það hefði orðið smá- óhapp, ég var sóttur og farið með mig inn á slysadeild þar sem ég var skoöaður hátt og lágt. Ofan á allt saman bættist svo að ég var í rauðum nær- buxum og þegar hjúkrunarliðið klippti utan af mér restina af gallanum, að félögum mínum viðstöddum, komu þær í Ijós. Þegar þeir sáu nærbuxurnar, blóðrauðar, héldu þeir að nú væri allt búið, þeir gætu bara kvatt mig.“ Þar sem í Ijós kom að þetta var upprunalegur litur þuxn- anna fékk Guðmundur að fara að lokinni skoðun enda ó- meiddur. Hann fór niður á stöð og fékk þar sína lexíu sem hann vill meina að þó hann hafi átt hana skilda hafi þetta alls ekki verið rétti tíminn fyrir hann til að taka við skömmun- um. Hann segist hafa lært af þessu enda hafi hann skolfiö eins og hundur þegar heim var komið. En þrátt fyrir að hann telji framkomu yfirmanns síns ranga í þessu tilfelli segir hann umferðardeildina hafa verið mjög agaða á þessum tíma. Þessu hafi Magnús Einarsson, sem þá var varðstjóri, meðal annarra komiö til leiðar og fólk hafi borið mikla virðingu fyrir

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.