Vikan


Vikan - 20.02.1992, Síða 32

Vikan - 20.02.1992, Síða 32
PLATTERS VILJA TAKA UPP TÓNLEIKAPLÖTU Á ÍSLANDI: Söngkonan Lynn Brown með „gömlu mönnunum" úr Platters, þeim Chico Lomar og Elmer Armstrong. Söngvararnir voru afar hrifnir af viðtökum islensku áhorfendanna og kváðust vilja taka upp tónleikaplötu á Islandi í mars og apríl. ÍSLENDINGAR EINS OG GAMLIR VINIR „íslensku áhorfendurnir eru mjög hlýlegir og taka okkur opnum örmum. Þó að hægt sé að segja að bandarískir áhorfendur hafi verið í hálfgerðu ástarsambandi við okkur í 35 ár taka íslenskir áhorfendur okkur enn betur,“ segir Elmer Armstrong sem hefur verið i Platt- ers söngflokknum í tæpa þrjá áratugi. Vikan ræddi á dögunum við meðlimi þessa þekkta söngflokks sem glatt hefur hjörtu íslendinga sem annarra í hátt í fjóra áratugi, til dæmis með lögunum Only You, Smoke Gets in Your Eyes og Good Night Sweetheart. Nat Pulicci og Chico Lomar skoða myndir sem teknar voru af þeim á fyrri tónleikunum. Þeir sögðust ætla að geyma vel myndirnar sem teknar voru af þeim í góðu yfirlæti með mæðgun- um úr íslenska sjávarbænum. Platters héldu tvenna tónleika á Hótel fslandi 8. og 9. febrúar. Viðtökur ís- lenskra áhorfenda voru það líflegar og góöar að Platters eiga nú í við- ræðum við íslenska aðila um upptök- ur á tónleikaplötu hér á landi. Ef samningar takast munu þeir dvelja hér meira og minna í rúmar þrjár vikur. Söngflokkinn skipa þeir Elmer Armstrong og Chico Lomar, sem hafa verið í flokknum í um þrjá áratugi, bassinn Larry Tate og söngkonan Lynn Brown. FÓLKIÐ VEINAÐI ÞEGAR . .. „Alltaf þegar við komum til Evrópu tekur fólk okkur eins og við séum efstir á vinsældalista þá stundina - eins og Michael Jackson, George Mikael eða Elton John. Þannig var þetta hér á Hótel íslandi," segir Elmer Nat Pulicci umboðsmaður með bassanum Larry Tate sem bræddi hjarta íslenskrar konu þegar hann söng sérstaklega fyrir hana lagið Smoke Gets in Your Eyes að loknum tónleikunum. 32 VIKAN 4. TBL. 1992

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.