Vikan


Vikan - 20.02.1992, Síða 33

Vikan - 20.02.1992, Síða 33
Armstrong. „Við komum til íslands til að gera okkar besta og lögðum okkur öll í þetta. Þegar maður sér áhortendur meta þetta gefa þeir allt til baka til okkar. Þannig voru áhorfendur á Hótel íslandi. Við fundum að þeir þekktu okkur vel. Þetta voru eins og gamlir vinir. Við upplifum þetta þannig að fólkið hér sé eins og gamall og góð- ur vinur sem maður hefur ekki sóð í langan tíma. Þegar við hittumst á tónleikunum fékk maður glampa í augun og langaði til að faðma fólkið. Fólkið hérna svaraði á sama hátt með sínum viðtökum." Þegar Elmer var spurður hvort áhorfendur hefðu fagnað sérstaklega ákveðnum lögum færðist breitt bros yfir andlit hans. Elmer Armstrong á góðri stundu þegar slappað var af að loknum seinni tónleikunum. „I rauninni var öllum lögunum fagnað vel en líklega líkaði fólki best við Only You, The Great Pretender og Remember When. Ekki má heldur gleyma Smoke Gets in Your Eyes. Strax og fólkið heyrði byrjunina: „Kan, kan, kan, kan . ..“ og svo þegar Chico söng áfram: „Theyeyeyey ...“ þá veinaði fólkið. Það elskar þetta. Svona lagað gefur okkur mikið, þetta er stórkostleg tilfinning." LARRY BRÆDDI HJARTA AÐDÁANDA Á fyrri tónleikum Platters, föstudagskvöldið 8. febrúar, voru mættar saman þrettán konur í hópi, ættaðar úr sjávarbæ. Þetta voru þrjár systur á sextugs- og sjötugsaldri með dætur sínar. Allar eru aðdáendur Platters, sérstak- lega þær eldri sem muna sögu söngflokksins allt frá bernskusporum hans á sjötta áratugn- um. Stöllurnar hittu meðlimi Platters þegar þeir höfðu lokið sínu 90 mínútna prógrammi. Bass- inn og sjarmörinn Larry Tate gaf sig þá á tal við eina af mömmunum. Þegar hann ræddi um tónleikana minntist konan á lagið sem henni er Ijúfast, Smoke Gets in Your Eyes. l.tbl. 1992 4. árg. Verð kr. 450 FULLNÆGING BRJÓSTIN OG KYNLÍFIÐ B&B HEIMSÆKIR ROMEO OG JÚLÍU BREYTILEG KYNLIFSHEGDUN HVERNIG MÓTAST KYNLÍFSSKODANIR? GETULEYSI KVENNA ÞRÓAÐRI IQCNMÖK Þegar Larry heyrði þettatók hann sig til, hall- aði sér að konunni og söng fyrir hana lagið hennar - Smoke Gets in Your Eyes - beint í eyrað á henni. Bara fyrir hana. Á meðan horfðu dætur konunnar á með aðdáun og sennilega örlaði dálítið á öfund. Meðlimir Platters sögðust hafa haft sér- staklega gaman af þessu atviki. Þeir buðu kon- unni aftur á tónleikana á laugardagskvöldið. Lagið hennar var þá kynnt með sérstakri kveðju til hennar. VIUA TAKA UPP TÓNLEIKA- PLÖTU HÉR í MARS „Við erum i samningaviðræðum núna um að koma aftur til íslands," sagði Nat Pulicci, um- boðsmaður Platters. „Við hlökkum mikið til að koma. Það yrði þá um miðjan mars. Ef samningar takast verðum við hér meira og minna við upptökur á plötu í nokkrar vikur. Þá getum við skoðað þetta fallega land. Okkur skilst að það taki um tvo daga að ferðast í kringum landið. Við vorum boðin hingað af Ólafi Laufdal sem hafði samband við einn umboðsmanna okkar í New York. Ferðin hingaö var sett á með skömmum fyrirvara og hún var ekki í tengslum við aðra tónleika í Evrópu. Við þurftum meira aö segja að fresta verkefnum. Ætlunin var að kanna viðtökur áhorfenda á íslandi, hvort þeir hefðu nægilega mikinn áhuga þannig að hægt yrði að taka upp efni á plötu á tónleikum hér. Nú höfum við séð að fólkið er stórkostlegt og viðtökurnar líka og höfum lýst áhuga okkar á að koma aftur. Við erum sterklega að íhuga að gera þetta. Ef við komum aftur verðum við hér frá 13. mars til 4. apríl.“ k i HÆFILEIKAR ERU 20% - HIH ERU VIÐSKIPTI Fjórmenningarnir búa allir í Kali- forníu. Elmer býr í Santa Monica, Chico í Chino en Larry og söngkon- an Lynn búa bæði í Los Angeles. Lynn tók við hlutverki aðalsöngkon- unnar Francescu sem komst ekki til íslands. Elmer hefur samið texta við mörg lög. Hann vildi koma þeim skilaboðum til ungra íslenskra listamanna að þeir eigi að reyna að læra eins mikið um fag sitt og mögulegt er. „Þetta er ekki bara að fara upp á svið og syngja. Það eru mikil viðskipti þarna fyrir utan sviðið sem gerir manni mögulegt að gera gott „show“. Hæfi- leikarnir eru ekki nema 25 prósent af þessu öllu. Hitt eru viðskipti. Hins vegar má aldrei gleyma því að maður er í þessu vegna þess að maður elskar tónlist. Hana verður stöðugt að rækta. Þeir sem hrasa hugsa: Fallegar konur, rokk og ról, gott líf og eiturlyf. Ég hef séð marga af samferðamönn- um mínum í tónlistinni deyja, lenda í fangelsi eða ráfa um strætin vegna þess að eiturlyf tóku betri hlutann af þeim. Sumir þeirra höfðu miklu meiri hæfileika en ég. Þeim sem hefur alltaf að markmiði að tónlistin sé aðaltriðið mis- tekst sjaldan,1' sagði Elmer Armstrong. □ Á SÖLU STADU ÁSKRIFTARSÍMI 813122 4. TBL.1992 VIKAN 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.