Vikan - 20.02.1992, Page 52
INNS/f ISNEISTAR
PIRRINGUR
trúlegustu atvik eöa
aðstæður geta valdið
okkur innri spennu.
Hún kveikir sfðan vísi að pirr-
ingi sem tekur kannski á sig
hinar ýmsu myndir sem hafa
mismiklar afleiðingar á athafn-
ir okkar og innri líðan.
Við erum sem betur fer flest
í jafnvægi hið innra, að
minnsta kosti meginhluta sól-
arhringsins. Hitt er svo ann-
að mál að við getum fundið til
mikils ertings af tiltölulega litlu
tilefni. Ef við erum til dæmis
búin að ákveða að slappa
reglulega vel af og komum
heim eftir erfiðan vinnudag og
allt heimilið er á hvolfi verðum
við flest pirruð og teljum okkur
í fullum rétti. Við gerum at-
hugasemdir við aðra heimilis-
fasta og höfum flest á hornum
okkar.
Ef sjaldan eða aldrei er tal-
að um það sem miður fer í
heimilishaldi geta áður sagðar
aðstæður kallað á upptalningu
á alls kyns vanrækslusyndum
liðinna mánaða, öllum til ar-
mæðu. Heppilegra er vegna
þessara möguleika á vand-
ræðapirringi að venja sig á að
kljást við flest sem upp kemur
milli fólks jafnharðan og atvikin
eða atburðirnir gerast. Þannig
spörum við til bestri fram-
kvæmda þá umframorku sem
ónýtist við ergelsi.
Séum við haldin fullkomn-
unaráráttu einhvers konar er
ansi hætt við of tíðum geð-
sveifluköstum pirrings. Þau
eru því miður oftast ósann-
gjörn og erfið þeim sem fyrir
verða og eru ekki með neina
sý nilega fullkomnunarhneigð
og finnst því ómaklega að sér
vegið.
Ekkert er athugavert við
sveiflur þær, sálrænar eða til-
finningalegar, sem flokka má
Pirringur
prýðir ekki
manngildi
fólks en
stilling
styrkir
stöðugleika
og stað-
festu.
sem ergelsi og teljast byggjast
á skilningi okkar og hugmynd-
um um hvað telst röng athöfn
eða framkoma sem við verð-
um að ósekju fyrir. Þannig pirr-
ingur er í langflestum tilvikum
réttlætanlegur. Ef við aftur á
móti venjum okkur á að pirrast
nánast út af öllu sem hentar
ekki okkar ágætu persónu
verðum við að teljast misskilja
hollustu heilbrigðis ertings
sem getur jafnvel haft eitthvað
gott í för með sér ef hann er
andsvar okkar við röngu atferli
þeirra sem við pirrumst út í.
Ekki er þó mælt með ótæpileg-
um vanatengdum pirringi sem
ekki þjónar neinum sýnilegum
tilgangi öðrum en slæmum
vana. Ef við erum þannig inn-
stillt að gera ekki vísvitandi
mikið úr litlum og óverulegum
yfirsjónum annarra eigum við
mikla möguleika á aö halda
ágætasta jafnvægi hið innra
við ótrúlegustu aðstæður.
Til eru dæmi um fólk sem er
mjög oft pirrað og lætur skaps-
muni sína óhikað hlaupa með
sig í gönur, öðrum og nálæg-
um til leiðinda. Þannig ein-
staklingar ættu að íhuga gildi
jafnvægis og sparnaðar í pirr-
ingsmálum og hugsa sig tvisv-
ar um áður en ósæmilegar
geðsveiflur fá að lita allt um-
hverfi þeirra og athafnir. Pirr-
ingur prýðir ekki manngildi
fólks en stilling styrkir stöðug-
leika og staðfestu einstakl-
inga, auk þess að göfga atferli
fólks. Hún verður því að teljast
betri kostur í mannlegum sam-
skiptum en pirringur. Og hana
nú.
52 VIKAN 4. TBL 1992