Vikan


Vikan - 02.04.1992, Side 24

Vikan - 02.04.1992, Side 24
LEONARD GEFUR FORSÍÐUSTÚLKUNUM ÚR Haraldur Þór Stefánsson, starfsmaöur Leonard i Borgarkringlunni, afhendir hér Laufeyju Bjarnadóttur úrið góða, sem er að verðmæti ríflega 40.000 króna. Þær Laufey Bjarnadóttir og Brynja Vifilsdóttir, sem hrepptu fyrsta og annað sætið í forsíðustúlku- keppni Samúels og Vikunnar á dögunum, hlutu ýmis verðlaun af því tilefni. Meðal annars fengu þær úr að gjöf frá versluninni Leonard í Borgar- kringlunni, en eigandi hennar er Sævar Jónsson. Úrin eru af gerðinni Hermés sem er eitt af stóru nöfnunum í tískuheimin- um. Löngum hefur Hermés í París verið leiðandi í tísku en árið 1978 var stofnað dóttur- fyrirtæki í Sviss sem framleiðir hin vinsælu úr. Kvenúrin heita Kelly og eru afar sérstæð og skemmtileg, gyllt meö leðuról. Gyllingin er 20 míkrón sem gefur úrunum fallega og end- ingargóða áferð. Glerið er safírgler og að sjálfsögðu er um quarz-úr að ræða. □ Laufey og Brynja ánægðar með sinn hlut ásamt Ólöfu Guðnýju Geirsdóttur, starfsmanni Leonard í Borgarkringlunni. VI KAN Á VETTVANGI SÉRSTÆÐ TÍSKUSÝNING - o leikfimifatnaði Vikan kom við í Stúdíói Jónínu og Ágústu fyrir skömmu en þar fór fram sérstök tískusýning á leikfimifatnaði, nokkuð sem er ótrúlega sjaldgæft miðað við þann mikla fjölda fólks sem að jafnaði stundar líkamsrækt. Þarna gat að líta ýmislegt úr búðinni í horninu, verslun inn- an veggja Stúdíósins, sem lætur lítið yfir sér en henni var komið á fót í september síð- astliðnum. Þar má finna marg- ar tegundir leikfimifatnaðar frá átta bandarískum fram- leiðendum en þarlendir hönnuðir munu að sögn Ágústu Johnson vera leiðandi í tískusveiflum á þessum markaði. Hún sagði fatnaðinn vera úr bómull sem hentaði betur við púlið en glansefni til að mynda vegna þess að Það voru sýningar- stúlkur úr Módelsam- tökunum sem sýndu leikfimifatn- aðinn í Stúd- iói Jónínu og Ágústu og þar er hann einnig seidur. bómull andar betur og heldur svitanum beturfrá líkamanum. Vel yfir eitt hundrað manns mættu á þessa uppákomu. Búningarnir, sem sýningar- stúlkur úr Módelsamtökunum klæddust, minntu margirhverj- ir fremur á listaverk en fatnað. Óhemju skrautlegir gallar jafnt sem einlitir fyrir þær íhald- sömu, á allar stærðir af fólki, þunnir, þykkir, flegnir, að- skornir og síðast en ekki síst hátt skornir en það er vist aðaltískan þessa dagana. □ TEXTI: HJS / LJÓSM.: BRAGI TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON LJÓSM.: BRAGI P. JÓSEFSSON

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.