Vikan


Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 48

Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 48
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR BRÉFIFRÁ LESANDA SÁLRÆN SJÓNARMIÐ Andsefni getur verið staðreynd - SVAR TIL SAUTJÁN ÁRA STRÁKS - Elsku Jóna. Takk fyrir allar góðu greinarnar í gegnum tíð- ina. Þannig er mál með vexti að ég er sautján ára menntaskólanemi og hef mikinn áhuga á öllu sem tengist dulspeki. Það má segja að allt mitt fólk sé frekar veraldlega sinnað nema þá ég og einn frændi minn sem er átján ára. Það er einmitt hann sem ég vil ræða við þig um. Hann er fínn strákur og er í sama skóla og ég. Við höfum rætt mikið um dularfull fyrirbrigði og erum ekki sammála um allt en flest þó. Ég er örugglega næmur og hann virðist líka vera það, alla vega virðumst við oft finna hvað hinn ætlar að fara að segja áður en hann segir eitthvað. Eins vitum við oft hvort annar hvor okkar er að koma til hins, þónokkru áður en við birtumst hvor hjá öðrum. Ég finn greinilega á mér ef eitthvað er til dæmis að heima. Eins er ég mjög næmur á alls kyns áhrif frá fólki og ekkert síður næmur á áhrif í húsum. Sama virðist vera með hann. Mér finnst hann eigin- lega breytast eftir aðstæðum og liggur við eftir fólki. Hann hefur eins og mörg ólík andlit. Foreldrar minir eru ágætir en rífast mjög mikið enda eru þau sammála um fátt. Það get- ur verið ömurlegt að vera heima þegarþau eru í kasti. Það kemur fyrir að mamma veður í pabba og svo endar þetta venjulega með því að hann kannski missir stjórn á sér og slær hana. Ófriðurinn á milli þeirra er verstur þegar þau eru undir áhrifum áfengis, þó slæmt sé samkomulagið þess á milli. Áfengi breytir mömmu ótrúlega, eiginlega óhugnanlega. Þau eru bæði nokkuð drykkfelld og ef eitt- hvað er þá drekkur hún meira. Það má segja að þau drekki oftast saman um helgar en vinna bæði mikið þess á milli. Við systkinin, sem erum þrjú, erum eiginlega búin að fá meira en nóg af bæði óreglunni og þessum hrikalegu rifrildum sem fylgja oftast i kjölfarið. Ég er elstur. Við berum mikið til ábyrgð á okkur sjálf, finnst mér, þó okkur vanti hvorki mat, föt eða húsaskjól. Það er ansi lítið spáð í okkar tilfinn- ingalegu hagi. Það sem ég vonast helst til að fá svar við er i sambandi við frænda minn sem ég er næst- um viss um að er stundum andsetinn eða eitt- hvað álíka. Hann gistir nokkuð oft hjá okkur og auðvitað kemst hann ekki hjá þvi að sjá hvað pabbi og mamma geta verið ömurleg. Það er kannski rétt að þú vitir að við erum frekar efnuð, eiginlega einum of. Við búum í flottu húsi á vinsælum stað þeirra ríku. Nema hvað að þegar þessi frændi minn kemur hefur greinileg breyting orðiö á honum - oftar en einu sinni - fljótt eftir að hann er búinn að koma sér fyrir. Hann er í verunni rólegur og frekar kurteis, eiginlega lokuð týpa og fámáll, kannski bara feiminn. Efhann kemur þegar þau eru að drekka eða eru nýbúin að rifast er eins og hann verði allt annar maður. Ég hef ekki þorað að nefna þetta við hann. Hann gæti haldið að ég væri bilaður eða eitthvað. Mér finnst eins og hann stækki, röddin breytist, útlitið er einhvern veginn öðru- visi og svo er eins og hann verði neikvæður og bara ömurlega uppáþrengjandi og leiðinlegur. Þegar hann er svona gerir hann lítið úr öllu sem mér finnst einhvers virði og á það til að gera allt til að reyna að fá mig i vonskukast. Það hefur þó ekki tekist nema tvisvar. Veistu það, Jóna, að ég er alveg viss um að hegðun hans er engan veginn eðlileg og alls ekkert lík hans persónu. Samt er breytingin ekki þess eðlis að það hvarfli að manni að hann sé vanheill eða eitthvað álíka. Hann kemur frá frábæru heimili. Þar er hvorki rifist né drukkið. Hann virðist alls ekki sjá eða skynja þessa breytingu á sér sjálfur, ef hann gerði það htyti hann að biðjast afsökunar eða alla vega sjá á einhvern hátt eftir framkomu sinni. Það er eins og hann verði á einhvern máta dómgreindarlaus í þessu ástandi. Ég veit að sá sem er andsetinn þarfalls ekki að gera sér grein fyrirþvi. Hvað segirþú, Jóna?Finnst þér líklegt að um andsetni geti verið að ræða? Getur verið að látið fólk sé að trufla fólk með því að troða sínum áhrifum i það, ef ég má orða þetta ástand þannig? Ég tek það fram að hvorugur okkar drekkur. Eins verð ég að segja að foreldrar minir eru gjörsamlega óþekkjanlegir eftir ákveðið magn af áfengi. Þau breytast bæði en þó aðallega mamma. Hún verður eins og annar persónu- leiki, bæði kuldaleg, frek og ófyrirleitin. í ver- unni er hún frekar indæl manneskja þrátt fyrir ósamkomulag pabba og hennar. Hann aftur á móti er einn afþeim sem gerir aldrei neitt rangt að eigin mati, sem er náttúrlega óþolandi. Það hefur svo sem hvarflað að mér að ein- hver kunni að drekka í gegnum að minnsta kosti mömmu, svo fáránleg verður breytingin á henni undir áfengisáhrifum. Viltu vera svo góð, elsku Jóna, að koma með þín sjónarmið í svörum þinum og ræða helst allt sem ég tala um í bréfinu, þó án þess að hætta sé á að ég og mínir þekkist. Gangi þér meiri háttar vel og enn og aftur takk fyrir öll góðu skrifin. Einn óöruggur. Elskulegi óöruggur! Mikið máttu vera svekktur úr því að þú ákveður að skrifa mér. Vonandi kveikja svör mín einhverja von og hugsanlegan létti í öllu óörygginu. Best er senni- lega að ræða andsetni almennt og svo ekki siður foreldravandamál það sem augljóslega fylgir þeim börnum sem verða að búa við ótæpilegan drykkju- skap foreldra. Eins má tipla á möguleikum á að drukkið sé í gegnum fólk. Ég leysi ekkert, það gera sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum mannssálarinn- ar. Ég einungis ihuga og skoða ástand það sem þú talar um með hyggjuviti mínu, innsæi og reynslu- þekkingu og býð, eins og margoft hefur verið getið um, ekki yfir neinni fagþekkingu. Oftar en ekki geta heiðarlegar ábendingar hins djúpvitra komið að þónokkrum notum fyrir heilbrigða sem eru eins og þú að kljást við þrautir hins venjulega daglega lífs. VARHUGAVERÐ HUGSANAGERVI Á heimilum þar sem mikið er drukkið og mikið rifist magnast upp mjög varhugavert andrúmsloft sem auðveldlega getur valdið þeim vandræðum sem eru næmir og illa varðir andlega. Það sem skyggnir sjá í húsum og kalla mætti uppsöfnuð hugsanagervi eru litríkir hnoðrar sem safnast saman og mynda eins og ský í andrúmslofti ibúða. Vissulega er í þessum skýjum á ferðinni nokkuð sem fellur undir sálræna skynjun sjáandans og af þeim ástæðum heldur erfitt að lýsa eða skýra út þessa skynjun nema á þennan fátæklega máta. Aftur á móti má fullyrða að mjög margir eins og skynja þessi hugs- anagervi annaðhvort í gegnum vel- eða vanlíðan, allt eftir því hvort skýin eru tilkomin vegna góðra hugsana eða slæmra. Þau eru nefnilega fyrst og fremst afleiðing hugsana og þeirra tilfinninga og geðhrifa sem þeim kunna að fylgja. Þar sem mikið er drukkið og jafnframt rifist þarf ekki spámannlegt ímyndunarafl þess sem ekki sér til að viðkomandi, ef hann reiknar með þessum möguleika, geri sér grein fyrir að í íbúðinni kunni að vera uppsafnað andrúmsloft neikvæðra hugsana- gerva, sem vissulega hafa ömurlega óþægileg áhrif á þann sem þau skynjar. Þau geta einnig haft slæm áhrif á okkur þó við gerum okkur engan veginn grein fyrir því og setjum slæma líðan okkar í samhengi við eitthvað allt annað og kannski öllu jarðbundnara og efniskenndara. DRUKKIÐ í GEGNUM FÓLK Það er því ekkert einkamál þess sem drekkur þegar kemur að því að ihuga aðrar afleiðingar en þær sem augljóslega eru bein afleiðing drykkjunnar og venjulega blasa við. Þar er átt við til dæmis óöryggi barna sem búa við ofdrykkjuvandamál annars hvors foreldris síns. Ofdrykkja á heimili getur að þessu sálræna leyti valdið öllum sem gista eða dveljast í þessu andrúmslofti verulegum óþægindum. Þaö hefur oft komið fram í umfjöllun um áfengisdrykkju að allt eins líklegt er að drukkið sé í gegnum þann sem misnotar vínið. Það sem hefur valdið þeirri til- 48 VIKAN 7. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.