Vikan


Vikan - 02.04.1992, Síða 50

Vikan - 02.04.1992, Síða 50
JÓNA RÚNA meö gífurlegri þjálfun, ásamt ótrúlega miklum og margþættum sálrænum hæfileikum og góöu þrosk- uöu hugarþeli. ANDSETNI MÖGULEG Hvaö varðar spurningu þina um hvort frændi þinn kunni að vera andsetinn af og til heima hjá þér er þetta að segja: Ef við göngum út frá því aö drykkju- vandamál móöur þinnar kunni aö eiga sér dulfræði- legar skýringar í bland viö efnafræöilegar og að hún kunni aö vera það sem kallað er andsetin af veru sem er látin og kann að drekka í gegnum hana þá drögum við þá ályktun aö þessi vera sé á meðan á drykkju stendur ákaflega nálæg henni. Það þýðir ekki að hún yfirtaki frænda þinn á sama hátt og hana heldur er nærvera hennar óþægileg og áreit- andi af því að hún er óþroskuð og neikvæð og þaö er nokkuð sem smitar út frá sér. Þeir sem eru næmir geta auðveldlega orðið eins og umskiptingar vegna þessara annarlegu huldu áhrifa sem vissulega smita út frá sér ef við erum opin fyrir þeim eins og hann mögulega gæti verið. Þetta virkar ekki ósvipað og heitur miðstöðvarofn. Við þurfum alls ekki að sitja á honum til að finna hitann. Við finnum hitann í margra metra fjarlægð frá ofninum ef út i það er farið. Mamma þín, ef hún er andsetin við drykkju, virkar eins og ofninn. Hún kastar frá sér óþægilegu magni af orku sem er ert- andi og neikvæð. Það kemur meira að segja fram, eins og þú segir, í kulda, ófyrirleitni og skapofsa þannig að hún ræðst á föður þinn og er hugsanlega jafnframt leiðinleg við ykkur systkinin. LEIÐINLEG FRAMKOMA Frændi þinn, sem næmur einstaklingur, kemst ekki, jafnvel ómeðvitað, hjá því að verða fyrir áreitni af þessum óæskilegu áhrifastraumum sem myndast og hafa leiðinlega framkomu hennar í för með sér og fá endurkast út frá henni og þá til annarra. Af því að hann virðist ekki átta sig á augljósum neikvæð- um breytingum á sér, sem koma meðal annars fram í leiðinlegri framkomu við þig, er nokkuð víst, þó ekki sé það sannanlegt nema að sjá það gerast, að hann kunni að vera undir þeim áhrifum sem fram- kallast vegna hugsanlegrar andsetni móður þinnar. Ég myndi í þínum sporum segja honum, næst þegar þið ræðið dulspeki saman, einmitt frá þessum vangaveltum þínum. Þannig myndi þér líða betur vegna þess að þó hann taki því illa er ekki ósenni- legt að hann gefi gaum aflagaðri hegðun móður þinnar og beri saman við sína. Ef hann er skynsam- ur áttar hann sig örugglega á hugsanlegu sambandi á milli þess sem hann gerir og segir við þessar að- stæður og svo aftur hegðun og framkomu hennar við sömu aðstæður. ANDSETNI OG B/ENIR Rétt er kannski að taka fram að andsetni á sér nán- ast aldrei staö nema andleg vörn viðkomandi sé ófullkomin vegna mögulegrar drykkju eða eiturlyfja- áts. Svo er til í dæminu að þau okkar sem erum ótæpilega neikvæð eða á annan hátt illa innrætt séum með þannig hegðun að bjóða heim ákveðinni hættu á andsetni þess sem eins er innrættur en far- inn af jörðinni og sættist ekki á nýtt hlutskipti sitt. Besta og öruggasta vörn gegn möguleika á and- setni er að biðja bænir og hafa staðfasta trú á guð- lega forsjá, ásamt náttúrlega þeim möguleika að rækta sem mest og best allt það sem er göfugt og gott í eigin lundarfari. Þannig má efla möguleika sína á framúrskarandi jákvæðu manngildi sem frek- ar gerir tilveru okkar bjarta og annarra líka. Sumir velja aftur á móti veg þess myrka og valda sjálfum sér og öðrum áþján. Þannig fólk teflir ákaflega djarft andlega og á neikvæðan hátt. Þarna er átt við þann sem ekkert er heilagt og allt guðlegt og gott hunsar og jafnvel fyrirlítur. Þið frændur ættuð að fara reglulega í kirkju og kynna ykkur jafnframt öðru siðfræði Krists sem mikilvæga leið að góðri andlegri vörn handa sjálfum ykkur. Þið ættuð líka og þá sér í lagi þú að tala við þroskað og lífsreynslumikið fólk sem hefur gott hjartalag og mikinn andlegan skilning. Það er nógur timi fyrir ykkur að spá i það leyndardómsfulla i til- verunni þegar þið eruð komnir með fulla vissu um manngerð ykkar og manngildi. Ekkert liggur á og best að flýta sér hægt í þessum annars ágætu efn- um dulspekinnar og þá meina ég hægt. Málið er að hvaö sem hver segir er öruggt að við getum alls ekki neitað þeirri staöreynd og hugsan- legum möguleika að með einhverjum hætti kunni að vera hægt fyrir látna að drekka í gegnum okkur eða þeir geti mögulega yfirtekið vitund okkar tímabund- ið, án okkar vilja eða óska. Þess vegna er aldrei of varlega farið. Eða eins og strákurinn, sem brá svo mikið þegar vinur hans breyttist allt í einu eins og í umskipting að tiiefnislausu, sagði í góðra vina hópi: „Eiskurnar minar, hvað sem hver segir þá sá ég guttann breytast og verða eins og annan mann eftir að hann hafði notað brennivín ótæpilega. Áhrif breytinganna voru svo mögnuð að það risu á mér hárin. Ég ákvað að biðja Guð um að losa hann við þessa óáran og viti menn, þessi óhugnanlega ásjóna eins og féll af honum. Eftir þetta notaði hann aldrei vín vegna þess að hann sagðist hafa gleymt bæði stað og stund og liðið eins og öðrum manni sem hann kærði sig ekki um að kynnast og vildi ekki sjá eða finna fyrir nokkurn tima aftur. Peyinn varð verulega skelkaður þegar hann sá að undir þessum áhrif- um hafði hann jafnframt alls kyns formælingum brotið og bramlað flest innanhúss, auk þess að hafa barið alla sem fyrir honum voru þetta augnablikið." Guð styrki þig og þína. Með vinsemd, Jóna fíúna. 50 VIKAN 7. TBL. 1992
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.