Vikan


Vikan - 02.04.1992, Qupperneq 57

Vikan - 02.04.1992, Qupperneq 57
FRÁ HAFNARSTRATI TIL HOLLYWOOD — FRAMTÍÐIN ER ÞRÁIN SEMVIÐ BERUM í BRJÓSTI OKKAR Eg keyri í gegnum miö- borg Los Angeles á leið til fundar viöStellu Traustadóttur sem getiö hefur sér gott orð í Bandaríkjunum sem fatahönnuöur. Hún hefur búiö í L.A. frá 1986 þegar rödd hvíslaði aö henni dag einn í versluninni Tískuhúsi Stellu, sem hún rak ásamt sauma- stofu í Hafnarstræti, aö hún skyldi flytjast vestur um haf. Það er iðandi mannlif á götunum en óvenju þungbúiö. Maður meö skammbyssu stekkur út úr bílnum fyrir fram- an mig og hleypur inn í banka. Ég held áfram ótrauöur og húsin í kring hafa þreytulegan blæ. Brostnir draumar mann- fólksins blasa við hvert sem lit- iö er. Þaö eru mest vöruskemmur og híbýli misvel skilinna lista- manna við Veiöimannagötu þar sem Stelia þýr meö tveim- ur hundum og köttunum Fatso og Leppalúða. I glugganum er skilti sem á stendur The Living Gallery og er þaö vel viö hæfi. Depill og Píla taka á móti mér meö gelti en Leppalúöi stekkur beint í fangiö á mér. „Ég fann hann í rigningunni hérna úti og hann hefur verið malandi síöan,“ segir Stella mér um leiö og hún býöur mér fram i eldhús þar sem hún tekur til viö aö hella upp á kaffi sam- kvæmt gömlu aðferðinni. „Þaö kemur allt upp i hendurnar á mér, ég þarf aldrei aö leita eftir neinu. Allt sem er hérna inni fann ég í nágrenninu og ég þurfti þara aö tína þaö upp,“ bætir hún viö. Húsnæöiö er bæöi vinnu- staður og heimili hennar og hefur yfir sér kæruleysislegan og bóhemískan blæ. Þaö eru tvö svefnherbergi og um þaö bil 75 fermetra vinnusvæöi sem samanstendur af stóru sníðaborði, tölvu og slám sem á hanga kjólar og jakkaföt. Kjólarnir eru úr léttum efnum, sumir meö blómamunstri og í sniöi sem minnir á tímabiliö í kringum seinni heimsstyrjöld- ina. Aðrir hafa Art-Deco yfir- bragö og eru meö dökkbláum og hvítum jafnbreiöum röndum. „Þetta er nýja línan og ég er aö senda fyrstu sýnishornin til sölufulltrúans míns í New York. Þar fara kjólarnir á tískusýningu,“ segir Stella. Jakkafötin eru eldrauð og ég spyr hana hvort karlmenn séu hættir aö hræöast rauða litinn. Hún segir aö þaö hafi aldrei verið vandamál á íslandi og hún minnist þess kímin þegar búöin í Reykjavík var hálffull af sjóurum á nærbuxunum aö berjast um seinustu fötin á lagernum. „Hérna eru karl- menn svo ihaldssamir, enginn kaupir rauö jakkaföt en ég leigi þau gjarnan í auglýsingar. Um daginn voru átta blaðsíður í Petra meö módeli í fötum frá mér, ýmist á rauðu mótorhjóli eöa i rauðum sportbíl á Holly- wood Bouleward, og núna er verið aö gera auglýsingu á Hawaii meö frægri tennis- stjörnu í sömu fötunum." í horni saumastofunnar sitja Hún kom til Hollywood með tvær hendur tómar. Nú selur hún framleiðslu sína I eigin fyrirtæki og níutíu verslunum víðs vegar um Banda- ríkin. tvær mexíkanskar saumakon- ur viö saumavélarnar og eru aö boröa hádegismatinn. Mig langar aö spjalla viö þær en þær tala ekki orö í ensku og þaö eina sem ég kann í spænsku er no comprende. „Þetta eru dúfurnar rnínar," segir Stella. „Þær eru svo yndislegar aö þær fara i kirkju LJÓSM. AF STELLU: LAE/TÍSKUKMYNDIR: DAVID E WASHINGTON OG JEFF SCOTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.