Vikan


Vikan - 02.04.1992, Side 58

Vikan - 02.04.1992, Side 58
og biðja fyrir mér og bisnessin- um á hverjum sunnudegi. Þær eru bæði vandvirkar og vinnu- samar og ef ég hef ekkert til þess að rétta upp í hendurnar á þeim og segi þeim að slappa nú aðeins af eru þær komnar með kúst í hönd eða farnar að vaska upp í eldhúsinu." James, fyrrum eiginmaður Stellu, er síðan fjórði starfs- maðurinn hjá Stelladottir, sem er framleiðslumerkið. Hann sér um bókhaldið og er úti að „Það kemur allt upp í hendurnar á mér... Alit sem er hérna inni fann ég í nágrenninu og ég þurfti bara að tína það upp.“ rukka meðan við erum að spjalla. „Eftir að röddin sagði mér að flytja til Ameríku, svipað og í Biblíusögunum, fór ég upp í sendiráð að sækja um inn- flutningsleyfi og var sagt að það væri bara ekki hægt nema ef ég giftist Ameríkana. Nokkr- um dögum síðar kom James labbandi inn í búðina og ég bauð honum á kaffihús. Hann var svo hissa því íslenskar konur vilja ekki láta sjá sig opinberlega með svörtum hermönnum af vellinum. Það er ennþá meira kynþáttahatur þar en hér. Hann sagði mér að hann hefði oft þurft að láta sig hverfa hljóðlega út í Reykjavík- urnóttina eftir ástarfund því enginn mátti vita af og enginn mátti sjá,“ bætir hún við. „Ég fór með honum i bíó og fleira og hann var mjög hrifinn af því. Hann vissi að mig langaði til aö flytjast yfir Atlantsála svo við ákváðum að gifta okkur. Hann þurfti að fá alls konar leyfi til að giftast útlendingi og við urðum að ganga fyrir prest uppi á velli. Ég skildi lítið í ensku en skildi þó þegar prest- urinn spurði mig hvort ég vildi virkilega giftast þessum manni, hann væri nú svartur og það gæti veriö erfitt. Ég horfði á prestinn og spurði hann hvort hann væri ekki prestur og hvort allir menn ættu ekki að vera jafnir en hann var hvítur sjálfur, að sjálf- sögðu. James var ekkert hissa á þessu enda vanur slíkri með- höndlun I heimalandi sínu.“ Ég spyr Stellu hvort þau hafi verið elskendur en hún gerir lítið úr því og segir aö þau séu tvíburasálir. „Herinn var alveg furðulegur," heldur hún áfram. „Yfirmaður James var Suður- ríkjamaður og giftingin fór svo fyrir hjartað á honum að hann lagði James I einelti og laug upp á hann sökum. Að lokum var James rekinn úr hernum en áður hafði hann verið fyrir- myndarhermaður og fengið ýmis heiðursmerki fyrir vel unnin störf. í fyrstu hafði ég hugsað mér aö fara til New York og það komu menn frá hernum og pökkuðu niður dótinu mínu og sendu það þangað. Það ætlaði aldrei að ganga að selja íbúð- ina mína, það kom alltaf eitt- hvað upp á. Það var ekki fyrr en ég fann á mér að ég ætti að flytja til Los Angeles að hún seldist ásamt bílnum sem ekk- ert hafði gengið að losna við heldur. Allt gekk upp á þremur dögum og ég var tilbúin að fara frá íslandi. Ég tók með mér hundana og hitti James á heimili móður hans í Chicago en við höfðum ákveðið að keyra þaðan til vesturstrandar- innar. Hún fékk algjört áfall því hún hafði aldrei haft hvíta manneskju inni á heimilinu áður og hún er einu ári yngri en ég,“ segir Stella og skellir upp úr. „Farareyrir minn var tak- markaður og mamma James hafði stolið sparifénu hans svo að við ákváðum að ferja bíl til L.A., gista í tjaldi á leiðinni og elda á prímus til að spara. Tíu dögum síðar komum við inn í borgina klukkan þrjú að nóttu, dauðþreytt eftir ferðalagið. Við höfðum hugsað okkur að vera hjá vini James til að byrja með en þá vildi ekki betur til en svo að við höfðum ekki húsnúmer- ið, bara götunafnið og göturn- ar geta verið endalaust langar hér. James var orðinn þrælfúll og ég tók við akstrinum og ók rólega eftir götunni en beygði síðan inn í bílastæði undir ægi- stórri íbúðasamsteypu. Hann býr hér, segi ég við Jam- es og bið hann að fara upp og banka á dyrnar á ákveðinni íbúð. James hélt ég væri orðin vitlaus en fór samt upp. Hann kom til baka brosandi út undir eyru því viö höfðum hitt á réttu íbúðina," segir Stella, ennþá rasandi yfir þessari „tilviljun". „Næst á dagskránni var að finna bíl og húsnæöi sem ég átti nú ekki von á að yrði nokk- urt mál enda virtist nóg fram- boð af leiguhúsnæöi. Ég varð að fá mér hús með garði út af hundunum en leigusalarnir kröfðust þess að ég sýndi þeim fram á að ég hefði láns- traust sem ég hafði náttúrlega ekki í þessu ókunnuga landi. James var nú bara eins og sex ára krakki. Hann var svo ó- sjálfbjarga eftir veruna í hern- um svo það var lítil hjálp f honum. Þeir hætta alveg að kunna að hugsa, eru einungis vandir á að taka við skipunum en hann fór beint í herinn úr gagnfræðaskóla. Stór hluti af heimilislausa fólkinu, sem gengur um götur Los Angeles með aleiguna í innkaupakörfu, er úr hernum. Þetta er lokkað inn með fyrirheit um menntun sem er síðan ekkert tekið mark á að lokinni herþjónustu. Jam- es er sérþjálfaður öryggisvörð- ur en fær ekkert starf tengt því. Það vildi enginn leigja atvinnulausri, útlenskri konu með tvo hunda og svartan mann. Það var ekki fyrr en ég fór ein af stað og veifaði sölu- samninginum af íbúðinni heima með öllum háu tölunum

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.