Vikan


Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 59

Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 59
aö ég fékk hús á leigu. Ég átti þá aðeins nokkur hundruð dollara eftir en vonaðist til á hverjum degi að fé bærist frá lögfræðingnum mínum á ís- landi, sem tók á móti pening- unum fyrir búðina, ibúðina og bílinn. Það barst aldrei, sama hvort ég hringdi eða sendi fólk til hans. Að lokum fór ég sjálf en allt kom fyrir ekki. Hann hafði eytt aleigu minni.“ Stella nennir ekki að muna hvað þessi óprúttni náungi heitir og virðist helst vorkenna honum lágkúruna. „Hann og félagi hans eru núna slyppir og snauðir menn og fjölskyldur þeirra tala ekki einu sinni við þá. Illir atburðir henda fólk sem er óheiðarlegt viö mig. Það lendir oft í bílslysum." Stella kveðst ekki trúa á hefndina en staðreyndin sé sú að vættirnir, sem eru í kringum hana, eru ekki á sama máli. Hún telur að fjártapið hafi jafnvel orðið sér til góðs. „Þetta voru of miklir peningar. Ég hefði kannski asnast til að fara út í bisness þá án þess aö þekkja nokkuð til. í staðinn fór ég að vinna sem hönnuður hjá stórum fataframleiðanda en það var fyrsta starfið sem ég sótti um. Átta mánuðum síðar hætti ég að vinna þarna til að setja upp eigin rekstur. Það sögðu allir að ég gæti það ekki án þess að eiga að minnsta kosti hundrað þúsund dollara. Ég sagði bara jú og þegar karlinn, sem ég var að vinna fyrir, spurði mig hvað ég ætl- aði að gera sagöi ég honum að ég ætlaði að verða rík og fræg eins og hann, bara ríkari og frægari. Það hafði ekki ver- ið erindið yfir hálfan hnöttinn að vinna fyrir hann. Svo flutti ég í þetta húsnæði og byrjaði bara smátt og smátt. Fyrst gerði ég draktir og jakkaföt eins og höfðu verið vinsæl heima en það gekk ekki neitt. Þó að viðskiptalífið blómstraði vildu verslunareig- endur ekki einu sinni líta á þetta hjá mér. Fólkið í hverfinu verslaði hjá mér og svo vann ég „freelance“ þannig að ég hafði fyrir leigunni og gat fætt Begga bróður, James og Friðgeir son minn en þeir voru allir að mestu atvinnulausir og bjuggu með mér. Síðan fékk ég fyrstu pöntunina upp á þús- und dollara og var agalega ánægð. Þetta vatt síðan rólega upp á sig og 1989 fór ég að hanna kjóla og þróaði mitt persónulega „look“. Kjólarnir runnu út. Ég gerði allt sjálf, keypti efnin, sneið, saumaði og seldi í búðirnar. Ég átti nátt- úrlega aldrei pening frekar en í dag,“ segir hún og hlær. „Við opnuðum búð saman, tveir íslenskir fatahönnuðir, á Melrose Avenue, einni aðal- verslunargötunni í Hollywood en það var brotist inn í hana fimm sinnum á þeim eina mánuöi sem hún var opin. Gluggar voru brotnir og öllu var stolið þannig við neydd- umst til að loka. Það skrítna var að verslanirnar í kring voru alltaf látnar í friði. Hver brýst inn til að stela fötum? Það eru ekki mikil verðmæti í þeim. Svo fékk ég mér sölufulltrúa hér, saumakonur og annan fulltrúa í New York og Chicago. Allir komu til mín og báðu mig, ég þurfti aldrei að leita að neinum. Síðastliðið ár var í rauninni fyrsta alvöruárið mitt. Þá opnaði ég búðina og fyrir- tækið velti hundrað og fimmtíu þúsund dollurum. Ég býst við að þrefalda til fjórfalda veltuna í ár ef ég er heppin. Þetta er árið mitt. Ég hef veriö lánsöm að því leyti að ég er voðalega lítil en hef fengið mikið af myndum og viðtölum í blöð og tímarit mér aö kostnaðarlausu. Það fá stærri fyrirtækin ekki. Núna eru stórfyrirtækin farin að framleiða svipaða kjóla og ég. Þau kaupa kjólana, spretta þeim upp og stela sniðunum. Ég var sú fyrsta sem byrjaði með þennan stíl en nú kallast það „California Look“. Vinnan er miklu betri á minum kjólum og ég spara ekkert í útfærsl- unni þannig að um allt aðra vöru er að ræða ef að er gáð. Vaxtarmöguleikar fyrirtækisins eru óendanlegir en ég tek aldrei lán og að fá samstarfs- félaga meö peninga væri eins og að ganga í fjórða hjóna- bandið. Auk þess að reka eig- in verslun sel ég í um það bil níutíu búðir viðs vegar um Bandaríkin. Ég hef fengið mik- ið af fyrirspurnum frá Evrópu en ekki haft efni á að sinna þeim, ég vil miklu frekar byggja fyrirtækið upp rólega en að fara út í einhverja vit- leysu. Viðskiptavinir mínir á íslandi voru aðallega táningar en hér eru það fallegar, kvenlegar konur í rikari kantinum. Efnin, sem ég nota núna, eru miklu betri og varan klassísk en ekki bara einhver tískubóla eins og er svo algengt heima.“ Ég spyr Stellu hvaða frægar kvikmyndastjörnur séu við- skiptavinir hjá henni. „Æ, ég man þaö ekki,“ svarar hún. „Ég man nöfn svo illa.“ Hún kallar á James, sem er kominn aftur úr erindagjörðum sínum, og hann romsar upp úr sér röð af nöfnum úr sjónvarpi og kvik- myndum. Hann nefni Julie Roberts, Priscillu Presley, Natalie Cole og hljómsveitina En Vogue. „Þetta er nú bara ósköp venjulegt fólk í mínum augum,“ segir Stella. „Julie Roberts klæðist kjólum frá mér í myndinni Dying Young og María Ellingsen er oft í Steila- dottir-kjólum í Santa Barbara sápuóperunni. Annars horfi ég aldrei á sjónvarp en mér er sagt að fötin frá mér séu í fjöl- mörgum þáttum af ýmsu tagi.“ Stella er sjálflærður fata- hönnuður. Hún segist þakka velgengnina því að hún hætti að drekka, það gerðist ekkert fyrr. „Ég er þolinmóð og óhrædd við að fara eigin leiðir og ég hlusta á mína innri rödd. Framtíðin er þráin sem við ber- um í brjósti okkar, spurningin stendur aðeins um að vera trúr eigin draumum. Þá verða þeir að veruleika.“ Ég átta mig allt í einu á því að ég er kominn með efni í bók eða kvikmyndahandrit og held heim á leið, bugaður af áhyggjum yfir hvernig ég eigi að fara að þvi að sníða viðtal úr sögu þessarar merkiskonu. 7. TBL. 1992 VIKAN 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.