Vikan


Vikan - 02.04.1992, Qupperneq 73

Vikan - 02.04.1992, Qupperneq 73
kryddi inni í skáp eftir aö hafist hefur verið handa. Allt veröur aö ganga hratt og snurðulaust fyrir sig. Vegna stutts eldunar- tíma er maturinn skorinn í þunnar sneiöar og strimla og aöalatriöiö er að það hráefni sem þarf lengri eldun en ann- aö fari fyrst á pönnuna. Kjötiö er yfirleitt snöggsteikt, tekiö úr pönnunni og sett til hliðar á meðan til dæmis grænmetiö er matreitt og sósan búin til. Síð- an er öllu hellt saman undir lokin, áður en maturinn er bor- inn fram. KARLMENN ÁHUGASAMIR Á matreiðslunámskeiðunum eru um fimmtán manns og yfir- leitt nokkuð svipaöur fjöldi karla og kvenna á öllum aldri. Ekki ku þaö vera fremur pipar- sveinar en kvæntir menn sem sækja námskeiöin og á mönn- um mátti heyra aö karlar gerð- ust nú æ áhugasamari um matreiðslu, ekki síst ef eitt- hvaö ætti aö breyta út frá hefð- bundinni íslenskri matargerð. Á námskeiðinu, sem Vikan sótti, voru ein hjón og sagöi frúin okkur aö þaö væri nú aðallega eiginmaöurinn sem eldaði kínverskt á þeirra heim- ili. Þau heföu reyndar bæði mikinn áhuga á því aö reyna eitthvaö nýtt og um þessar mundir væri austurlenski maturinn vinsælastur. Þarna var líka matreiðslumaður sem þó sagöist ekki ætla aö fara í samkeppni viö Ning meö því að innleiða kínverskan mat á þeim staö þar sem hann vinn- ur heldur myndi hann aðallega nýta sér þekkinguna heima fyrir. Einnig var á námskeiðinu kjötiönaöarmaöur. Viö spurð- um hann hvort hann myndi í framtíðinni bjóöa viðskiptavin- um upp á kjötið skorið í hæfi- lega stóra bita fyrir kínversku réttina. Taldi hann það ólíklegt því markaöur yröi ekki nógur fyrir slíkt. Sumir þátttakendur höfðu gert svolitið aö því að matreiða austurlenskan mat heima hjá sér. Ein stúlkan sagði að þaö væri sérstaklega gaman ef fjórir eöa sex hittust, sameinuöust um að skera nið- ur hráefnið, steikja og sjóöa og nytu svo kræsinganna á eftir. Hér koma tvær uppskriftir, önnur aö súpu og hin aö „flauels“-svínakjöti eins og rétturinn kallast. Margt af því hráefni sem hér er nefnt og hljómar ókunnuglega í eyrum mun fást í stórmörkuðum en að sjálfsögöu fæst þaö líka allt hjá Ning sjálfum. iö rækjunum og baunaþykkn- inu út i og snöggsteikið í eina mínútu. Látiö suöuna koma upp á kjúklingasoðinu og bæt- ið núölunum út í. Látið suðuna koma aftur upp og sjóöið viö vægan hita í 5 mínútur. Bætiö 1 matskeið af sojasósu, ediki og víni út í. Blandið maísena- mjöli út í 3 matskeiðar af köldu vatni og hræriö saman viö súpuna þar til hún sýöur og þykknar. Hellið þeyttum eggj- unum hægt út í súpuna og hræriö án afláts á meðan svo eggin leysist upp i þunna strimla. Saltiö og piprið eftir smekk. Skiptið trésveppunum í skálarnar og helliö sjóöandi súpunni yfir. FLAUELS-SVÍNAKJÖT FYRIR 4-6 300 g beinlaust, fitusnautt svínakjöt 2 tsk. sojasósa 2 tsk. þurrt sérrí 2 tsk. maísenamjöl 4 kínverskir þurrkaöir sveppir 15 stk. þurrkaðir „lilly-buds“ 2 msk. þurrkaðir trésveppir 50 g bambussprotar 2 vorlaukar 1 egg 1/2 tsk. salt 3 msk. hnetuolía 1 tsk. sesamolía Sósa: 1 msk. ostrusósa, 1 msk. þurrt sérrí, 1 msk. sojasósa. Setjið svínakjötið í stutta stund í frysti svo hægt sé aö skera þaö í þunnar sneiðar og síðan í strimla. Blandið meö sojasósunni, víninu og 1 tsk. af maísenamjöli. Látið í ís- skáp í að minnsta kosti 30 mínútur. ( millitíðinni eru þurrkuðu sveppirnir og „lilly buds“ látnir í skái og mjög heitu vatni hellt yfir. Látið liggja í bleyti í 30 minútur. Sigtið og fjarlægið sveppastilkana en skerið hattana í þunna strimla. Fjarlægiö hörðu endana á „lilly buds“ og bindið hnút á hvern „bud“. Leggið trésveppina í bleyti í heitt vatn í tíu mínútur. Síið vatnið frá, fjarlægið hörðu hlutana og skerið svo í litla bita. Skerið bambussprot- ana í strimla. Skerið vorlauk- ana í sneiðar. Blandið því sem fara á i sósuna saman við 4 msk. af vatni. Þeytið eggið og saltið saman. Hitið wok-pönnuna, setjið 1 msk. af hnetuolíu í hana og svo þeytta eggið. Hreyfið pönnuna í hringi og hrærið þar til eggið er orðið stinnt án þess þó að það brenni. Takiö pönnuna af hitanum og skerið eggiö í litla bita með ausunni (wokchan). Færið yfir á disk. Þurrkið wok-pönnuna með eldhúspappír. Hitið pönnuna aftur, setjiö 1 msk. af hnetu- olíu á hana og snöggsteikið bambussprotana og vorlauk- inn við háan hita í 30 sekúnd- ur. Færið yfir á disk. Hitið hnetuolíuna sem eftir er (1 msk.). Snöggsteikið svínakjöt- ið, sveppina og „lilly buds“ yfir háum hita þar til kjötið breytir um lit. Bætið sósublöndunni út í og sjóðið í 3 mínútur undir loki. Blandið saman 1 tsk. af maísenamjöli og 1 msk. af köldu vatni og blandið út í sós- una þar til hún fer að sjóða og þykknar. Setjið bambussprot- ana og vorlaukinn aftur á pönnuna, saman við trésvepp- ina. Takið af hitanum og bætið egginu út í á meöan hrært er varlega. □ 7. TBL. 1992 VIKAN 73 Szechuan-súpa FYRIR 4 6 þurrkaðir kínverskir sveppir (shiitake) 1 tsk. þurrkaðir trésvepþir (svartir sveppir) 50 g baunasterkjunúðlur 1 msk. olía 1/2 bolli fínhakkað svínakjöt 2 msk. sojasósa 2 tsk. sykur 50 g hakkaðar rækjur 1 sneið „tofu“ (ferskt bauna- þykkni), um það bil 150 g 1 I kjúklinga- eða svínasoð 1 msk. hvítt edik 1 msk. þurrt sérrí 1 tsk. chiliolía 1-1 1/2 msk. maísenamjöl 2 þeytt egg 1 msk. sesamolía salt og pipar eftir smekk Leggið þurrkuðu sveppina í bleyti í 30 mínútur í heitt vatn. Síið vökvann frá, fjarlægið sveppastilkana og skerið í strimla. Leggið trésveppina í bleyti í heitt vatn í 15 minútur. Skerið harða hlutann frá og sveppina í litla bita. Leggið núðlurnar í bleyti í heitt vatn í 15 mínútur, síið og skerið í um það bil 6 sm langa strimla. Hit- ið eina teskeið af olíu í wok- pönnunni og steikið sveppina og svínakjötið. Hrærið stans- laust þar til hráefnið er farið að brúnast. Bætið 1 matskeið af sojasósu, sykri og Vi bolla af sveppavatni út í. Látið krauma undir loki þar til sveppirnir hafa tekið í sig allan vökvann. Bæt- Ning not- ar gas við matreiðsl- una, því að hans sögn er skjótur og hár hiti, það sem gerir austur- lenska elda- mennsku skemmti- lega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.