Vikan


Vikan - 02.04.1992, Page 82

Vikan - 02.04.1992, Page 82
STAKKASKIPTI MEÐ MAKE-UP FOREVER UMSJÓN & FÖRÐUN: LÍNA RUT KARLSDÓTTIR, FÖRÐUNAR- MEISTARANUM HÁR: HÁR EXPO HATTUR: AUÐUR SVANHVÍT SIGURÐAR- DÓTTIR HATTARI LJÓSM.: SIGURÐUR STEFÁN JÓNSSON TEXTI: HELGA MÖLLER Sigrún Þorgilsdóttir, nítján ára stúlka frá Akranesi, er viöfangs- efni Línu Rutar í þetta skiptiö. Sigrún var með þennan dæmigerða skolleita háralit, sem er svo algengur hér á landi, áður en stúlkurnar hjá Hár Expo lituðu hár hennar dökkt. Við höfum reyndar hlerað að allflestar konur, sem eru með skollitað hár, geri einmitt slíkt hið sama - liti hárið dekkra eða láti setja í það strípur til að lýsa það. Snyrting Sigrúnar er unnin í mildum litum til að hún sé eðlileg og lítið áberandi. í kringum augun eru mildir brúnir tónar allsráðandi. Val lita fer ekki eingöngu eftir augna- og háralit, segir Lína Rut, heldur er húðlitur einnig mikilvægur. Litir á fatnaði, svo og tækifærið sem snyrt- ingin er unnin fyrir, hljóta líka að skipta máli. Snyrtivörurnar MAKE-UP FOREVER eru til sölu í Förðunarmeistaranum í Borgarkringlunni, þar sem Lína Rut leiðbeinir einnig við- skiptavinum sínum um litaval og snyrtingu. 82 VIKAN 7. TÐL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.