Vikan


Vikan - 30.04.1992, Side 21

Vikan - 30.04.1992, Side 21
aftur og aftur fær maður þenn- an sæluhroll við hlustunina. Mér finnst hrikalegt ef fólk fer á mis við alla þá fegurð sem í óperu býr því hún er óendan- leg.“ La Bohéme er ein vinsæl- asta ópera sem samin hefur verið og ekki að ósekju. Verkið er létt og leikandi, auk þess að innihalda eina fegurstu óperu- tónlist sem um getur. Hver söngvari hefur sitt einkennis- stef sem fylgir honum út sýn- inguna og þeir félagar álíta snilld Puccinis ekki síst felast í því hvernig hann fléttar tónlist- ina saman í eina órofa heild. Söguþráðurinn segir frá lífi nokkurra bláfátækra lista- manna - bóhema - sem koma saman og deila með sér gleði og sorgum. Þeir búa á hrör- legu háalofti í kulda og trekki og þangað inn kemur grann- kona þeirra, Mimi, en hún og Rodolfo fella hugi saman. „Sagan minnir mig á sjálfan mig þegar ég var í námi úti á l’talíu," segir Sigurður. „Þegar lánið frá Lánasjóðnum dróst var leitað til félaganna, sem þá áttu kannski svolítið rauðvín Frh. á næstu opnu ■ Tónlistin er einn þeirra þátta sem geta hjálpad okkur að ná fullum þroska. ■ Hrikalegt ef fólk fer á mis við alla þá fegurð sem í óperu býr því hún er óendaleg. ■ Þegar lánið frá Lánasjóðnum dróst var leitað til félaganna sem þá áttu svolítið rauðvín og brauð. ■ Óperusmiðjan er ekki hugsuð sem samkeppni við Óperuna heldur til að skapa meiri breidd í tónlistarlífið.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.