Vikan


Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 45

Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 45
og kallaði á mömmu. Þá óð hann að mér og hristi mig til. - Þú veist að þú mátt ekki segja mömmu leyndarmálið okkar því þá lemur hún þig. - En þú meiddir mig, kjökraði ég. - Það var alveg óvart, þú veist að ég vil ekki meiða þig. Hann reyndi að sýnast rólegur. - Samt meiddir þú mig, endur- tók ég. Hann varð alveg æfur og skipaði mér að fara upp í rúm og hætta þessu helvítis kjaftæði. Næsta morgun sagði ég mömmu frá því að hann hefði meitt mig á milli fótanna með fingrinum. Hún horfði reiðilega á mig en rak mér svo heiftar- legan löðrung beint í andlitið með þeim orðum að ég væri afbrýðisöm og ímyndunarveik. Stjúpi minn hafði þá sagt satt eftir allt saman. Mamma myndi bara berja mig ef ég reyndi aö segja henni nokkurn hlut. Þetta gaf honum betra færi á að halda uppteknum hætti, nema hvað leikir hans urðu enn grófari og misk- unnarlausari gagnvart mér. Ég gat ekkert farið og ekkert gert, ég átti mér engan banda- mann. Margeir stóð upp. - Viltu ekki hvíla þig dálítið, Anna mín? Þú þarft ekki að fara lengra með söguna þína I dag. Þú hefur veriö samvinnu- fús og afar dugleg sem komið er. Ég vil helst ekki leggja meira á þig að sinni. Anna leit upp. Það var auð- séð hversu mjög þessi upprifj- un tók á hana. Hún sá að glað- legt augnaráð Margeirs hafði vikið fyrir samúðarfullum glampa. - Ég vil klára þetta núna, bara ef þú nennir að hlusta. Hjá mér er ekkert til sem heitir á morgun. Framtíð- in er ein samfella eins og ei- lífðin, enginn dagur, engin nótt, ekkert skiptir máli lengur. Margeir settist aftur. - Gott og vel, ef þú treystir þér þá er ég tilbúinn að hlusta svo lengi sem þú æskir þess. - Það liðu fjögur ár án þess að mömmu virtist gruna nokk- urn hlut. Hún vann mjög mikiö úti en stjúpi minn var meira heima en hún. Þau drukku mikið um helgar svo það kom í minn hlut að sjá um systkini mín þegar slíkt ástand ríkti. Eftir á að hyggja var ég eigin- lega orðin eins og önnur kon- an hans. Ég var vinnukonan á heimilinu og þess á milli mis- bauð hann mér til að fullnægja þessum viðbjóðslegu hvötum sínum. Ég var löngu hætt að berjast á móti þessu öllu saman, ég gat hvort sem er ekki leitað skjóls hjá mömmu minni. Ég var orðin níu ára og talin algjört vandræðabarn í skólanum. Það var kannski orð að sönnu enda samdi mér ekki við neinn og lét hatrið og skömmina, sem kvaldi mig heima fyrir, bitna á öðrum sem ég umgekkst. Mamma og stjúpi minn fóru á nokkra fundi með kennurum og sálfræðingi skólans en enginn gerði minnstu tilraun til að tala við mig I fullri alvöru. Ég hafði verið dæmd fyrirfram, ég þótti ódæl og ástæðan var sögð sú að upplagið í mér væri ekki betra en það sem ég sýndi. Svo gerðist það sem hlaut að koma að, þó með hræði- legri afleiðingum en við mátti búast. Mamma kom óvænt heim úr vinnunni, ég var nakin í sófanum að strjúka þennan djöfulsins viðbjóö. Hún tók al- gjört brjálæðiskast og réðst á hann klórandi og bítandi. Hún leit ekki á mig allan tímann á meðan þau slógust en hljóp grátandi út þegar hún gat ekki meira. Hún fannst látin í höfn- inni daginn eftir. Stjúpi minn lét mig alveg í friði fyrst um sinn en nokkrum dögum eftir jaröarförina reyndi hann að ganga lengra en hann hafði nokkrun tíma gert. Hann reyndi að hafa samfarir við mig. Það var eins og ég hefði fengið aukakraft þegar ég barðist gegn þessum hat- ramma kvalara mínum. Hann gat ekki haldið mér og ég komst fram á stigaganginn, æpandi og hljóðandi. Ég var svo tryllt að ég get ekki munað hvað gerðist eftir það en ég veit að ég var á barnageðdeild í þrjá mánuði. Eftir það var ég send ( fóstur til móðursystur minnar og þar var ég í tvö ár en hún gafst alveg upp á að hafa mig. Mér hefur verið sagt að ég hafi gjörsamlega verið að gera út af við fjölskyldulífið. Síðan var ég send I sveit og var þar í eitt ár en þá strauk ég. Ég var komin á fjórtánda ár og kerfið var að öllum líkindum búið að gefast upp á mér, í það minnsta skipti sér enginn af mér eftir þetta. Ég komst fljótt í hóþ krakka sem líkt var á komið fyrir. Ég hugsaði um það eitt að vera vinsæl hjá strákunum, ég vissi hvað þeir vildu og gerði allt til að þóknast þeim. f staðinn sáu þeir um mig, betur en nokkur hafði nokkurn tíma gert. Anna yppti öxlum og leit spyrjandi á Margeir. - Ég held að þú þurfir ekki að heyra meira, þú veist hvað síðar gerðist. Margeir kinkaði kolli. - Láttu það koma, ég þarf að heyra það frá þinni hlið. - Ég átti heima á götunni næstu tvö árin. Það var svo sem ekkert verra líf en ég hafði mátt þola. Við stálum bæði mat og fötum og sváfum þar sem best hentaði hverju sinni. Öllum virtist standa á sama enda reyndum við að forðast aö ónáöa fólk. Ég hafði ekkert hugsað um það í þess- ari veröld sem ég lifði í að ég gæti orðið ólétt. Það var mér mikið áfall þegar sú varð raun- in, verra gat það ekki orðið. Ég vissi auðvitað ekkert hver fað- irinn var, það gat verið einhver vina minna eða bara einhver maður úti í bæ sem hafði haft afnot af mér fyrir Iftinn pening. En þetta kvaldi mig samt ekki mest af öllu, ég vissi að mögu- leikar mínir væru engir til að sjá fyrir barni - og hvað yrði um það þá? Ég gerði allt sem ég gat til að losa mig við fóstrið nema að leita til læknis. Ég át til dæmis feiknin öll af brenni- steini, hoppaði, sippaði og sat buxnalaus yfir sjóðandi vatni. Bara allt sem vitringar götunn- ar ráðlögðu mér að gera. Það kom fyrir ekki, barnið vildi ekki út. Svo kom aö því sem ekki varð umflúið þegar ég var að fullu gengin með. Ég var í mið- bænum með strákunum og varð svo heiftarlega veik að ég lagðist niður á gangstéttina. Loks kom sjúkrabíll og ég var flutt á fæðingardeildina. Þar fæddi ég litlu dóttur mína sem allt þetta snýst nú um. Ég fékk hana strax ( fangið, áður en búið var að skilja á milli. Hræðslu- og óttatilfinning gagntók mig við að sjá þennan litla, varnarlausa líkama liggja ofan á mér. Ég einhvern veg- inn uþplifði sjálfa mig við að horfa á hana enda fann ég ekki til neinnar gleði. Mér leið sem afbrotamanneskju strax og hjúkkurnar fóru að fylla út skýrslu um mig. Ég hafði aldrei farið í skoðun, átti hvergi heima, tilnefndi endan barns- föður og áform mín voru engin. Hvers konar viðriðni var ég eiginlega? Svona flækingar þekktust ekki á íslandi. Ég vissi að ekki liði á löngu þar til allt kerfið færi i gang og barnið yrði tekið frá mér. Þó fékk ég frið þann daginn og það kom mér á óvart. Ég hafði heyrt svo margt á götunni. Um kvöldið fékk ég að hafa litlu stelpuna mína hjá mér, eins og konurnar sem voru með mér á stofunni. Ég lagði hana á brjóst og það gekk vonum framar að fá hana til aö sjúga, betur en hjá hinum konunum sem allar voru þó- nokkuð eldri en ég. Ég var að fyllast af tilfinningu sem ég þekkti ekki, tilfinningu sem ég veit núna að er móðurást. Því meiri tökum sem hún náði á mér því meiri hræðsla um framtíð hennar. Það var engin trygging fyrir því að hún yrði ekki misnotuð á sama hátt og ég forðum. Allir mínir vinir, sem ég lifði og hrærðist með á götunni, höfðu verið misnotaðir á einn eða annan hátt. Mér fannst ég verða að bjarga henni frá þessum volaða heimi. Ég stóð stundarkorn við vögguna hennar og virti hana fyrir mér þar sem hún lá steinsofandi. Ég grét í hljóði þegar ég teygði mig í koddann svo lítið bar á og hélt honum þétt að höfði hennar uns ég vissi að hún var hætt að anda. Þá lagöist ég í rúmið og beið þess sem verða vildi. Anna leit á Margeir, á svip hans mátti sjá að hann var dauðskelkaður. - Fólk talar um aö lifa lífinu lifandi, bætti hún við, en ég mun eftir sem áður verða lifandi dauð. □ 9. m. 1992 VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.