Vikan


Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 30

Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 30
UMSJÓN: GUNNAR H, ÁRSÆLSSON NÝJAR HLJÓMPLÖTUR HINN ÍSLENSKI ÞURSAFLOKKUR: HINN ÍSLENSKI ÞURSAFLOKKUR MEISTARAVERK ÍSLENSKS ÞJÓÐLAGAROKKS Útgáfa þessarar plötu markaöi viss tímamót f íslenskri rokk- sögu aö mati undirritaös. Með tilkomu Þursaflokksins, sem Egill Ólafsson stofnaði eftir aö hann hætti í Spilverki þjóöanna, var komin fram hágæöa þjóð- lagarokksveit sem tók fyrir fjör- gamlar laga- og textasmíðar og útsetti á nútímalegan hátt. Þetta á þó ekki viö um öll lög þlötunnar því tvö þeirra, Sólnes (þar sem Þóröur Árnason gítar- leikari fer á kostum) og Búnaö- arbálkur, eru eftir Egil og Nú- tíminn er amerískur að upg- runa, útsettur af Agli og Sigurði Bjólu: „Nútíminn er trunta/með tóman grautarhaus/hjartað það er hrímað/því heilinn gengur laus.“ Auk Egils voru upphaflega í Þursaflokknum þeir Tómas Tómasson (bassi), Ásgeir Ósk- arsson (trommur) og Rúnar Vil- bergsson sem spilar á fagott og setur einstaklega fallegan svip á þau lög sem það er notað í, til dæmis Stóðum tvö í túni og Hættu að gráta hringaná. Á annarri plötu Þursanna datt Rúnar hins vegar út en Karl Sighvatsson bættist við. Hinn íslenski þursaflokkur er nú fáanlegur á geisladiski og ráðleggur undirritaður öllum að- dáendum Þursaflokksins, sem eiga útspiluð vinyl-eintök (eins og ég), að endurnýja því hér er meistaraverk í íslensku þjóð- lagarokki á ferðinni, hrein perla. Svona plötur eru sjaldgæfar. STJÖRNUGJÖF: ★★★★★ SPILVERK ÞJÓÐANNA: STURLA HVÍ ER ÉG ARINBJARNARSON? Spilverk þjóöanna var stofnað af Valgeiri Guðjónssyni, Agli Ólafssyni, Sigurði Bjólu og Sig- rúnu Hjálmtýsdóttur um miðjan sjöunda áratuginn. Platan, sem hér um ræðir, Sturla, var þriöja verk þeirra, kom út árið 1977 og verður sem sagt fimmtán ára á þessu ári. Sturla hefur elst ótrúlega vel, þessi bræðingur af djassi, blús, þoppi og rokki á tvímælalaust enn erindi viö okkur. Því er þessi endurútgáfa á geilsadisknum sérlega kær- komin. Umfjöllunarefni Sturlu (Arin- bjarnarsonar) eru af þjóðfélags- legum toga og gert er hoppandi grín að neyslukapphlaupi, fermingartilstandi og auglýs- ingafargani. Öllu gamni fylgir samt alvara og dæmi um það er ádeilan í laginu Söngur dýr- anna í Straumsvík: „ísland elskar álver/og álver elskar það/þau kyrja fyrir landann/ gleyma stund og stað/„ó guð vors land'Vvið útlent lag.“ Þetta er alveg í stíl við um- ræöuna um þessar mundir. Sturla var sú þlata Sþilverks- ins sem aflaði því mestra vin- sælda enda afbragös plata sem inniheldur skemmtileg lög og texta (meðal annars úr leikritinu Grænjöxlum eftir Pétur Gunn- arsson), vel sungin af meðlim- um Spilverksins. Dæmi: Lag- Ijóð og Arinbjarnarson (S. Bjóla syngur), Nei sko (Diddú), Ferðabar (Valgeir) og Sirkus Geira Smart (Egill). Eftir þessa plötu gekk Egill úr Spilverkinu og eftir næstu plötu, ísland (1978), fór Valgeir til náms f Noregi. Árið 1979 kom svo út síðasta plata Spilverksins, Bráðabirgðabúgi. Hvað um það, á hátindi ferils síns var Sþilverk þjóðanna alger yfir- buröasveit á sínu sviði. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ TORI AMOS: LITTLE EARTHQUAKES UNDIR ÁHRIFUM Frá Washingtonfylki í Banda- ríkjunum kemur þessu efnilega söngkona, að nafni Tori Amos, en Tori mun vera heiti á trjáteg- und! Faðir hennar er prestur og meðal annars var hún látin sjá um undirleik við athafnir hjá honum enda hafði stúlkan lært á píanó. Hún semur líka öll lög á fyrstu plötunni sinni og text- ana líka. Þetta er mestmegnis yfirveguð og seiðandi tónlist sem lætur vel í eyrum, svo sem fyrsta lagið, Crucify, sem er „krækjan" á plötunni. Það merkilega viö þessa söngkonu er að hún er undir mjög sterkum áhrifum frá þrem- ur vel þekktum söngkonum. Þetta eru þær Kate Bush, Sin- ead ÖConnor og kanadíska söngkonan Jane Siberry. Eigin- lega er lygilegt hvað rödd Tori ber sterkan keim af röddum hinna þriggja og heyrist það mjög vel í lögunum Precious Things og Silent Years sem er falleg en rismikil ballaða, borin upþi af píanói og strengjasveit. Hið fyrra er rokkaðra, með þungum trommuslætti og virki- lega áhrifamikiö lag. Platan ber nafnið Litlir jarð- skjálftar og er það kannski rétt- nefni því hvert lag hristir dug- lega uþþ í manni sökum feg- urðar og styrkleika, sem er þó ekki úr hófi fram. Margt í tónlist Tori Amos veldur því að gæsa- húð sprettur fram og það finnst undirrituðum besti mælikvarð- inn á tónlist. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ Bandaríska söngkonan Tori Amos er undir miklum á- hrifum frá þekktum söngkon- um en fyrsta plat- an hennar, Little Earth- quakes, er hið besta verk. 30 VIKAN 9. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.