Vikan


Vikan - 30.04.1992, Side 36

Vikan - 30.04.1992, Side 36
 Allt frá því fyrst var farið að fljúga til sólarlanda hafa ótal konur látið karlmenn í viðkomandi landi töfra sig og draga á tálar, sama hvort um er aö ræða Spánverja, ítali eða Grikki, Sól, sumar, svalandi drykkir og heitt ástarævintýri. Það er freistandi fyrir margar giftar sem ógiftar en gætið ykkar, þetta gæti reynst dýrkeypt rómantík, dýrkeypt í orðsins fyllstu merkingu. Ég sat og las í bók á strönd- inni þegar ég kynntist Antonio og André vini hans. Að sjálf- - Nei, alls ekki, mótmælir Ant- onio, þetta er ekkert líkt vændi. Hann viðurkennir samt ástæðuna fyrir því að hann er svona góður í þýsku. Hann tal- ar hana reiprennandi og fyrir tilviljun eru þarna fjölmargar þýskar konur sem gefa honum hýrt auga, ríkar, miðaldra kon- ur sem viljandi láta tæla sig bæði að borði og rúmi með Antonio og hans líkum. I stað- inn fyrir þá athygli og skemmt- un sem þeir veita fá þeir mat og það ekki af ódýrasta tagi, ómælt vín og dýrar gjafir eins og myndavél eða stereogræj- Þegar lítið er um að vera af- greiðir hann á bar og þar er gott að komast í kynni við snótirnar. Af hverju missa svo þessar konur stjórn á sér á sólar- strönd? Af hverju láta þær kavalerana tæla sig og líkar það vel? Þær virðast tryllast þegar þær rekast á þessa dökkeygðu karlmenn með bringuhár. - Fyrir mig var þetta bara stutt ævintýri, segir Elísabet, 29 ára norsk kona. - Ég var svo skynsöm að verða ekki ástfangin af honum. Hún fór í EÐA MISTÖK Margar konur standast ekki freist- inguna þegar þær kynnast stimamjúk- um og sól- brúnum karlmönn- um á sólar- ströndum. sögðu hafði ég fyrir löngu tekið eftir þeim. Þeir sprönguðu um ströndina eða léku tennis, aðeins klæddir í nærbuxna- pjötlu sem skýldi rétt smábroti af líkama þeirra. Þeir gættu þess líka að boltinn lenti „óvart" annað slagið í miðjum kvennahópnum. Gegnum árin hef ég oft farið á sólarströnd og ég sá í gegn- um þá. Þessir gaurar eru alls staðar þar sem einhver ferða- mannastraumur er og þeir lifa góðu lífi. Enginn þeirra vill kenna sig við vændi en það er samt sem áður atvinna þeirra. ur. Þær skemmta sér líka en greiða fyrir. - Konur frá Norðurlöndun- um eru ekki eins vinsælar, viðurkennir hann þegar ég spyr hann af hverju hann kunni ekkert Norðurlandamál. - Þær eru ekki eins örlátar, en þetta er ekki vændi, segir hann enn. - Ég held mig við sömu konuna á meðan hún er hér. Þeim líður vel og finnst nota- legt að láta stjana við sig. Þær eru í fríi frá börnum og eigin- manni og það er ekkert rangt við það. sólarlandaferð með systur sinni og 2ja ára dóttur sinni. I fyrsta sinn í fimm ár voru þau hjónin ekki saman í sumarfríi. Þetta hafði verið þeim erfitt ár og þau þráðu frí frá hvort öðru. - Eiginlega var hjónaband- ið á enda runnið þegar ég fór, segir hún. - Kannski var það líka þess vegna sem ég mót- mælti ekki þegar Pavlos fór á fjörurnar við mig. Það byrjaði strax sama dag og ég kom en ég hafði ekki samviskubit yfir að vera með honum. Fyrir mig var hann bara staðfesting á því að hjónabandinu var lokið. Samt er ég ekki af þeirri gerð sem gefst auðveldlega upp fyrir vandamálum. Hún var eins mikið með honum og dóttir hennar leyfði. Þau dönsuðu, borðuðu saman og elskuðust. Alltaf var það hún sem borgaði reikningana. Einstaka sinnum borgaði hann barreikninga og gaf henni rósir. - Hvort hann lifði á þessu? Það hugsaði ég aldrei um. Þorsteinn var í námi fyrstu þrjú sambýlisárin okkar svo ég var vön að borga. Ég vissi samt að ég var ekki eina Norður- landastúlkan sem hann hafði verið með og heldur ekki sú síðasta - en vændi... það hljómar illa. - Ég sagði Þorsteini frá þessu sambandi fljótlega eftir að ég kom heim. Hann varð al- veg vitlaus en það var ég sem fór fram á skilnað. Það gekk yfir fyrir ári. Ég hugsa aldrei um það sem gerðist í Grikk- landi og tel það heldur ekki ástæðu skilnaðarins, þrátt fyrir að Þorsteinn haldi því ennþá fram. Hann vill bara ekki sjá og viðurkenna að samband okkar var búið áður en við fór- um í sumarfríið. Birta er 44 ára og segir svip- aða sögu. Hún sér heldur ekk- ert hættulegt við sumar- ævintýr. Hún fer einu sinni á ári til Kanaríeyja með vinkon- um sínum og hún skemmtir sér vel án þess að manninn hennar gruni neitt. - Það sem hann ekki veit skaðar hann ekki, segir hún og hlær. Hún hefur verið gift í 22 ár og hjónabandiö fyrir löngu orðið að gömlum vana. - Við höfum bæði náð langt, hvort á sínu sviði. Hjá mér fór samt ekkert af viti að gerast fyrr en börnin fóru að tínast að heiman. Eftir það höfum við fjarlægst enn meir. Við erum góðir vinir en gerum ekkert saman lengur. Haldið þið að það sé gaman? Utan- landsferðir mínar lyfta mér upp og ég vil alls ekki hætta þeim. Ég trúi því ekki að ég verði svo yfir mig ástfangin að ég skilji við hann. Ég hef það ágætt eins og það er og dreymir ekki um annað. En þessir árlegu túrar, í þá vil ég fara, ásamt þessum smá- „skotum" sem því fylgja. Skil- yrðislaus skemmtun, stans- laust daður og „þjónusta" sem því fylgir. Ómótstæðilegt. Ég veit líka að maðurinn minn heldur framhjá mér á meðan ég er úti en ég vil ekkert um það vita. Þetta er best svona. Missa allar konur virkilega 36 VIKAN 9. TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.