Vikan


Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 52

Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 52
SÁLARKIMINN SIGTRYGGUR JÓNSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR LESENDUM Bréf til Sigtryggs geta snúist um samskipti kynjanna, sam- skipti barna og foreldra, samskipti milli hjóna, kynlíf og annað það sem lýtur að sálfræði og sálfræðilegum vanda- málum. Bréfin mega vera nafnlaus eða undir dulnefni. Utanáskriftin er: Sigtryggur Jónsson sálfræðingur, Álftamýri 3, 108 Reykjavík. EIN VEL GIFT EN DÁLÍTIÐ OHAMINGJUSOM Kæri sálfræðingur. Ég hef ekki hingað til verið tilbúin að viður- kenna að kynlíf sé vandamál í mínu hjóna- bandi og er það kannski ekki enn. Hjónaband- ið er traust, við erum vinir og ég helga mig heimili og börnum, þó ég hafi menntað mig og unnið á góóum vinnustöðum þar til börnin komu. Við hjónin skemmtum okkur með börn- unum, stundum útivist, ferðalög og gott heim- ilislíf. Fyrsta sambúðarárið var geggjað kynferðis- lega séð - ég verð eiginlega reið þegar ég hugsa um það. Það varauðvitað verið aðprófa sig áfram en það var hóflaust. Síðan hefur nú verið allur gangur á hjónalíf- inu. Við vorum tvö ár erlendis og þann tíma lá kynlífið algerlega niðri. Ég var bitur í fyrstu en sætti mig svo við að námið væri krefjandi hjá manninum mínum. Hafði sjálf verið í námi sem tók hug minn allan. Þó að kynlíf liggi niðri er maðurinn minn allt- af ákaflega elskulegur og góður við mig. Talar blíðlega við mig og kyssir mig létta kossa við annað hvert fótmál. Ég tók einu sinni upp á því að hafa frum- kvæði í kynlífi okkar eftir um það bil þrjú eða fjögur ár í hjónabandi. Ég varð leið á því, fannst ég þá alltaf þurfa að hafa frumkvæðið. Síðustu þrjú árin hefur þetta verið svo sem allt í lagi. Stundum hafa liðið einhverjar vikur á milli. Maðurinn er í krefjandi starfi sem tekur að minnsta kosti hálfan sólarhringinn. Ég ber ekki við að hafa frumkvæði lengur - vil bara hafa þetta upp á gamla móðinn enda er ég gamaldags húsmóðir. Við erum bæði dálítið kresin - það þarf að ákveða kynlíf fyrir- fram svo við getum bæði verið nýböðuð. Þegar við sinnum samlífinu tekst það vel, bæði eru ánægð og hann hrósar mér fyrir minn þátt. Maðurinn minn sinnti þessum þætti hjóna- bandsins ekki í allmargar vikur fyrir jólin og ég var orðin einn grátur. Ég er kannski ekki svo æst í kynlíf en ég get ekki verið hlý og elskuleg við hann þegar hann vanrækir mig á þennan hátt. Það getur hann hins vegar. Nú erafturkomin eyða, trúlega í tvo mánuði. Ég skrifaði honum bréfþegar hann var farinn í vinnuna fyrir tveimur vikum og sagði minn hug allan. Hann vildi strax bæta úr en það gat ég ekki - ég var orðin svo bitur. Ég hef verið mjög leið og hef reyndar einnig fengið pestir, sem ég er ekki vön að fá, þannig að ég hef haft afsök- un. Hann hefur orðað aftur að við þyrftum að stilla okkar strengi - en ég sagðist ekki geta hugsað mér það. Hann varð ekkert reiður enda var ég dálítið lasin. Mig langar ekki hið minnsta að njóta með honum kynlífs sem hann sinnir kannski af skyldurækni. Ég veit hins vegar að þetta hefur áhrif á hjónabandið og heimilislífið. Mér er ómögulegt að vera að kyssa og klappa manni sem nennir ekki að snerta mig nema eins og hann, með kossum og klappi. Þetta myndi aldrei verða skilnaðarorsök. Hann vill auðvitað ekki að kynlíf falli alveg nið- ur hjá okkur - sem ég í biturð minni legg til. Vissulega finnst mér vænt um mann sem er góður við mig og góður, já mjög góður faðir. Nú er ég orðin svo þrjósk að mér finnst erfitt að gefa mig - fæ bara grátköst. Getur þú bent okkur á hentuga lausn á þessu kynlífsvandamáli sem er kannski ekkert kynlífsvandamál. Með þakklæti, ein vel gift en dálítið óhamingjusöm. Kæra kona. Bréf þitt bendir til þess að margt sé að í hjóna- bandinu þó það komi ekki upp á yfirborðið. Að minnsta kosti segir þú hjónabandið gott. í fyrsta lagi skrifar þú honum bréf þar sem þú ræðir um kynlff ykkar, eftir margra ára þögn og bið eftir áhuga hans á þér. Þú treystir þér greinilega ekki til að ræða það beint við hann. í öðru lagi er mjög stutt í spurninguna um sigur eða tap, þannig að þú hefur þörf fyrir að þrjósk- ast við til að ekki sé hægt að segja að þú hafir tapað. í þriðja lagi er greinilegt að þú ert ófull- nægð í lífinu og líklega er það stærsti þáttur- inn. Það er eins og þú teljir þér trú um að allt sé gott þó þig dauðlangi til að standa upp og gera kröfur um að fá að njóta þín, að eftir þér sé tekiö, að þú sért virt, sem og þarfir þínar. í raun siglið þið nú hraðbyri inn í vítahring kynlífsvandamáls og mikil þörf á því að brjóta hann upp áður en hann verður stærri og ill- 52 VIKAN 9.TBL.1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.