Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 70
TEXTI: ÞORSTEINN ERLINGSSON
á
CHANEL
VORLITIRNIR FRÁ
CHANEL
Vorlínuna kallar CHANEL
INTENSITÉS, sem unnt er að
þýða með orðinu tilfinningahiti
og nær hann til vara, augna og
kinna, þar sem yfirtónarnir eru
birta rauða litarins, dýpt hins
koparbrúna og loks dulúð hins
fjólubláa. Árangurinn af þess-
ari litasamsetningu er sá „að
varirnar verða líflegar, augun
mild og um leið leyndardóms-
full“. Undirtónarnir mynda síð-
an skemmtilegt samspil hins
fjólubláa litar, gráa, bláa og
þess Ijósgræna.
NUTRI PRINCIPE
FYRIR ÞURRA HÚÐ
í maí og júní kemur á mark-
aðinn húðkrem og húðmjólk
frá Chanel - gædd virkum efn-
um sem sérstaklega eru ætluð
þurri og mjög þurri húð. Ann-
ars vegar er um að ræða
NUTRI PRINCIPE Emulsion
Douceur sem kalla má
húðmjólk. Hana má nota bæöi
að degi sem nóttu og virkar
hún fljótt. Húðin er bókstaflega
sögð sjúga hana í sig. Hún
skilur ekki eftir neina fitu og
kemur að góðu gagni sem
undirstaða fyrir förðun
dagsins. Chanel mælireinkum
með Emulsion Douceur á
sumrin.
NUTRI PRINCIPE Créme
Confort er gætt mjög svipuð-
um eiginleikum nema hvað
það er þykkara og í kremformi.
Mælt er með því sérstaklega
fyrir konur sem finnst þær vera
með mjög strekkta og þurra
húð. Einnig hentar það vel
þeim sem þykir gott að nudda
húð sína vel áður en hún er
förðuð. Chanel segir kremið
upplagt á veturna og þar sem
fremur kalt er í veðri - eins og
hér á landi, svo og fyrir konur
sem stunda útivist og íþróttir
undir berum himni. Einnig er
NUTRI PRINCIPE Créme
Confort sagt gott sem nætur-
krem í samvinnu við Emulsion
Douceur sem þá yrði notað yfir
daginn.
NÝTT PÚÐUR OG
UNDIRLAG FRÁ
CHANEL
Um þessar mundir er aö koma
á markaðinn nýtt undirlag
(base) frá Chanel, BASE
LUMIÉRE og er það sagt svo
gott að það „lýsi upp andlitið".
Áferðin er hárfín og er sögð
gefa andlitinu náttúrulegan og
heilbrigðan lit. Það hentar vel
með öllu kremi og andlitsmjólk
auk þess sem það sómir sér
að sjálfsögðu vel undir andlits-
farðanum.
Nýja púörið frá Chanel, PO-
UDRE LUMIÉRE og POUDRE
FACETTES, er af sama toga
og undirlagið - gefur sem sé
hárfina og náttúrulega áferð.
Það hentar jafnvel hvort sem
er í dagsins önn eða að kvöldi
þegar eitthvað stendur til.
Grunnurinn er fáanlegur í
fjórum mismunandi litum, Po-
udre Lumiére í sex og Poudre
Facettes í þremur.
VOR- OG SUMARLÍNAN FRÁ
GIVENCHY
Nýja litalínan f vor og
sumar frá GIVENCHY
heitir NOMAD og
byggir á náttúrulegum litum
bæði úr steina- og jurtaríkinu.
Um er að ræða þrenns konar
litaafbrigði sem framleiðand-
inn kallar „sand“, „við" og
„steina“. Nýja línan er þvi
sögð passa mjög vel við litina í
fatatískunni; augnskugginn og
augnfarðinn, púðurfarðinn
sem augnháraliturinn - og þar
við bætist naglalakk og varalit-
ur.
► Hin
glæsilega
baðlína frá
Givenchy.
( nýju línunni frá GIVENCHY
er meðal annars að finna nýj-
an púðurfarða sem fram-
leiðandinn segir töfrum líkast-
an og kallar IRONY POWDER
PRISM. Hann gefur hárfína
áferð og hæfir við hvaða tæki-
færi sem er. Askjan og um-
búðirnar gera það að verkum
að konur geta á þægilegan
hátt blandað saman litum að
vild.
Varalitinn í nýju línunni kýs
framleiðandin að nefna
HYDRA-SOFT LIP GLOSS og
hann er bæði mildur og einkar
auðveldur og auðsveipur þeg-
ar hann er borinn á varirnar.
Hann inniheldur ýmis mýkj-
andi, náttúruleg efni á borð við
býflugnavax.
AMARIGE - NÝJA
BAÐLÍNAN
Baðlínan samanstendur af
sex nauðsynlegum hlutum
sem heyra til daglegu hrein-
læti og snyrtingu; ilmsápu,
mildu baðgeli, svitalyktarúða,
húðmjólk ætlaðri ystu lögum
húðarinnar (Silk Body Veil),
húðkremi (Velvet Body
Cream) og baðpúðri (Satin
Talc).
Ilmur baðlínunnar er ferskur
og tær í senn og er sagður
endast allan daginn. Hver ein-
stakur hlutur hennar hefur ver-
ið vandlega valinn til þess að
uppfylla allar þær kröfur sem
framleiðandinn og ekki síður
notandinn gerirtil góðra snyrti-
vara.
Sápan, baðpúðrið og húð-
mjólkin eru í hvítum flöskum.
Baðgeliö og svitalyktareyðir-
inn eru hins vegar í glærum
flöskum svo gullinn litur vökv-
ans fái notið sín.
70 VIKAN 9.TBL.1992