Vikan


Vikan - 30.04.1992, Síða 74

Vikan - 30.04.1992, Síða 74
Svar: Mikhail Sergeyevich Gorbatsjov - fæddist þann 2. mars 1931. Hann hitti Raisu, tilvon- andi eiginkonu sína, á dansleik í háskólanum. Nokkrum árum áður hafði hann hlotið orðu Rauða fánans fyrir dugnað sinn við landbún- aðarstörf. Þessi útnefning varð síðan til þess að honum vargert kleift að hefja háskólanám haustið 1950. Raisa lagði stund á „vísinda- legan kommúnisma". Óstaðfestar heimildir segja að leyniþjónusta KGB hafi fjármagnað brúðkaup þeirra. Árið 1990 hlaut Michail Gor- batsjov friðan/erðlaun Nóbels. - Feril hans sem æðsta manns Sovétríkjanna þekkja allir, svo og valdaránstilraunina á síðasta ári, upp- lausn hins volduga ríkis og breytta stöðu Gor- batsjovs. NUNNAN Whoopi Goldberg, sú aö- sópsmikla blökkuleikkona, lætur að sér kveða í nýjustu mynd sinni, Sister Act. Með henni leikur Harvey Keitel (Thelma and Louise, The Two Jakes) og Dane Maggie Smith. Myndin þykir óvenju fjörug, skemmtileg, hnyttin og frumleg. Whoopy Goldberg leikur þar nunnu sem verður vitni að morði. FBI kemur henni fyrir í öðru nunnuklaustri svo að hún geti falið sig fyrir þrjótunum sem frömdu morð- ið. Nunnan óheppna gerir mikla lukku í nýja klaustrinu. Hún stofnar nýjan kór sem kann blús upp á tíu fingur og tekur ríkan þátt í góðgerða- starfsemi klaustursins. Klaustrið verður síðan róm- að fyrir starfsemi sína og auö- vitaö blása fjölmiðlar dæmið upp þannig að þrjótarnir, sem frömdu ódæðið í upphafi myndarinnar, komast að því hvar nunnuna er að finna. Þar meö upphefst mikill og ærsla- fenginn eltingarleikur. ENN NÝTT ÆVINTÝRI FRÁ WALT DISNEY Mjalihvít og dvergarnir sjö eru aftur komin á breiðtjaldið. Kvikmynd um þetta góðkunna ævintýri leit dagsins Ijós árið 1937 og enn er hún ein af vinsælustu kvikmyndum allra tíma. Nú, 54 árum síðar, er yrkisefnið hið sama. Ungir sem aldnir láta sig alveg ör- ugglega ekki vanta. Þess má geta að myndirnar Memoirs of an fnvisible Man, Noises off, Paradise, Peter Pan, The Power of One, Sister Act og Snow White and the Seven Dwarfs verða allar sýndar í Sambíó- unum. ◄ Whoopi Goldberg sem nunna. -> ► Chevy Chase sem ósýnilegi maðurinn ásamt leikkonunni Daryl Hannah. NÝR ÚTLAGAVESTRI MEÐ CLINT EASTWOOD Clint Eastwood lætur ekki deigan síga. Hann er nú búinn að framleiða og leikstýra nýj- um vestra sem heitir á frum- málinu The Unforgiven. Teymir hann með sér gæða- fólk eins og Gene Hackman, Morgan Freeman (Glory, Driving Miss Daisy, Ftobin Hood: Prince of Thieves) og Richard Harris sem við mun- um sjá á næstunni í irsku myndinni The Field. Nýja myndin hans Clints Eastwood greinir frá fjórum skotglöðum harðjöxlum sem ákveða að hefna dauöa vinar síns. Verður gaman að sjá af- raksturinn. Unnendur vestra- mynda verða alveg örugglega ekki fyrir vonbrigðum. Með þessum leikurum getur dæmið ekki annað en gengið upp hjá Clint Eastwood sem sagði eitt sinn hina sígildu setningu: Make my day eða gerðu mér dagamun. Ég er þess fullviss að kvikmyndafíklar eiga eftir að gera sér dagamun þegar þeir sjá þessa mynd. A Clint Eastwood skimar eftir ill- mennum þeim sem drápu góðvin hans. Sýnishorn úr nýjustu mynd Clints Eastwood: The Un- forgiven. T Alltaf gaman að sjá teikni- mynd sem kemur úr smiðju Walts Disney. MINNINGAR ÓSÝNILEGS MANNS Memoires of an Invisible Man kemur úr smiðju Johns Carpenter en sá ágæti leik- stjóri hefur fært okkur eftir- minnilegar myndir í spennu- og hrollvekjustíl. Hver kannast ekki við myndir eins og As- sault on Precinct 13 (1976). Halloween (1978), The Fog (1980), Escape from New York (1981), The Thing (1982), Christine (1983) og Starman (1984) bara til að nefna nokkur dæmi? Nýja myndin státar af tveimur fram- bærilegum leikurum, þeim Chevy Chase (Funny Farm, Fletch, Spies Like Us) og Dar- yl Hannah (High Spirits, Wall Street, Splash, Roxanne, Ste- el Magnolians). Memoirs of an Invisible Man er spennu- þrungin ástarmynd en í senn í gamanmyndastíl. Greint er frá fjármálasnillingi sem vinnur í Wall Street og Chevy Chase leikur. Hann lendir í því fyrir slysni að verða ósýnilegur þegar hann er staddur í rann- sóknarstofu. Daryl Hannah leikur ástkonu hans. 74 VIKAN 9. TBL. 1992

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.