Vikan


Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 56

Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 56
JÓNA RÚNA KVARAN SKRIFAR vegna getur skyggni eins og elst af börnum og jafn- vel stöövast alveg um fimm eða sex ára aldurinn. Þannig getur þessi næma skyggni sonar þíns breyst við þennan tiltekna aldur og jafnvel stöðvast þannig að hann haldi einhverju almennu næmi en skyggnin stöðvist. Málið er nefnilega aö ef um erfðaþætti er að ræða, tengda mögulegum dular- gáfum hans, er heldur ósennilegt að hann tapi þeim. Þær geta þó hæglega tekið á sig margþættar myndir og öðruvísi með aldrinum. Smábörn, sem eru skyggn á fyrstu árum, eru það sjaldan sem full- orðnar manneskjur nema um sé að ræða sérgáfu viðkomandi sem er það umfangsmikil að hún hverf- ur ekki þó fólk fegið vildi. DULARGÁFUR EKKI HÆTTULEGAR Þú spyrð hvort dulargáfur geti verið börnum hættu- legar. Það er heldur ósennilegt en aftur á móti geta þær orkað tvímælis ef þær gera börnin óörugg og kannski hrædd. Á móti því má segja sem svo: Yrði ekki sama barn skelkað ef það mætti lifandi ókunn- ugri manneskju sem enginn ætti von á við sömu að- stæður? Eins er að ef þeir sem ekki sjá það sama og barnið fyllast skelfingu við sýn barnsins má ör- ugglega gefa sér að sá ótti geti auðveldlega færst yfir á barnið og aukið hræðslu þess, hafi hún verið til staðar fyrir. Best er því að bregðast með ró við því sem barnið sér og láta það fremur finna að ekki sé neitt óeðlilegt á ferðinni. Jafnframt má benda því á að viðkomandi muni fara heim til sín aftur, vænt- anlega eftir að hafa verið stutta stund I heimsókn. Allt sem viðkemur hegðunar- og reynsluferli skyggnra barna á að fjalla um á sem eðlilegastan og afslappaðastan máta þannig að ekki sé gerður úlfaldi úr mýflugu. Sannleikurinn er nefnilega sá að það sem börnum reynist oftast erfitt, þegar um skyggni er að ræða, er að þau átta sig á að eitthvað kunni að vera öðruvísi tengt persónunni sem þau sjá, en dettur fæstum í hug að þau séu ein um skynjunina eða sýnina. Þegar þau fá svo ekki skynsamlegar undirtektir tengdar skyggni sinni verða þau eins og ein eitt augnablik og geta fyllst hræðslu og mikilli óöryggistilfinningu. ÓREGLA ÓÆSKILEG FYRIR SÁLRÆNA Hættur mikils næmis liggja í sjálfu sér ekki I því sem slíku heldur mun frekar í því að þessum börnum ætti aldrei að misbjóða með ótæpilegu aukaálagi, til dæmis tengdu drykkjuskap eða hvimleiðri nei- kvæðni foreldris eða annarra heimilisfastra. Gott er að þessi börn gangi með kristskross um hálsinn. Ef þau eru pirruð eða neikvæð er best að hjálpa þeim fremur út úr þannig andlegu öfugstreymi heldur en að viðhalda því hugsanlega með því að munn- höggvast við þau eða brigsla þeim um meiri háttar misgjörðir ef þeim gengur illa að stjórna innri líðan sinni jákvætt. Besti stuðningurinn, þegar til alls er tekið, er að sættast á barnið eins og það er, en ekki endilega óska því annars konar persónuleika. Jafnframt þarf að veita því tækifæri til að tjá tveggja heima sjón sína án þess að gert sé lítið úr henni og hún vanvirt eða tortryggð. Eins er gott að sálrænt barn fái eins mikla og staðgóða trúarlega uppfræðslu og hægt er. Það skerpir siðgæðisvitund þess og gerir það óneitanlega öruggara. Einnig er gott að það búi við innri ró og frið foreldra sinna og sé ekki ásakað um uppgerð þegar það er að deila skyggni sinni með sínum. Eins þurfa foreldrar ekki að óttast það sem börnin þeirra kunna að sjá. Það er undantekningarlaust einhver kærleiksrík persóna sem venjulegast óvart getur þó gert barnið hrætt augnablikið sem hún er að birtast og þá sér í lagi rétt á meðan það er að átta sig á að viðkomandi er á svæðinu. DULARGÁFUR ERU MEÐFÆDDIR EÐLISÞÆTTIR Skyggni er því miður ekki hægt að taka af börnum en það er vissulega hægt að biðja um guðlega vernd fyrir barnið, sem oftar en ekki sjálfkrafa eins og hamlar ótæpilegri sjón á þá sem eru farnir. Ég er ekki í vafa um að með hjálp þeirra sem eru englar í þjónustu kærleikans og þá jafnframt Drottins má, ef við biðjum um það, hjálpa og auðvelda jarðbundinni veru sem birtist óþarflega oft barni eða öðrum á jörðinni aö finna frið og sátt í sínum nýju heimkynn- um, án mikils sambands við ástvini á jörðinni, sem veldur þeim óþægindum eins og ykkar fjölskyldu greinilega. Við missum náttúrlega hvorki þörf né löngun til að vera samvistum við þá sem við elskum, hvort sem við erum hérna megin grafar eða hinum megin. Þeir sem eru sálrænir verða oftar en ekki andlega rikir ef þeir nota þessa innri krafta á jákvæðan og kærleiksríkan máta. Því er heldur ósennilegt að ef þannig er ástatt innra með þeim, einmitt vegna fjöl- skrúðugra skynjana og innri upplifana sem eru dul- rænar, að þeir vilji missa þessi sérstöku tengsl á milli heimanna. I menningu hinna ýmsu þjóða hafa sálrænir hæfi- leikar frá alda öðli verið í hávegum hafðir enda geta þeir reynst mikil gæfa fyrir þá sem fá þá I vöggugjöf og ekkert síður geta jöeir reynst þeim sem verða þeirra aðnjótandi til góðs og mögulegrar blessunar. Séu þeir notaðir til leiðsagnar og ábendinga fyrir þá sem sjá ekki leið út úr einhvers konar öngstrætum en eru þó heilbrigðir og réttsýnir er það óneitanlega blessun ef aðrar og hefðbundnari leiðir til léttis þrýtur. Það að geta einmitt átt kost á stuðningi þeirra sem búa yfir yfirskilvitlegum hæfileikum sjálf- um sér til góðs við vissar aðstæður getur verið mikil blessun. Eða eins og þreytti trúboðinn sagði eitt sinni og meinti það svo innilega. „Elskurnar mínar, öllu má ofgera, en það breytir því ekki að séum við kom- in í vissan vanda og viss um að í því leyndar- dómsfulla geti partur af gæfu okkar legið, þá einfaldlega reynum við á það sem í þokunni býr. Séum við sæmilega vel viti borin og ekkert sem bendir til að við gleypum allt hrátt sem fullyrt er og okkur sagt frá, er öllu óhætt. Sem sagt, allt er ágætt í sæmilega góðu hófi, jafnvel það óræðna, „halelúja, amen,“ svo fremi að það sé jákvætt og kærleikshvetjandi fyrir hinn venju- lega mann.“ Guð verndi ykkur hjónin og vísi ykkur veg gæfu og góðleika sem gerir ykkur kleift að styðja son ykk- ar við sem flestar aðstæður og þessar sálrænu lika. Með vinsemd, Jóna Rúna. INNSAE ISNEISTAR Sviksemi Fláræði er oftast tengt tvö- földu siögæði eða hreinni og klárri sið- blindu sem náttúrlega er sið- gæðisbrestur í verstu mynd. Ef við erum svo illa sett sið- ferðislega að viö greinum ekki mun á réttu og röngu atferli erum við ákaflega líkleg til að valda sjálfum okkur og öðrum tjóni fyrr eða síðar. Slíkt svik- semistjón getur tekiö á sig ótrúlegar myndir og kemur fram í flestu því sem við tökum okkur fyrir hendur og varðar síðan flesta þá sem við eigum samneyti við í stóru sem smáu og andlegu sem efnislegu til- liti. Lævísi kemur oftar en ekki fram í hvers kyns viðskiptum þar sem gerandinn velur og út- hugsar leiðir sem eru afsiðað- ar til að gera sinn hlut kannski sem ríflegastan og bestan. Best er að hafa gífurlegan vara á sér í öllum þeim við- skiptum sem tengjast einstakl- ingum sem við þekkjum ekki og vitum ekki hvernig hafa staðið sig í viðskiptalegu tilliti tengdu veraldlegum eignum. Það er nefnilega heldur óhent- ugt þeim sem treystir og trúir á heilindi og drengskap sam- ferðafólks síns að uppgötva að sviksamlega hefur veriö staðið að gerðum samningum. Öll sviksemi sem tengist til- finningum okkar er mjög óskemmtileg og reyndar býsna sársaukafull og oftar en ekki illbætanleg nema með miklum siðferðisstuðningi ann- arra og ögn jákvæðari ein- staklinga. Ótrúmennska í sambúð getur verið skaðvæn- leg þeim sem svikinn er, sér i lagi ef viðkomandi hefur áður treyst og trúað lífsförunaut sínum og uppgötvar svo að sá hinn sami er ekki við eina fjöl- ina felldur í ástarmálum. Það er ótrúlegt ferli von- brigða og annars konar sár- inda sem sá fer í gegnum sem svikinn hefur verið í þannig málum. Börn sem til dæmis al- ast upp við það að foreldrar þeirra eru meira en í meöal- lagi lævísir verða oftast sjálf, þó síðar verði, mjög afhuga hvers kyns fláræði, þó vissu- lega sanni dæmin aö þau geta því miður líka gerst spor- göngumenn foreldra sinna og tekið upp atferli sem er bæöi hyskið og siðlaust þannig að Lævísi kemur oftar en ekki fram í hvers kyns viðskiptum þar sem gerandinn velur og út- hugsar leiðir sem eru afsið- aöar... þau hreinlega svíki bara til að svíkja, þó ekki sé neinn sýni- legur tilgangur sem undirstrik- ar einhvern ávinnig af laun- ráðunum. Við foreldrarnir verðum að gera okkur fulla grein fyrir því að þannig sviksamt óstöðug- lyndi okkar hefur alltaf áhrif og ekki síst á heilindi manngildis barnanna okkar og hamlar venjulegast möguleikum á gæfuríkri framtíð þeirra. Þess vegna er óhætt að fullyrða að barn sem í uppvextinum býr við áreiðanleika og staðfestu foreldris í samskiptum við það er betur búið siðferðislega og almennt andlega undir framtíö sína en til dæmis barn sem hefur kannski frá upphafi verið svikið og beitt blekkingum hvers konar. Heiðarleiki og trúmennska eru eðlisþættir sem eru heilla- drjúgir fólki en lævísi og hvers kyns fláræði alvarlegir hegð- unarannmarkar í fasi og fram- komu fólks og valda venjuleg- ast hinum mestu vonbrigðum og öðrum sárindum og hana nú. □ 56 VIKAN 9. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.