Vikan


Vikan - 30.04.1992, Side 48

Vikan - 30.04.1992, Side 48
vín í heimi. „Ég á nokkrar heil- ar flöskur af þessu og nokkrar hálfflöskur en þær eru ágætar þegar maöur er aö fá sér aö smakka því aö það er ekki gott að geyma vín lengi í opnum flöskum. Þegar súrefni kemst aö víninu veröa ákveðin efna- hvörf í því og slíkt hefur ekki góö áhrif. Vínið veröur greini- lega verra, sérstaklega rauö- vín vegna þess aö það inni- heldur fleiri efni en hvítvín. I rauninni eru rauöu vínin bara hvítvín meö aukaefnum, djús- inn er alltaf glær og það er hægt aö gera hvítt rauðvín meö því aö kreista bara saf- ann úr rauðu berjunum. Hins vegar fara hýðið og stilkarnir meö í gerjunina þegar veriö er aö búa til rauðvín og þess vegna fá þau rauða litinn. Til dæmis eru alvöru kampavín búin til aö tveimur þriðju hlut- um úr rauðum berjum. Hvernig er svo þessi vín- skóli kominn til? „Okkurfannst hugmyndin góö og þegar maöur kann að meta gott vín þá líður manni svo vel, út af þessu víni og því aö drekka það. Upplifunin er svo góð og þess vegna er sjálfsagt að hleypa fleirum inn í þessa veröld. Síöan vantar auðvitað meiri vínmenningu á íslandi og hluti af því er aö smakka vin kerfis- bundið, athuga þætti eins og útlit, bragö, lykt, sýru, tannín og svo framvegis," svarar Ein- ar og upp úr kafinu kemur að hann er meðlimur í vínklúbbi ásamt fleiri vináhugamönnum. Þar koma menn saman og smakka vín sem einhver hefur komiö meö heim erlendis frá, ræða um það og velta fyrir sér kostum þess og göllum. Hvaö um franskbrauðið sem smakk- arar hafa verið að maula milli tegunda? „Ég er ekki sérlega hrifinn af því vegna þess að það er ákveðin gildra. Þetta er eins og maltið og appelsínið á jólunum. Þegar maður var lítill þambaði maður það villt og galið en hafði síðan ekki lyst á matnum. Þetta með fransk- brauðið finnst mér mjög svipað, mér finnst það trufla löngunina í vínið. Þetta er samt tíðkað víða við vín- smökkun sem viðurkennd að- ferð til aö hreinsa munninn. Mér finnst sjálfum betra að drekka bara vatn milli vínteg- unda.“ STROKLEÐUR Á VÍN Einar drekkur reyndar helst bjór með mjög krydduðum mat vegna þess að gott vín ber skarðan hlut frá borði í viður- eign við mat, sérstaklega mik- ið kryddaðan. „Matur virkar stundum eins og strokleður á vínið og eins er það með osta. Þess vegna drekk ég mjög góð vín ein sér, þannig eru þau best. Vín með skrúfuðum tappa og kassavín eru alls ekki gefin út fyrir að vera nein eðalvíh en þau geta verið ágæt með mat. Kassavínin eru líka sniðug að því leyti að innan í kassanum eru vínin í pokum sem fylgja vökvanum eftir því sem minna verður eftir í þeim. Þannig er komið í veg fyrir að súrefni komist í of mikl- um mæli að víninu. Þess vegna er hægt að geyma kassavín í töluverðan tíma án þess að það skemmist, þó búið sé að opna umbúðirnar, ef maður nennir að drekka það.“ Eðalvín þurfa í langflestum tilvikum að uppfylla ákveðnar kröfur sem opinberir aðilar setja sem skilyrði fyrir því að vínframleiðandinn geti kallað vöruna eitthvað ákveðið. Þar með hefur hann samþykkt ákveðna meðferð og reglur varðandi framleiðsluna sem gerir það að verkum að vínið verður undantekningalítið gott. „Til dæmis hefur Chat- eau Neuf- du-Pape leyfi til aö nota allt að þrettán tegundir af vínberjum í blöndu, það verð- ur að vera framleitt á ákveðn- um stað í Frakklandi, hafa vissa alkóhólprósentu, upp- fylla ákveðnar gæðakröfur og vera úr ákveðinni eða ákveðn- um berjategundum frá þessu tiltekna svæði. Ýmis önnur vín, sem geta verið óskaplega góð, eru stundum úr ólöglegum vín- berjum og því verður fram- leiðandinn að nota eitthvert óvirðulegt nafn á vínið eða bara borðvín þrátt fyrir að vín- ið sé orðið eitt dýrasta og besta vín landsins. Síðan er alltaf ákveðin áhætta fólgin í vínberjaræktinni. Maður vill fá berin sem þroskuðust en á þau má ekki rigna mjög mikið rétt áður en þau eru tínd vegna þess aö þá verða þau of safamikil og þar af leiðandi bragðlítil." VÍN ERU LJÓSFÆLIN Við vindum okkur úr hvítum og rauðum yfir í púrtvín sem sum eiga að verða fín ár- gangsvín og eru tekin og sett í tunnur þar sem þau eru geymd í um það bil tvö ár. „Þeim er síðan tappað á flöskur, þær lagðar á hliðina og málað með kalkpensli yfir til að sýnt sé að flöskurnar hafi ekkert verið hreyfðar á geymslutímanum. Þessi vín eru oft ekki tilbúin til neyslu fyrr en eftir tólf til tuttugu ár. Þegar safinn er settur í tunnurnar, sem oftast eru úr eik, er hann biksvartur en eikin dregur til sín litinn úr víninu þannig að það lýsist. Vínið þroskast líka vel í tunnunum því það andar ágætlega í gegnum þær,“ segir Einar og bætir við að vín séu yfirleitt Ijósfælin og því sé gott að geyma þau á myrkum stað. Hann segir það yfirleitt ekki vera úrslitaatriði að láta vínin anda áður en þeirra er neytt, með því að opna flöskurnar, þó að stundum geti verið gott að viðra ung og lítið þroskuð vín smástund. Þetta segir hann best að gera meö því að hella víninu yfir í karöflu vegna þess hve lítið yfirborð hefur aðgang að súrefni meðan vín- ið er í flöskunni. Vín er einnig gott að láta liggja sem minnst hreyfð vegna þess að hristing- urinn hefur þau áhrif að hann flýtir fyrir þroska vínsins. Með aldrinum gufar vínið smám saman upp, jafnvel ( gegnum tappa og innsigli. Þetta sýnir Einar með því að benda á þrjátíu ára gamla vínflösku úr safni sínu en í henni hefuryfir- borðið lækkað nokkuð. ALLTOF DÝRT Einar segir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafa farið mjög skánandi í víninn- flutningi og þar fari sérlistinn fremstur í flokki. Einnig séu veitingastaðirnir farnir að taka við sér í framboði á vínum. „En ég held að þessir staðir ættu að leggja minna á vinin hjá sér og geta þá boðið góð vín á viðráðanlegu verði. Þeir þyrftu að vísu að liggja með stærri lager sem er nokkuð dýrt en engu að síður betra en að vera með vín á lista sem síðan er ekki til eða það er svo dýrt að enginn hefur efni á að kaupa það.“ Að lokum, vínskólinn. Hann byggist á grunnnámskeiði sem sýnirfólki fram á um hvað mál- ið snýst þannig að það geti tal- að um vínin sem það er að drekka, ekki bara hvort vínið er gott eða vont. „Ekki eins og með manninn sem sagði við konuna sína rétt áður en þau giftu sig: Ég elska þig og þá er það útrætt mál!“ segir Einar og hlær við. „Það eru ákveðin atriði sem leitað er að í víninu og síðan er hverjum og einum látið eftir að túlka fyrir sig. Þá eru þetta yfirleitt frekar góð vín sem málin snúast um vegna þess að ódýr og lítt góð fín eru ekki þess virði að þeim sé lýst fjálglega, þau hafa bara ekki burði til þess. Vínin verða að búa yfir ákveðnum eigin- leikum og gæðum." Hvað um skemmdir f vínum? „Vínskól- inn hefur reyndar staðið sig mjög vel í þessu efni vegna þess að fyrsta vínið, sem opn- að var á fyrsta námskeiðinu, var myglað. Þetta notuðum við óspart okkur til framdráttar. GRUGGUG EÐALVÍN Við reynum að leiðbeina fólki um hvað það er sem leita á að í víninu, skemmdum og aukaefnum eins og ediki, aset- oni og gruggi þó að eðalvín geti verið grugguð í sumum til- vikum og svo framvegis," seg- ir Einar og bætir við að best sé að smakka í hverri flösku sem opnuð er, til dæmis á veitinga- stöðum, vegna þess að fólk sé að smakka vínið í flöskunni, ekki tegundina. Hafi fólk pant- að vín sem ekki er gott en allt í lagi með það þá er það sök þess sem pantar. „En maður pantar aldrei myglað vín,“ segir Einar. Einar segir allt of lítið vera um að konursæki námskeiðin, sérstaklega vegna þess að hann telur þær jafnvel betri smakkara en karla. „Já, ég held að þær séu betri í að finna mun á kryddbragði til dæmis í mat og þær séu því betri I því að greina ýmis til- brigði bragðs af vínurn." Hvað sem því líður er Ijóst aö vín- áhugi Islendinga fer vaxandi, þroski vína, aldur og gæði hef- ur sífellt meira að segja þegar kemur að viðskiptum við Ríkið og það er Ijóst að meiri mennt- un kallar á meiri kröfur, á hvaða sviði sem er, líka í vínum. □ LAUSN SÍÐUSTU GÁTU + + + + + + + + + + A + + + + F + F + + + + + + + HANN + ER + LEA + + + + + + + AFÆTUR + BYGG + + + + + + + LL + INNLEGGN + + + + + + + LENGDA + RISI + + + +.'+ + + MINN + + ÖSLAR + KÁPAN + ÆT + AF + SÝLL + + AK+POSLUSPIL + N + LA UNNAR + MARKAD + VISIN + NÝR1KI + + ÆTLA + LO + G + S + FLANDUR + UPPELDI EKKI + SKATTANA + GLAS EIK+STAÐA+UG.LAA+ST + + ÓSKA + UN + GULL + Á + + LEKTORAR+PAR + TENGI + RAUD + F + SOS + E+ +ÆRA + + R + AFTAN+TELFÁCÆT + HANNYRDA + EINLIDHA + 0 + EIKA+PEI3AÆ + UN + ANNARS + DAFNA + MERI N + + + + + TÁI + + + + KUL + + A SNÁF A + TÖLFUNUM+AGG LOTIR + ÓRAR + AR + SURG + + EKKI FAGURGRÆN + EI GALTANA + AMLA + F Ö L I D K V E N S K Ö R U H G U Rl + T Ó N A 48 VIKAN 9. TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.