Vikan


Vikan - 30.04.1992, Page 53

Vikan - 30.04.1992, Page 53
jjMig langar ekki hið minnsta að njóta með honum kyn- lífs sem hann sinnir kannski af skyldurœkni. Ég veit hins vegar að þetta hefur óhrif ó hjónabandið og heimilislífið.** leysanlegri. Jafnframt grunar mig að upp sé að koma samskiptavandamál sem þið hafið hing- að til kosið að horfa fram hjá og tekist það. AÐ TALA SAMAN Það er mjög mikilvægt að þið gefið ykkur tíma og setjist niður til að ræða saman um ykkur - til hvers þið eruð hjón, hverjar væntingar ykkar eru til hjónabandsins, fjölskyldunnar, par- sambandsins og fyrir ykkur sem einstaklinga. Þið þurfið að ræða hvernig þið uppfyllið allar þessar þarfir og hvar á skortir og ekki hvað síst hverju þið ætlið að breyta til batnaðar. Inn í þetta kemur umræðan um kynlíf ykkar. í þessu samhengi verður þú að muna að hann getur ekki uppfyllt þarfir þínar ef þú tjáir þær ekki. Ef þú tjáir þær og hann vill koma til móts við þær verður þú auðvitað að þiggja það. Annars ertu að refsa honum fyrir að hafa ekki getað lesið hugsanir þínar áður en þú tjáðir þær. Og það kemur niður á sjálfri þér. Þú færð ekki það sem þú sækist eftir. Afleiðingin er sú að hegðun þin kemur niður á sjálfri þér. Þá er það virðingarleysi fyrir honum, sem sjálf- stæðri persónu, að þú treystir því ekki að hann hafi tekið sjálfstæða ákvörðun um aö koma til móts við þig, ef þú lítur svo á að hann sé bara að þóknast þér með því að koma til móts við tjáðar þarfir þínar. SAMKEPPNI í STAÐ SAMVINNU Þetta kerfi - aö refsa honum fyrir það að vita ekki hvað þú hugsar - bendir til þess að þú sért í samkeppni við manninn þinn í stað sam- vinnu. Þú græðir ekkert á því að refsa honum eða láta hann finna að þú sért sár og reið, með þvi að neita honum um kynlíf sem þú ert sjálf að lýsa yfir að þú viljir að sé til staðar í hjóna- bandi ykkar. Það eina sem gerist er að þú færð ekki það sem þú vilt, hann fær ekki það sem hann vill og afleiðingin verður vítahringur sár- inda og reiði, vitahringur sem erfitt verður að uppræta. Hjónaband snýst ekki um spurning- una um hvort hugsar oftar um hitt að fyrra bragði. Slíkt er einungis krydd í hjónabandið- óvænt uppákoma. Hjónaband snýst um að báðir aðilar sjái til þess að þörfum sínum sé fullnægt og vinni saman að því að fullnægja þörfum parsambandsins annars vegar og fjöl- skyldunnar hins vegar. LÍFSFYLLING Sennilega finnst þér ekki auðvelt að gera kröf- ur fyrir þína hönd. Sennilega hugsar þú fyrst um þarfir annarra áður en þú hugsar um þínar eigin þarfir. Sennilega ertu í vafa um hvaða rétt þú hefur til að gera kröfur og verður óörugg þegar þú finnur til sterkrar löngunar til að ætl- ast til þess að maki þinn virði þig sem kynveru ekki síður en eiginkonu sem sér um að halda heimili. Getur hugsast að þú hafir sjálf gleymt því að þú ert kynvera í allri ákefðinni að vera góð móðir og húsmóðir? Það hljómar eins og þú gerir ekki mikið fyrir sjálfa þig, hafir sett sjálfa þig í geymslu og ætlir að taka þig fram og fara að njóta lífsins þegar þinn tími kemur. Sþurningin er bara: Hvenær kemur hann? Kynlíf ykkar, sem f upphafi var spennandi og fullnægjandi, hefur þróast í vanabundinn farveg, tapað spenningi og er löngu orðið hlut- ur sem bara tilheyrir hjónabandinu. Vani. Það þarf að rækta spennuna, virðinguna, löngun- ina. Markmiðið með kynlífi er ekki bara kyn- ferðisleg fullnæging heldur ekki síður lostafull tjáning á gagnkvæmri virðingu og ást. Skila- boð til ástkonunnar/elskhugans um hversu dýrmætur hún/hann er. Ég ráðlegg ykkur að setjast niður og ræða kynlíf ykkar og líf almennt og rifja upp kynlífið á fyrsta sambúðarárinu. Reyndu að komast yfir feimnina og helltu þér út í að njóta þess sem þú kunnir að njóta í þá daga. Ræktið par- sambandið og látið börnin víkja um stund. Far- ið saman í sumarbústað, á hótel eða til út- landa, án barnanna og verið góð við hvort anna^' Gangi ykkur vel, Sigtryggur. / 'ftttfíLDS F'öRÚR MÍoLK G,R£-ÍajA FR'fí HíLFR bfí Afl- ÞyK/ú'R ofaj 'OTTiST HLEyP ÓL'R Ki/a/J- fJAFri tó'lu- 6KST. trúaK / \JoTP > -| C>F(kKJÍ CtEi SLfl- /X/A/ ' > \f U PRiK 5tiTf\/R LÚR(\ 'f\ . / > i/ / / GSit-fl PRi5A«. TÓ/Va/ TiTi'tL S'AK tr » y > >■ U AiflT- ÓuRTi^ BEiT/X l \f > V OFWM AVdMr- i rJ 3 > \J VflRÐ- fíNDi SA^a- smoí H Fk<bT~ i M\J > U/v\~ FFPm y F i Z J y to 7 Ffl- T&KR Lausnarorð í síðasta blaði 1-5: MATAR 9. TBL.1992 VIKAN 53

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.