Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 40
SUNNA
ER
ENNÞA
TIL
Frh. af bls 10
AIR VIKING GERT ÓKLEIFT AÐ STARFA
Þessi viðskipti reyndust kaupendunum
mjög hagstæð, en af undarlegum ástæð-
um og vegna einkennilegra afskipta
Seðlabankans af viðskiptum fyrirtækisins
við viðskiptabanka sína var okkur gert
ókleift að starfa. En geta má þess, að sá
sem stjórnaði þessum aðgerðum úr
Seðlabankanum var aðstoðarbankastjóri,
sem jafnframt var þá í stjórn Flugleiða.
Það er fyrirkomulag, sem ekki er vitað til
að tíðkist fyrir norðan Sahara!
Við gáfum launþegasamtökunum 30
prósenta afslátt af öllum orlofsferðum og
hafði slíkt ekki þekkst áður. Sóknarkonan
gat farið í þriggja vikna ferð til Mallorca
fyrir mánaðarlaunin sín og haft vasapen-
inga afgangs. Það er mjög líklegt, að ein-
hverjum öflum í þjóðfélaginu hafi þótt
þessi starfsemi okkar óþörf.
Sem dæmi um ofsóknirnar á þessu
sviði má nefna að þegar átti að kæra
þessi viðskipti og kalla á umsögn
saksóknara, þá úrskurðaði Þórður
Björnsson ríkissaksóknari að ef ætti að
gera athugasemdir við okkar banka-
viðskipti, þyrfti líka að gera athugasemd-
ir við viðskipti Toyota-umboðsins og
Hagkaups og þau lentu óvart inni í að-
förinni og rannsókninni. Þau fengu að lifa
vegna þess að samkeppnisaðilar þeirra
áttu engan fulltrúa í bankastjórn Seðla-
bankans og þau hafa líka spjarað sig
mjög vel. Það er engin spurning að ef við
hefðum fengið að starfa áfram hefðum
við getað lifað jafn vel og þessi ágætu
fyrirtæki.
- Hér áður fyrr voru tveir risar á
markaðinum, Sunna og Útsýn, og þið
Ingólfur Guðbrandsson voru pólarnir tveir
í sólarlandaferðunum. Síðan hefur geng-
ið á ýmsu hjá ykkur, gömlu keppinaut-
unum. Var mikil harka í samkeppni ykkar
á þessum tíma?
- Nei, nei, það var nú ekki. Við Ingólfur
áttum oft ágætt samstarf og leigðum
jafnvel saman flugvélar. Það var ekki
mikil harka í þessu í raunveruleikanum,
ég held að þetta hafi aðallega verið eins
og með þorskastríðið, það var fyrst og
fremst háð í fjölmiðlunum.
- Ferðaskrifstofukóngar svokallaðir
þykja oft dálítið skrautlegir. Eru þeir ein-
hver sérstök manngerð?
- Það held ég að sé af og frá, segir
Guðni og brosir í kampinn. Sjálfur er ég
ósköp hógvær og vil engum illt gera. Ég
er alinn upp í KFUM hjá séra Friðrik,
sem fermdi mig og kenndi mér latínu og
sögu undir skóla. Vonandi bý ég enn að
áhrifum og siðaboðskap hans.
ENN RÍKJA EINOKUNARHRINGAR
- Nú ertu aftur kominn í leiguflug, í
samkeppni við sterka aðila. Rekstu enn
á sömu veggi og fyrr?
- Já, það er ekki hægt að neita því að
Eyjólfur hefur ekkert hresst. Það er nú
þannig með þessa frjálsræðispostula í
okkar þjóðfélagi að frjálsræðið er ofar-
lega á dagskrá fyrir kosningar en þar fyrir
utan er hagsmunagæslan á fullu í kerf-
inu. Og hún er svo svæsin að sem dæmi
má nefna að á síðasta ári stofnuðum við
íslenska ferðaskrifstofu í Brelandi, lce-
land Airtours. Þessi ferðaskrifstofa er
breskt fyrirtæki. Við vorum að markaðs-
setja vetrarferðir til íslands, en þarna er
mikill markaður fyrir stuttar ferðir, um
helgar eða í miðri viku. Þessi markaður
er um 8000-9000 Bretar yfir veturinn,
þegar hótelin standa tóm og leigubílar
híma eins og hross í höm. En við fengum
ekki leyfi til að flytja þetta fólk til landsins,
því að það átti ekki að fara um loftsins
vegu með réttum aðilum.
Enn ríkja í þessu þjóðfélagi einokun-
arhringar sem standa í þeirri trú, að
himnafaðirinn hafi úthlutað þeim einum
umferðarrétti um loftin blá og jafnvel um
úthöfin líka. En séra Friðrik kenndi mér í
KFUM að allir væru jafnir fyrir himna-
föðumum og ég stend ennþá í þeirri
barnatrú.
Hins vegar höfum við með starfsemi
okkar veitt Flugleiðum mikla samkeppni.
Sannleikurinn er nefnilega sá að þótt
allar þjóðir sem við íslendingar fljúgum til
geti fengið leyfi til að fljúga hingað,
samkvæmt loftferðasamningum, þá hafa
þær bara einfaldlega ekki áhuga á því.
Bretar flugu hingað með British Air-
ways fyrir allmörgum árum en hættu við
það. Sama er að segja um Lufthansa,
þeir fljúga eina eða tvær ferðir í viku
hingað yfir hásumarið með þá Þjóðverja
sem vilja ekki fara upp í loftin nema í
þýskri vél. SAS er eina erlenda félagið
sem flýgur hingað tvisvar til þrisvar í viku
og þeir gera það kannski fyrst og fremst
af skandinavískri þrákelkni.
Markaðurinn hér er nefnilega svo lítill
að það borgar sig ekki fyrir þessa stóru
risa að setja hann inn í tölvurnar. Þess
vegna verður alltaf íslensk einokun,
meira og minna sjálfkrafa, á flugi milli
íslands og annarra landa. Sú hætta sem
menn eru að tala um frá útlendri sam-
keppni er óraunhæf. Hins vegar þarf að
vera íslensk samkeppni og ég hætti til
þess bæði starfi og fjármunum að hafa
íslenska samkeppni í loftinu.
Starfsemi okkar er öllum almenningi til
góða, ef við lítum á alla þá verðlækkun
sem hún hefur í för með sér í fluginu.
Gallinn er bara sá að um leið og okkur er
bannað að fljúga, frá hausti til vors, þá
hækka Flugleiðir fargjöld sín aftur. ísland
hefur þá sérstöðu meðal allra þjóða að
það er dýrast að fljúga á „dauða tím-
anum”, þegar t.d. verðið milli Bretlands
og Spánar er þriðjungur af sumarverði.
Hér er þetta öfugt, - vegna samkeppni
okkar.
ÞAÐ ERU BARA ÁTTHAGAFJÖTRAR
- Við getum sem sagt lækkað ferða-
kostnað til útlanda?
- Já, við höfum sýnt það svart á hvítu.
Samt erum við að selja þessa ódýru
farmiða okkar á svipuðu verði og tíðkast
í Evrópu. Fargjöld okkar til London eru
ósköp svipuð og fargjöld í leiguflugi milli
London og Rómaborgar, svo dæmi sé
tekið af hliðstæðri vegalengd.
íslendingar hafa meiri þörf en flestar
aðrar þjóðir fyrir þá tilbreytingu að geta
ferðast milli landa með skikkanlegum
hætti. Fólk vinnur hér oft tvöfaldan vinnu-
dag og við erum þannig í sveit sett að við
eigum enga aðra möguleika sem heitið
getur til að ferðast til annarra landa. Við
getum ekki farið upp í járnbrautarlest eða
bíl og ekið til næsta lands.
Mér finnst það alls ekki forsvaranlegt
af stjórnvöldum í þessu landi að ætla að
vernda einokunarsjónarmiðið gegn hags-
munum almennings í þessu efni. Ef á
annað borð á að veita einhverjum einka-
leyfi á að flytja fólk milli íslands og ann-
arra landa þá held ég að ekki sé nema
ein sanngjörn lausn á því, - þ.e. að þessi
starfsemi sé í almenningseign og þjón-
ustan sé seld á kostnaðarverði. Það á
hins vegar ekki að afhenda einstakling-
um og einokunarhringum úti í bæ einka-
leyfi til að flytja fólk milli landa. Það eru
bara átthagafjötrar.
- Ég ætlaði einmitt að spyrja þig um
stefnuna í flugmálum og hvað þú myndir
gera ef þú værir samgönguráðherra. Þú
ert líklega búinn að svara þessu ...
- Já, það held ég, en allir samgöngu-
ráðherrar sem ég man eftir hafa verið
haldnir af tregðulögmáli í frelsisátt í
þessum efnum. Ég veit ekki hvers
vegna. Einn ágætur samgönguráðherra
var eitt sinn spurður í blaðaviðtali hvort
það væri eðlilegt að á sama tíma og
hann væri að hefta starfsemi okkar í loft-
flutningum væri hann að þiggja ferðir til
Karíbahafseyjanna og víðar hjá keppi-
nautum eins og Flugleiðum. Svar þessa
ráðherra var mjög einfalt: „Ég held ég sé
nú búinn að vinna fyrir því!”
En við erum nú blessunarlega, vona
ég, að komast inn í samfélag siðaðra
þjóða í þessum efnum. Við erum að gera
breytta loftferðasamninga við hverja
40 VIKAN 9. TBL. 1992