Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 39
þessa plötu sem er þriðja
breiðskífan hans. Það hefur
gengið mjög vel að koma Vin-
um Dóra á framfæri og um
miðjan mars komu þeir fram á
einni virtustu tónlistarhátíð
heimsins, South by South-
west, í borginni Austin í
Texasfylki. Þar spiluðu sjötíu
hljómsveitir en þess má geta
að þær voru valdar úr níu þús-
und hljómsveitum sem sóttu
um og mjög gleðilegt að Vinir
Dóra skyldu vera meðal útval-
inna.
Einnig verður á dagskránni
önnur breiðskífa Sororicide og
svo gefum við væntanlega út
plötu með klassískum píanó-
leik Jónasar Sen. Klassískri
útgáfu á íslandi er annars stór-
lega ábótavant og alveg hreint
með ólíkindum metnaðarleys-
ið sem tröllriðið hefur þeim
geira tónlistarlífsins. Mér
finnst alveg stórfurðulegt að
Sinfónían skuli ekki hafa leikið
fleiri íslensk verk inn á geisla-
diska.
Annað sem er í bígerð er
plata sem við Ragnhildur Gísla-
dóttir ætlum að vinnas saman
í sumar, tónlistin úr Börnum
náttúrunnar og safnplata með
ungum þungarokkssveitum.
Ennfremur er ég með ýmsar
athyglisverðar hljómsveitir í
sigtinu og aðra aðila í tónlist-
arlífinu, sem ég vonast eftir að
geta starfað með en ekki er
hægt að nafngreina að svo
stöddu."
GÓÐIR TÍMAR
í TÓNLIST
Platonic Records hefur þegar
samið um dreifingu á plötum
Pinetop Perkins í Bretlandi og
Þýskalandi og allar líkur eru á
að Bandaríkin og Japan fylgi í
kjölfarið. Verið er að vinna að
dreifingu á Sororicide í Bret-
landi og Þýskalandi.
„Nokkur fyrirtæki hafa sýnt
tónlistinni úr Börnum náttúr-
unnar áhuga og ég er núna að
vega og meta þau tilboð. Ég
held að það sé ekkert mál að
koma allri þessari tónlist á
framfæri erlendis. Núna eru
góðir tímar í tónlist og ein-
hvern veginn virðist það vera
svo að í upphafi hvers áratug-
ar gerist eitthvað nýtt og
spennandi. Jafnframt sýnist
vera viss lægð í gangi um
miðjan hvern áratug; ’65 yfir-
tóku bisnessmennirnir rokkið
og poppið, í kringum 75 kom
diskóið, ’85 fóru endurskoð-
endurnir og viöskiptafræðing-
arnir að rekja hljómplötufyrir-
tækin með öllum þeim hörm-
ungum sem því fylgdi.
Nú hefur þetta ástand varað
I sjö til átta ár og afleiðingin er
10-15 prósent hrun í plötu-
sölu. Þetta hefur þær afleið-
ingar að menn þora ekki leng-
ur að taka áhættu, þora ekki
að gera mistök. Hljómsveitir
mega til dæmis ekki lengur
gera góða fyrstu plötu, síðan
tvær slæmar og svo þá fjórðu
sem kannski er meistaraverk.
Um þetta höfum við dæmi og
hjá sumum hljómsveitum hef-
ur þetta verið eðlilegur þróun-
arferill. Söluhugsunin hefur
heltekið þennan bransa og
það er sjúklegt ástand. Menn
og hljómsveitir eru miskunnar-
laust reknar frá fyrirtækjum ef
ekki selst.”
JAKKA-, FRAKKA-
OG BUXNAVASAR
Yfirbyggingin á Platonic
Records er ekki mikil og Hilmar
Örn var fljótur að svara spurn-
ingu þar að lútandi.
„Bókhaldið er í jakka- og
frakkavösunum mínum og
stundum það sem verra er, í
buxnavösunum en buxurnar
vilja stundum fara í þvott og þá
er ég í vondum málum! Þetta
er nú öll skrifstofuaðstaðan
mín,“ segir Hilmar kíminn en
bætir við: „Mér líkar best að
■Ég held að það
sé ekkert mál að
koma allri þessari
tónlist á framfæri
erlendis.
vera á ferðinni og held ég
myndi deyja ef ég væri tjóðr-
aður við skrifborð!”
Eins og kom fram í inngangi
fékk Hilmar Örn Felix-verð-
launin fyrir tónlist sína í kvik-
myndinni Börn náttúrunnar
sem var tilnefnd til óskarsverð-
launa ekki alls fyrir löngu.
Hvaða áhrif skyldi útnefningin
hafa?
„Þetta er eiginlega bein við-
bót við Felix-verðlaunin sem
eru ung verðlaun en verða að
öllum líkindum orðin mjög
sterk eftir tvö til þrjú ár. Ég
verð að viðurkenna að ég hef
fengið töluverða athygli vegna
Felixins en áhrif óskarstilnefn-
ingarinnar eru margföld miðað
við Felixinn. Óskarinn er eigin-
iega eins konar listræn banka-
innistæða, maður verður
númer,” sagði Hilmar Örn að
lokum. □
ÞU HITTIR
MARK MEÐ
ASTOR
VORLITUNUM!
ytfargaref
s/or