Vikan - 30.04.1992, Side 44
SMÁSAGA EFTIR ODD SIGURÐSSON:
Sálfræöingurinn rétti ungu
stúlkunni höndina. - Þú
ert Anna, er ekki svo?
Hún tók lauslega í hönd hans
án þess aö líta framan í hann.
- Jú, ég er Anna, svaraöi hún
dauflega. Hann benti jakka-
klæddum fylgdarmönnum
hennar aö fara fram á ganginn.
- Ég er Margeir eins og þú
kannski veist. Hann reyndi að
hljóma glaðlega þegar hann
talaöi til hennar. - Gjörðu svo
vel aö fá þér sæti. Hann benti
henni á stól viö skrifborðið. -
Ég þarf aö skreppa aðeins
fram og sjá hvort skýrslan þín
er ekki komin. Láttu bara fara
vel um þig á meðan.
Anna settist hljóðlega niður
í mjúkan stólinn. Á fasi hennar
og útliti mátti sjá hversu niður-
dregin hún var. Andlitið var
skjannahvítt, með áberandi
dökkum baugum undir skær-
bláum augunum. Tinnusvart
hárið féll líflaust niður á axlirn-
ar og virkaði sem sorgarslæða
yfir grönnum líkama hennar.
Hún renndi frá snjáðum leður-
jakkanum og teygði fæturna
örlítið fram. Augu hennar
hvörfluðu hlutlaust um stofuna
uns þau staðnæmdust á litlu
borði í einu horni stofunnar.
Yfirfuli kubbagryfjan í miðju
borðinu og áfastir barnastól-
arnir í kring gáfu til kynna að
gestir sálfræðingsins væru á
ýmsum aldri. Augu hennar
fylltust tárum sem byrgðu
henni sýn.
Bara að þið hefðuð haft vit á
því að koma með mig hingað
þegar ég var lítil og þurfti þess
mest með. Eins og alltaf
reyndist allt sem þið töluðuð
um og að mér sneri orðin tóm.
Þessar hugsanir komu henni
til að hágráta. - Ef þið hefðuö
bara gefið mér örlítið af ykkar
dýrmæta tíma, kjökraði hún,
þá hefði litla barnið mitt aldrei
þurft að líta þennan miskunn-
arlausa heim.
Margeir lagði hendurnar
blíðlega á axlir hennar. -
Svona vina, reyndu nú að
slaka örlítið á. Við verðum að
geta talað saman svo ég sjái
hvaö ég get gert fyrir þig.
Grátur Önnu varð tregafyllri.
Enginn hafði talað svona blíð-
lega til hennar síðan kvöldið
hræðilega. Hann rétti henni
klút til að þurrka útgrátið and-
litið. - Hvað varst þú gömul,
Anna mín, þegar þú fórst að
heiman? Anna þurrkaði sér
um augun og leit nú í fyrsta
sinn beint framan í Margeir.
Hann var miklu yngri en hún
hafði gert sér í hugarlund. Vel
klippt, Ijóst hárið, dökk skegg-
rót og augabrýr og þessi
brúnu, glaðlegu augu sem
horfðu svo sþyrjandi á hana.
Það var eitthvað við þennan
mann sem fyllti hana trausti og
löngun til að segja alla sög-
una.
Hún hallaði sér aftur I stóln-
um og byrjaði frekar óstyrk að
tala. Svo var eins og minning-
arnar tækju hana á sitt vald og
færðu hana frá raunveruleika
líðandi stundar.
- Pabbi minn drukknaöi
áður en ég fæddist svo ég fékk
aldrei að kynnast honum, ekki
einu sinni legsteinn eða nokk-
ur hlutur getur fært mig nálægt
honum, eins mikið og ég hef
alltaf þráð það. Ég er viss um
að hann pabbi minn var góður
maður. Hún þagði stundarkorn
og starði í kjöltu sér. - Ég var
þriggja ára þegar mamma
kynntist stjúpa mínum. Það
kom sérkennileg gretta á and-
lit hennar. - Ég man svo sem
ekkert misjafnt um hann fyrstu
tvö árin og hann var mér svo
góður að mér leið eins og þar
ætti ég virkilega góðan að
enda laðaðist ég mjög að
honum. Hann sýndi mér ekki
hvaða mann hann hafði að
geyma fyrr en ég var orðin
fimm ára og yngri systkini
mín voru fædd. Þá var eins og
hann geröi í því að sýna mér
að ég væri ekki dóttir hans.
Anna tók sér stund til að
berja niður viðbjóðinn og átök-
in sem áttu sér stað innra með
henni. - Hvernig gerði hann
þér það skiljanlegt? spurði
Margeir ofur varlega til að
styggja hana ekki.
- Ég held að hann hafi verið
sérfræðingur í þvf hvernig
best væri að hafa mig á valdi
sínu. Hann lék sér mikið við
yngri systkini mín og lét sér
mjög annt um þau. Ég fékk
ekki að taka neinn þátt í leikj-
um þeirra, varð bara að sitja
álengdar og fylgjast með. Ég
gat ekki skilið þessi umskipti
og þannig gekk þetta um tíma.
Ég þoldi ekki hvað systkini
mín fengu mikla athygli svo ég
grenjaði í sífellu utan í
mömmu en hún reyndi ekkert
til að bæta mér upþ þann missi
sem hún hefði átt að sjá að ég
hafði orðið fyrir. Hún varð pirr-
uð og afundin og vildi ekkert
skipta sér af þessu. Ég held
reyndar núna að hún hafi ekki
þorað að segja neitt við hann
vegna þess að hann barði
hana af minnsta tilefni.
Svo var það einn daginn að
mamma þurfti að fara með
systkini mín í læknisskoðun.
Stjúpi minn var heima eins og
svo oft og það var því ákveðið
að ég færi ekki með, ég hefði
ekkert til læknis að gera. Ég
hljóþ grátandi inn I herbergið
mitt og þar lá ég þegar stjúpi
minn byrjaði að leika þann leik
sem með tfmanum eitraði allt
mitt líf. Ég man það svo vel
þegar hann settist á rúmið mitt
og hallaði sér að mér. Andar-
dráttur hans var súr og ang-
andi af sígarettum og brenni-
víni. Hann kyssti mig þannig
að ég varð öll blaut á kinninni.
Ég þurrkaði mér ákaft með lóf-
anum og settist upp. Þetta
hafði hann aldrei gert áður.
Hann talaði blíðlega til mín og
ég þáði það með þökkum þar
sem hann hafði ekki veitt mér
neina athygli í langan tima.
Anna þerraði tárin sem
runnu niöur kinnar hennar.
Það kom reiðisvipur á andlitið.
- Bara að ég hefði ekki verið
svona lítil og vitlaus aö falla í
þessa gildru hans, stundi hún
svekkt. - Þú ert uppáhalds
stelpan mín, sagöi hann og
tók mig upp og setti mig á hné
sér. Hann kyssti mig öðrum
blautum kossi á kinnina. -
Þess vegna kyssi ég þig
svona, sagði hann og þrýsti
mér svo fast að sér að mér lá
við köfnun. - Mamma þfn má
ekki vita hvað ég er góður við
þig, þú skalt ekki segja henni
frá því, þá bannar hún mér að
vera pabbi þinn.
Ég sagði mömmu ekkert frá
þessu þar sem ég var svo
hrædd um að missa hann. Ég
vissi ekki að þetta væri neitt
rangt, þess vegna varöveitti
ég þetta sem leyndarmál milli
mín og hans, þar til einu sinni.
Stjúþi minn hafði haldið
uppteknum hætti í einhvern
tíma án þess að meiða mig.
Hann notaði hvert tækifæri
sem honum bauðst til að vera
einn með mér. Mamma fór að
vinna f sjoppu á kvöldin og
hann sá um okkur krakkana.
Aðstæðurnar gátu ekki orðið
betri fyrir hann að þjóna þessu
ógeðslega óeðli sínu enda fór
svo að hann meiddi mig á milli
fótanna með fingrinum. Ég
hljóöaði af kvölum svo hann
hætti og virtist verða hræddur.
Mér var illt þegar hann leiddi
mig inn í stofuna og sagði mér
að hætta að grenja og horfa á
sjónvarpið. Hann æddi fram
og aftur án þess að segja orð.
Ég varð enn hræddari við
hann þar sem ég hafði aldrei
séð hann svona áður. Nú
grenjaði ég mun hærra en fyrr
44 VIKAN 9. TBL. 1992