Vikan


Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 43

Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 43
HUGARORAR HALLGERÐAR SUNDLAUG MEÐ MEIRU FERMINGARGJÖF Vá, þaö er sko á hreinu að ég sæki um í kvennaathvarfinu fljót- lega og þá fá allir hér í Hrafna- nesinu meiri háttar kast, vona ég. Málið er að ég sé svo inni- lega hvað þessu liði er ilia við mig. Pælið í því, ég var bara rétt að benda þessum álftum á að það bara gengur ekki að gefa heila sundlaug með meiru í fermingargjöf. Glætan, eins og þessi ömurlegi þrettán ára ofdekraði litli Ijótur, sem öllu ræður hérna heima, eigi bara aö eignast allt hverfið þó það verði að fresta ferming- unni hans til annars í hvíta- sunnu. Eins og Bubbi, þessi þrettán ára ormur, geti ekki al- veg eins synt í eldhúsvaskin- um. Það er pabbi, þessi lúmski blöðruselur, sem ætlar að synda sjálfur í lauginni til að getað veifað öllum gellunum hér I kring. Er guttinn kynóð- ur? Já, og rúmlega það verð ég að segja. Mamma, þetta fertuga gamalmenni, er náttúrlega í fullkomu kasti. Hún neitar að kaupa sundlaugina nema hjól- hýsi með sturtu og öllum græj- um fylgi með henni. Maður veit svo innilega hvað hún ætlar að gera við þetta hjólhýsi. Hún ætlar að „spæja", það sjá allir. Glæta, þetta sett er rólega að fara með það litla sem eftir er af geðheilsu minni enda má segja að þetta vesen á þeim sé eins og hvert annað and- legt ofbeldi. Rosalega er annars sumt fólk ósmekklegt. Ég meina það á bara að eignast allt. Ég skil ekki af hverju þau gátu ekki farið að ráðum mínum og gefið þessum freka fermingar- hlunk bara sumarbústað í fermingargjöf, þá hefðum við getað haft það svo rosalega rólegt hérna heima. Svona fermingargengi sýnir enga stillingu. Eins og Bubbi, þessi gjörspillti metralangi „big boy red head“, eigi bara að kom- ast upp með allt. Glæta. Það varð að sérsauma á hann fermingargallann og nota má segja allt rautt flauel sem fannst í húsinu á hlunkinn, svo rosaleg fyrirferð er á þessum níutíu kílóa bolta. Meira að segja varð ég að splæsa gard- ínunum mínum á rassinn á honum og rúmteppinu í vestið hans. Svo á að fara að gefa gaurnum bara má segja allt úr sparibauk fjölskyldunnar til að splæsa í heilt vaskafat hérna á lóðinni. Allt gert á meðan ég er látin fara í strætó með hálfa blöðru á hægri stórutá í laug- arnar og öllum finnst það ókey. Það elskar mig örugglega enginn. Það sjá allir að ég verð að splæsa I kút ef ég á ekki aö drukkna út af þessu með blöðrurnar. Við skulum bara athuga að þegar ég ráðlagði Jóu vinkonu aö grafa hamstrana sína í garðinum hjá sér, þegar þeir dóu allir skyndilega, þá breytt- ist allt með sundlaugarmálin þeirra. Það fékk allt liðið heima hjá henni velgju þegar pabbi hennar ætlaði að búa til svona partípott I miðjum garðinum. Vinurinn bara hætti við enda má segja að alla heima hjá Jóu hafi dreymt á hverri nóttu svona rosalega stóra hamstra vera að synda yfir sig á svaka- legu skriðsundi. Glæta. Það vöknuðu allir tístandi. Gott að enginn beit bara. Vá. Pælið I því. Vonandi verð ég uppgötv- uð fljótlega. Hann gæti alveg eins synt í eldhús- vaskinum. $ SUZUKI --*/M---------- SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 • SÍMI 685100 9. TBL.1992 VIKAN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.