Vikan


Vikan - 30.04.1992, Síða 71

Vikan - 30.04.1992, Síða 71
► Philippe Cornu framkvæmdastjóri snyrtivörudeildar Lancaster Group fyrirtækjasam- steypunnar ásamt Ingrid Halldórsson og Ester Óttarrs- dótturá glæsilegri kynningu fyrir- tækisins sem haldin var á Holi- day Inn hótelinu. UÓSM.: ÞORSTEINN ERLINGSSON SNYRTIVÖRUKYNNING HJÁ ÍSFLEX HF. ÞEGAR VORIÐ KEMUR OG SOLIN SKIN Itilefni af komu hr. Philippe Cornu, framkvæmdastjóra snyrtivörudeildar Lancast- er Group fyrirtækjasamsteyp- unnar, buöu forráðamenn fyrirtækisins ísflex hf. til kynn- ingar á þeim vörum sem þaö flytur inn frá Lancaster Group og var aöaláherslan lögð á vorlínu föröunarvaranna frá Lancaster og Jil Sander ásamt ýmsum kremum í sömu vöru- merkjum. Einnig voru kynntar margar vörunýjungar til nota í sambandi við sólböö og gegn skemmandi áhrifum sólarinnar á húöina, en gott er aö fara aö kynna sér þær þar sem sumarið er á næsta leiti. Philippe Cornu hefur komiö áður hingað til lands til aö kynna Lancastervörurnar en nú var hann einnig aö kynna vörur frá Jil Sander. Það á ræt- ur sínar aö rekja til þess að Jil Sander Cosmetics ásamt Parfums Joop, Monteil, Bogner, Davidoff Parfums, Chopard tilheyra nú hinni vold- ugu Lancaster-samsteypu. Ennfremur má nefna aö Marg- aret Astor og Adidas snyrti- vöruframleiðendurnir eru í eigu sömu aöila en eru aö- skildir frá Lancaster-sam- steypunni. I máli herra Cornu kom fram að frá og með júlí á þessu ári mun ísflex hf. taka aö sér inn- flutning og dreifingu á Davidoff herravörunum sem eru í háum gæðaflokki. Þess má geta aö eigendur að ísflex hf. eru hjónin Óttarr A. Halldórsson og Ingrid Hall- dórsson. Ingrid og Ester, sem er dóttir þeirra hjóna og jafn- framt sölustjóri Lancaster hjá fyrirtækinu, sáu um að stjórna þessari kynningu sem var hin glæsilegasta í alla staöi. □ SIGURBOGINN NÝ SNYRTIVÖRUVERSLUN Sigurboginn heitir ný snyrti- vöruverslun sem opnuö hefur verið að Laugavegi 80 í Reykjavík. Þar eru á boðstól- um ýmiss konar gjafavörur bæði fyrir dömur og herra, auk snyrtivara frá heimsþekktum framleiöendum. Lögö veröur áhersla á faglega og persónu- lega þjónustu og mun Gréta Boöa snyrtifræðingur veröa reglulega í versluninni til þess aö gefa viðskiptavinum góð ráö. T Ámynd- inni eru þær Karen Jóhannes- dóttir versl- unarstjóri og Fríða Einarsdótt- ir sölumað- ur. NAGLAHERÐIR Marbert-snyrtivörurnar eiga sér lengri sögu á meginlandi Evrópu en þær eiga hérlendis, en nú er rétt ár síðan þær komu fyrst á íslenskan markað. Nýveriö hafa ýmsar líkams- vörur bæst í hópinn og má í því sambandi til dæmis nefna háreyðandi krem og hand- áburö. „Hair Remover Cream" frá Marbert eyðir hárunum á snyrtilegan hátt og virkar fljótt og vel. Kremiö inniheldur calcium thioglycolate sem eyðir að hluta til hornefninu úr hárinu og veldur því aö þaö losnar auðveldar. Ýmsar olíur, sem í kreminu eru, mýkja síð- an og næra húðina. Nýi handáburðurinn, „Moist- ure Hand Crearn", er talinn einkar rakagefandi og mýkir og græðir húðina. Áburðurinn veitir vörn gegn ytri áreitum og kemur í veg fyrir myndun brúnna bletta. MARBERT - PROFUTURA VERÐLAUNAÐ Profutura-kremið frá Marbert hefur nú verið valið til sýningar í Vísinda- og tæknisafninu í Mílanó á Ítalíu, en kremið kom á markað fyrir rúmu ári. Ástæðan fyrir þessari viður- kenningu er fyrst og fremst sú að flutningakerfið Neonparts, sem kremið inniheldur, er ný leið til þess að koma virkum efnum inn í húðina á áhrifarík- an hátt. Fullyrt er að Neon- parts flytji 30 sinnum meira af A- og E-vítamínum inn í húðina en öðrum kerfum er kleift. Þess má geta að þær vörur sem koma til greina til sýning- ar í Vísinda- og tæknisafninu verða að teljast byltingar- kenndar og einstakar í sínum flokki. Sýningin á Profutura þýðir að stórkostlegur árangur hefur náðst og er hún mikill heiður fyrir Marbert og snyrti- vöruiðnaðinn í heild. Hann hefur nú hlotið vísindalega viðurkenningu en það er nokk- uð sem á til að gleymast í um- ræðunni þegar snyrtivörur eiga i hlut.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.