Vikan - 30.04.1992, Síða 54
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR BRÉFIFRÁ LESANDA
SÁLRÆN SJÓNARMIÐ
Kæra Jóna Rúna!
Ég á son sem verður bráðum fjögurra ára.
Hann er frekar viðkvæmur krakki og skyggn þar
að auki. Við mamma hans erum nokkuð
áhyggjufull út af því hvað strákurlnn er sér-
kennilegur. Hann er það sem kallað er dgl-
rænn, höldum við. Það er kannski rétt að geta
þess að við erum mjög trúuð og tilheyrum trú-
arsamfélagi sem bannar allt samneyti við
látna. Vandi okkar gagnvart stráknum er því
nokkuð margþættur og okkur datt I hug að þú
værir kannski líkleg til að geta uppfrætt okkur
eitthvað um hvernig við getum snúið okkur,
annars vegar gagnvart greinilegri skyggnigáfu
sonar okkar og hins vegar hvaða stefnu væri
hyggilegast að taka frá trúarlegu sjónarmiði.
Við erum búin að fara með drenginn til lækn-
is sem sagði bara blákalt við okkur að barnið
væri greinilega dulrænt. Það vildi nefnilega
þannig til að rétt á meðan við vorum á stofunni
hjá lækninum fór sonur okkar að gráta og
benda út I eitt hornið. Læknirinn spurði hvað
hann sæi. Drengurinn sagði þá að það væri
kona þarna sem væri með kisu og stóran rauð-
an hatt og hún væri að tala við lækninn.
Lækninum var greinilega brugðið og sagði um
hæl: „Þetta er nú eins og hann sjái mömmu
mína sem dó fyrir fimm árum. “ Eftir að hann
hafði spurt barnið i þaula og okkur líka fengum
við þessa áðursögðu útskýringu, að strákurinn
væri örugglega dutrænn og þess vegna senni-
lega skyggn á þá látnu. Hann sagði jafnframt:
„Það má segja að starfssvið okkar læknanna
sé bundið við það sem gerist hérna megin
grafar og miðast einfaldlega við það sem allir
sjá. “
Svo mörg voru þau orð. Auðvitað, Jóna
Rúna, var okkur á vissan hátt létt. Ég get alveg
viðurkennt að um tíma hélt ég að minnsta kosti
að barnið væri eitthvað afbrigðilegt. Það er
svolítið erfitt fyrir mig að skrifa miðli eins og
þér, en hvað á ég að gera? Barnið mitt er
skyggnt og við foreldrar þess viljum hjálpa þvi
á allan hátt og alls ekki veróa völd að neinum
skaða sem getur orðið hlutskipti drengsins ef
hann fær ekki rétta meðhöndlun, myndi ég
halda.
Er skyggni smábarna algeng? Er vitað til að
dulrænir hæfileikar séu smábörnum hættuleg-
ir? Hvernig getum við veitt honum sem bestan
stuðning? Mér finnst hann oft hræddur þegar
hann sér einhvern sem við sjáum ekki og þá
grætur hann jafnvel af óöryggi. Er þetta eðli-
legt? Við verðum sennilega líka hrædd enda
kannski ekki furða þar sem við erum í gegnum
hann að upplifa eitthvað sem við höfum frekar
fordæmt heldur en eitthvað annað. Er hægt að
taka þessa skyggni af honum? Mamma min
segir að tveir bræður mínir hafi verið svona og
amma mín í móðurætt líka. Við erum virkilega
í vandræðum út af þessu og vonumst sannar-
lega til að þú sjáir aumur á okkur þrátt fyrir mis-
munandi viðhorf okkar til þessara svokölluðu
dulrænu mála. Hvað sem öllu líður eigum við
einmitt svona barn og við verðum að takast
skynsamlega á við þessa staðreynd. Við hjón-
in höfum fylgst með þvi sem þú ert að gera og
finnst eins og þú sért bæði viðsýn og búir yfir
sterkri siðferðiskennd sem er greinilega kristi-
leg.
Ég hef heyrt trúfélaga mína tala um miðla og
aðra álíka eins og um værí að ræða fólk sem
ekki er i lagi. Hvað segir þú, Jóna Rúna ? Erég
heldur hreinskilinn með þvi að koma þessu
að? Ég tek það fram að við hjónin höfum ekki
þessa afstöðu til þín. Vonandi getur þú bætt
einhverju við þessar athugasemdir og svarað
spurningum mínum. Kærar þakkir fyrír og
gangi þér áfram vel i þínu starfi.
Faðir.
Kæri faðir!
Ég þakka þér innilega fyrir mjög gott bréf og verð nú
að segja það að það gleður mig að þú skulir ekki
láta fordóma koma í veg fyrir aö þú leitir meðal ann-
ars ráða hjá mér, þó ég sé miðill. Ég hef meðfæddar
sálrænar gáfur sem mér hefur auðnast að þroska
og þjálfa og einmitt af þvi að ég er sálræn er ég að
bauka þetta hérna á síðum Vikunnar. Það er
kannski rétt að það komi fram að ég bað ekki um
þessar sérgáfur mínar. Ég er bara einfaldlega
svona af Guði gerð. Ég hef raunar yfirleitt afskap-
lega takmarkaðan áhuga á umfjöllun um dularfull
fyrirbrigði þar sem ég upplifi alveg meira en nóg af
þeim dags daglega sjálf. Vissulega verður að viður-
kennast að mögulega hefði einhver víðsýnn prest-
urinn getað greitt götu þína og aukið skilning þinn á
eðli og áhrifum dulargáfna á litla drenginn þinn og
ykkur sem eruð samvistum við hann, hefðir þú snú-
ið þér til hans en ekki mín.
Hvað um það, í mínum viðhorfum nýtur þú þess
í svörum mínum að ég er sálræn eins og drengur-
inn þinn og þjálfun min á sér tuttugu og níu ára for-
sögu. Sjálf er ég þeirrar skoðunar núna að ef ég
hefði ekki verið svo gæfusöm að rækta og hlúa
að þessum sérgáfum mínum frá blautu barnsbeini
þá liði mér ekki eins vel og raun ber vitni. Alfarið hef-
ur siðfræði Jesú Krists verið þungamiðja allrar
minnar viðleitni og sú eina siðfræði sem ég hef
bæði tileinkað mér og kynnt mér nokkuð ítarlega. Ef
ég hefði ekki valið þessa leið til aukins skilnings og
mögulegs andlegs þroska væri ég kannski sjálf eins
og þú að skrifa einhverjum sem ég héldi að vissi
betur en ég hvernig farsælast væri að rækta og hlúa
að þessum sérstöku sálrænugáfum. Hvað sem þvi
líður látum við ekki fordóma og hvers kyns önnur
sjónarmið draga úr möguleikum ráða minna til þín,
ásamt leiðsögn fyrir þig og konu þína, hugsaða til
að auövelda ykkur að þessu sérstaka leyti að gera
skyldu ykkar við stráksa. Ég nota til ábendingar og
leiðsagnar hyggjuvit mitt, innsæi og reynsluþekk-
ingu í von um það þetta sameinað verði hvati að
auknum skilningi þínum og þinna á því sem er yfir-
skilvitlegt.
DULARGÁFUR OG TRÚARLEG VIÐHORF
Það er nokkuð víst að það hefur ekkert með trúarleg
viðhorf að gera hverjir fæða af sér einstaklinga sem
eru sálrænir, eins og þið hjónin hafið reyndar upp-
götvað sem betur fer. Þegar við íhugum trúmál og
þá sér i lagi kristnina kemur skýrt fram i fagnaðar-
boðskap Jesú aö við lifum líkamsdauðann og okkar
bíða vistarverur í samfélagi við Drottin - samanber
orð Krists á krossinum við ræningjann þegar hann
fullvissaði hann um að þeir myndu þennan sama
dag hittast í himnaríki þrátt fyrir krossfestinguna
sem væri á því augnablikinu að deyða líkama
þeirra. Eins talaði Jesús um að í húsi föðurins væru
margar vistarverur sem náttúrlega undirstrikar og
ýtir undir tiltrú okkar á annað líf. Hann sagði jafn-
framt eitthvað á þá leið að sá sem tryöi á sig mundi
aldrei að eilífu deyja. Hann trúði á meira líf og marg-
benti á það í gegnum bæði dæmisögur sínar og
önnur atvik.
Hvað varðar andúð á samneyti við látna má
benda á að í Markúsarguðspjalli, minnir mig, fór
Jesús ásamt tveim lærisveinum upp á hátt fjall.
Þarna á fjallinu birtist Jesú að þessum tveim læri-
sveinum ásjáandi löngu látinn spámaður og átti
Kristur tal við þennan látna sþámann og virtist ekki
finnast það rangt. Hitt er svo annað mál að engin
sérstök ástæða er að efla samband við framliðna í
því einu augnamiði að trufla framgang þeirra í ríki
Guðs. Hvað varðar afstöðu trúbræðra ykkar hjóna
er engin ástæða til að efast um að þeir fyrr eða síð-
ar átti sig á að dauðinn er ekki til nema í hugum
eftirlifenda þvi þessir tveir heimar eru eðlilega hvor
inni í öðrum hvað sem öllum fordómum líður.
BIBLÍUTENGD DULÚÐ
Mín skoðun er sú að þegar verið er að lýsa í Biblí-
unni aðdraganda að fæðingu frelsarans sé sú frá-
sögn vægast sagt mjög dulúðug. Hvað eftir annað
birtust svokallaðir englar bæði móður hans og
föður, auk þess sem þeir birtust öðrum. Hvort engl-
54 VIKAN 9. TBL. 1992