Vikan


Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 41

Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 41
þjóðina á fætur annarri. En eins og ég sagði áðan þá er ekki lengra síðan en í fyrravetur, að okkur var bannað að flytja hingað Breta. í engu öðru landi í Evrópu hefði verið reynt að banna það að fljúga með útlenda ferðamenn í tóm hótel, nema kannski framan af vetri í Albaníu, - en það er ekki lengur. Nú eru allar þjóðir að losa sig við einokunarkerfi í loftflutningum og hvað sem íslenskir ráðamenn vilja eða óska þá geta þeir ekki lengur gengið gegn þessari þróun, ef þeir vilja teljast hæfir í samfélagi þjóðanna. - Guðni, þú ert alinn upp i KFUM hjá séra Friðrik, eins og þú minntist á hér áðan. Þú hefur samt orð á þér fyrir að vera dálítill refur í viðskiptum. - Ég held að það séu nú aðallega keppinautarnir sem hafa komið því orði á. Staðreyndin er sú að ég hef lengst af stuðlað að hagstæðum ferðum fyrir fólk og reynt að gera þá tilbreytni og skemmt- un sem utanlandsferðir eru að almenn- ingseign á íslandi. Það er ekki þakkað af öllum og oft hefur maður getað rakið alls konar óþverraskrif í blöðum beint til keppinautanna. FARARSTJÓRI TIL LANDSINS HELGA - Þú varst lengi vel fararstjóri erlendis. Hvernig fararstjóri ertu, að eigin dómi? Hefurðu kannski bjargað þér fyrir horn stundum með ýkjum og smáskreytni, eins og vill loða við leiðsögumenn? - Ég hef aðallega verið fararstjóri á þeim slóðum þar sem ég hef haft úr nógu að moða að segja frá. Langflestar ferðir mínar sem fararstjóra eru til Lands- ins helga og Egyptalands. Sumir hafa farið fjórum eða fimm sinnum með mér í slíkar ferðir svo að ekki hefur því fólki leiðst. Auðvitað eru alltaf einhverjir sem finna að einhverju. Ég minnist þess t.d. að eitt sinn, þegar við áttum hljóða stund í fæðingarkirkjunni í Betlehem, þá fannst einum ferðafélaga mínum ég ekki segja nógu mikið frá. Ég var að vísu búinn að rifja upp helgi staðarins og sögu hans. Ég benti þessum ferðalangi á banda- rískan hóp sem var í fæðingarkirkjunni á sama tíma. Þar var fararstjóri, sem var að fræða fólkið um það hvað foreldrar Jesú hefðu heitið. Ég sagðist telja að ég þyrfti ekki að fræða mitt fólk um það! - En manstu eftir einhverju atviki þar sem þú hefur losað þig úr kvabbi eða leiðindum með dæmigerðri fararstjóra- skreytni? - Já, ég man eftir slíku hér innanlands. Reyndar hef ég afar sjaldan verið far- arstjóri innanlands, en einhverju sinni fyrir mörgum árum fór ég með útlendinga Þingvallahringinn í leiðindaveðri. Þetta voru Bandaríkjamenn og í hópnum var ákaflega ágeng eldri frú sem heimtaði að fá að sjá Heklu, hvað sem það kostaði. Nú, í fyrsta lagi var Hekla ekki í leiðinni og í öðru lagi var þoka. En ég benti „Markaðurinn hér er nefnilega svo lítill að það borgar sig ekki fyrir þessa stóru risa að setja hann inn í tölvurnar." „Gallinn er bara só að um leið og okkur er bannað að fljúga, fra'hausti til vors, þó hækka Flugleiðir fargjöld sín aftur." „Það ó hins vegar ekki að afhenda einstakl- ingum og einokunar- hringum úti í bæ einkaleyfi til að flytja fólk milli landa. Það eru bara ótthaga- fjötrar." „Það er ekkert það til í mannlífinu sem fararstjóri mó ekki búast við að standa frammi fyrir." henni á Ingólfsfjall - og hún var ákaflega ánægð! - Hvernig líður þér annars í starfi far- arstjórans? Liggur þetta fyrir öllum? - Farþegarnir eru náttúrlega ákaflega misjafnlega skemmtilegir, eins og farar- stjórarnir. Ég held að þeir séu margir, sem ekki hafa gaman af því að vera far- arstjóri. Sumt fólk mundi alls ekki njóta sín í því starfi. Fararstjóri þarf að vera ákaflega þolinmóður vegna þess að far- þegar eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Og ef menn eru með mjög ósanngjarnar kröfur reynir stundum á þolinmæðina. Ég held að fararstjórar þurfi umfram allt að vera þolinmótt fólk. Þeir þurfa oft að leysa erfið verkefni, jafnvel tilkynna ferðafélögum sínum dauðsföll náinna ættingja heima á ís- landi, standa yfir fársjúkum farþegum sínum á erlendum sjúkrahúsum, - eða jafnvel við dánarbeð. Það er ekkert það til í mannlífinu sem fararstjóri má ekki búast við að standa frammi fyrir. ENGINN RÍKUR AF FERÐASKRIF- STOFUREKSTRI - Þegar maður lítur yfir feril þinn í ferðabransanum, þar sem gengið hefur á ýmsu, þá vaknar kannski sú spurning, hvort þú sért fjárhættuspilari í eðli þínu, hafir unun af að tefla djarft? - Alls ekki, segir Guðni og er fljótur til svars. - Það er langt frá því. Ég reyni að gera mjög vandaðar áætlanir um alla hluti. - Hvernig stendur á öllum þessum sviptingum á íslenskum ferðamarkaði? Verða menn ríkir af ferðaskrifstofu- rekstri? - Nei, ég veit ekki um neinn sem hefur orðið ríkur af honum, ekki um neinn. Reyndar veit ég ekki hvort sviptingar eru meiri hér en annars staðar í þessari atvinnugrein. Það er hins vegar grund- vallaratriði fyrir þá sem ætla að reka ferðaskrifstofu að þekkja greinina. Þeir verða að þekkja flutningamöguleika og þekkja til þeirra landa sem farþegum er stefnt til. Hér á íslandi eru aðstæður öðruvísi en í öðrum löndum vegna þess að ferða- skrifstofustarfsemi er algjörlega háð loft- flutningum, ef undan er skilin ferjan Norræna. Og eins og kemur fram í ný- egri samþykkt Félags íslenskra ferða- skrifstofa hefur þróunin orðið mjög ískyggileg á einu ári, þar sem þessi eini aðili í loftflutningum á íslandi, sem hefur drottnunarvald á þessu sviði, hefur varið stórfé til að útrýma annarri ferðaskrif- stofustarfsemi. Það er ekkert leyndarmál að Flugleiðir hafa varið í þennan her- kostnað á síðastliðnum sjö árum hátt á fjórða hundrað milljónum króna eða álíka miklu og verið er að reyna að spara í öllu heilsugæslukerfi landsins á einu ári. - Hvað áttu við þegar þú talar um herkostnað? - Það er tapreksturinn á ferðaskrifstofu þeirra, samkvæmt yfirlýsingu þeirra sjálfra. Nú hafa Flugleiðir ellefu ferða- skrifstofur undir sínum hatti og hringurinn fer að þrengjast um þá sem eftir eru. - Hvað rekur menn áfram í ferða- þjónustu og heldur mönnum svo föngn- um, ef svo má segja, í þessari atvinnu- grein? - Það er erfitt að útskýra það. Þetta er mjög lífrænt starf og fjölbreytilegt. Dag- urinn er fljótur að líða. Og það er skemmtilegt að skapa ánægjulegar stundir fyrir fólk í ferðalögum, þegar það tekst. - Fjölskylda þín hefur verið með þér í þessu, er ekki svo? - Jú, oftast nær hafa einhverjir úr fjöl- skyldunni verið starfandi hjá mér. - Er hún smituð af bakteríunni? - Ég geri ráð fyrir því, segir Guðni og brosir breitt. - Hins vegar er þessi starf- semi hér byggð upp allt öðruvísi en áður í ferðaskrifstofurekstri mínum. Við byggj- um þetta upp á lágmarksálagningu og beinni sölu. Við erum ekki með umboðs- mannakerfi sem heitið getur. Þetta er bein sala og tölvuvinnsla út í gegn. Yfir háannatímann starfa hér ellefu til tólf manns þannig að um þúsund farþegar fara hér í gegn á hvern starfsmann. - Lítil yfirbygging? - Já, og það er einmitt það sem á stóran þátt í því að að gera þetta ódýrt. 9.TBL.1992 VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.