Vikan


Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 66

Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 66
ERU ÍSLENPINGAR AÐ BORÐA ANNARS FLOKKS NAUTAKJÖT? Fitulausi bitinn mundi falla í fyrsta flokk samkvæmt opinberri flokk- un en feitari bitinn yrði verðfelldur. Takiö eftir að efri bitinn er ofinn í fínan fituvefsem hverfur í steikingunni. Ytra fitulagið snyrtir hver eftir sínum smekk. Birt með leyfi Jónasar Þórs. verkendur skáru meira af yfir- borösfitunni, sem fór úr einni tommu niöur í fjóröung úr tommu á vissum stööum, þannig aö kjötiö varö áfram jafn-fitusprengt og meyrt.“ - Nú er nautakjöt dýrt. Heldur þú að einhver sé til- búinn aö borga fyrir fituna? „Til að svara þessu verð ég að taka fram að ég tel aö flokk- unin verði að breytast. Það á aö verðlauna bændur fyrir að ala nautin. Þaö er verið aö slátra gripum sem varla sést fita á og sumir eru raunveru- lega horaöir. Þetta er óeðlilegt. Annar flokkur, UN 2f, á aö vera fyrsti flokkur og aðrir flokkar eiga aö færast niður fyrir hann. Verðið á UN 2f á að vera það sama en hinir flokk- arnir eiga að vera ódýrari. Ef nautakjöt fæst fyrir það verð sem borgað er fyrir UN 2f tel ég að það skipti ekki neytand- ann máli þó hann greiði fyrir fituna. Kjötið verður samt á samkeppnishæfu verði og neytandinn veit að betra kjöt er ekki hægt að fá.“ -Treystirðu íslenska nautakjötinu í samanburði á til dæmis Galloway-nauta- kjöti frá Hrísey? „Já, vissulega, guð hjálpi þér. Ég er tilbúin að leggja fram íslenskt nautakjöt til samanburðar við hvaða kjöt sem er, hvort sem það heitir Galloway eða það sem menn eru að tala um að rækta í staðinn, Abberdin Angus eða Limosin eða hvað annað. Mál- ið er bara það að ef íslenskir nautgripir fengju sömu um- önnun og til dæmis Galloway- gripirnir slægi ekkert íslenska nautakjötið út og það sem meira er, fallþungi gripanna gæti aukist um allt að 100 kg og eldistíminn styst um nokkra mánuði. Veltu því fyrir þér, jafnvel broddurinn, fyrsta og mikil- vægasta næring kálfsins, er tekinn frá honum og seldur. Broddurinn er sldur og snædd- ur með saft út á. Þetta er nær- ing sem skiptir kálfinn miklu máli. Hvaða gripir aðrir eru sviptir mikilvægustu næring- unni? Ekki lambið og ekki grís- irnir eða folöldin. Islenska nautið er sett á misjafnlega gott hey og vatn þegar það ætti að vera að drekka móður- mjólkina sem er kálfinum jafn- mikilvæg og brjóstamjólkin er barninu. Það þarf að ala þessi dýr eins og önnur ef við ætlum að fá af þeim gott kjöt og sem betur fer eru til bændur sem hugsa þannig. Þetta er bara svo erfitt þegar menn bera skarðan hlut frá borði fyrir að gera vel. Það er kjöt frá þess- um bændum sem ég mæli með til samanburðar við hvern sem er, hvar sem er.“ Þá er bara að sjá hvort ein- hver treystir sér til að taka áskoruninni og ef svo reynist verður Vikan vissulega á staðnum. NAUTAFITA ER GÓD Veitingahúsið Argentína sérhæfir sig í steikingu á nautakjöti. Eftir hverju leita þeir á Argentínu þegar nauta- kjötið er valið. Óskar Finnsson veitingamaður svarar þeirri spurningu. „Við leitum fyrst og fremst eftir feitu kjöti og engu öðru. Nautakjöt getur aldrei verið of feitt. Því feitara því betra. Það skiptir hins vegar máli að snyrta það rétt, hvort heldur maður ætlar að grilla eða steikja það. Það fer best á því að hafa 1 til 11/2 cm af fitu utanáliggjandi þegar það er steikt. Það er hins vegar smekkur manna sem ræður því hvort fitan er skorin af eftir steikingu eða ekki. Nautafita er mjög góð. Við steikingu verður hún stökk og mörgum þykir hún ómissandi alveg eins og svínaparan þykir ómissandi á góðri svínasteik. Fitan er nauðsynleg í steik- ingu því hún gerir karakterinn í kjötið. Það þarf fitu til að steikja og því fer best á því að nota kjötfituna og sleppa smjörlíkinu. Þegar fitusnauður vöövi er steiktur kallar þaö á utanaðkomandi feiti eins og smjörlíki en smjörlíki er auka- efni og því ætti aö sleppa ef þess er kostur. Það er hægt ef vöövinn er feitur, hvort sem um er aö ræöa lambakjöt, svínakjöt eða nautakjöt. Því miður er feitt nautakjöt illfáan- legt og þaö litla sem fellur til dugar ekki til að halda úti einu veitingahúsi eins og Argen- tínu. Því höfum við brugðið á þaö ráð að semja við einstaka bændur um eldi á nautgripum til að svara eftirspurninni og ég fullyrði að sá sem venst því að borða nautakjöt af feitum grip sættir sig aldrei við annað." Þá vitum við það. Ef velja á fyrsta flokks nautakjöt þá heitir það UN 2f. Gallinn er bara sá að það er svo til ófáanlegt en það gæti breyst með aukinni eftirspurn. Að lokum er hér uppskrift að nautakjöti frá Argentínu, að hætti hússins. ENTRECOTE MEÐ BRAUÐKOLLUM OG HVÍTLAU KSSÓSU fyrir fjóra 800 g ytri hryggvöðvi 4 sprotar spergilkál 300 g sveppir salt og pipar eftir smekk Eingöngu vel fituofinn og meyr vöðvi (UN 2f) kemur til greina í svona grillveislu ef vel á að vera. Skerið vöðvann í fjórar sneiðar og bankið sneið- arnar örlítið með hnefanum. Kryddið og snöggsteikið eða grillið sneiðarnar við mikinn hita í nokkrar mínútur. H VÍTLAU KSSÓSA 2 dl majones '/2 dl rjómi 1 msk. vatn 1 msk. saxaður laukur 1 msk. söxuð steinselja 1 tsk. sykur 1 tsk. sítrónusafi 1 tsk. Dijon sinnep Hrærið öllu saman og kryddið með salti og pipar eftir smekk. BRAUÐKOLLUR 200 g hveiti 50 g heilhveiti 60 g smjör 1 dl volgt vatn 1 tsk. sykur 1/2 bréf þurrger (8 g) Blandið öllu saman f skál, hrærið vel og látið deigið lyfta sér við stofuhita í eina klukku- stund. Hnoöið deigið upp aftur og mótið úr því lengjur. Skerið lengjurnar í jafna hluta og mót- ið bollur. Bakið bollurnar við 200 gráður í 10 mínútur. Berið þær fram volgar með kjötinu í staðinn fyrir kartöflur. 66 VIKAN 9. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.