Vikan


Vikan - 30.04.1992, Síða 58

Vikan - 30.04.1992, Síða 58
HESTADAGARIREIÐHOLLINNI Fegurðardrottning Norðurlands 1992, Pálína Halldórsdóttir sýndi Þokka frá Hólum. Þegar líða tekur á vetur fer heldur betur að fær- ast líf í tuskurnar um helgar í Reiðhöllinni í Víðidal í Reykjavík. Um hverja helgi er eitthvaö að gerast - skraut- sýningar, keppni eða kennsla í reiðmennsku og hestamennt. Þaö er orðinn árlegur viðburð- ur að hestamenn úr öllum fjórðungum landsins komi með reiðskjóta sína til sýning- ar í þessum glæsilegu húsa- kynnum, auk þess sem kyn- bótahross eru sýnd og boðið upp á skemmtan af ýmsu tagi. í vetur hafa Norðlendingar og Vestlendingar átt leik, hvorir sína helgina. Það þarf ekki að orðlengja það að húsfyllir var í báðum tilvikunum öll þrjú kvöldin sem sýningar fóru fram. Því sóttu Reiðhöllina heim um þrjú þúsund gestir hvora helgi. Það er mikiö fyrirtæki aö standa fyrir sýningum sem þessum - þó einkum ef sýn- endur koma utan af lands- byggðinni eins og í þessum til- vikum. Flytja þarf hrossin til borgarinnar með góðum fyrir- vara svo þau fái nægan tíma til að venjast aðstæðum og knaparnir tækifæri til aö þjálfa reiðskjótana eins og nauðsyn- legt er. Sýningarnar verða æ vand- aðri með hverju árinu en það eru ekki nema þrjú ár liðin frá því að íslenskum hestamönn- um gafst fyrst kostur á að stunda reiðmennsku innan- húss og því voru sýningar sem þessar nýlunda hér á landi. □ ► Björn Sveinsson á Varmalæk í Skagafirði sýndi gæðing sinn, Hrímni frá Hrafnagili, einn glæsi- legasta hest landsins. ► ► Gísli Hösk- uldsson á Hofsstöð- um sýndi Hauk frá Hrafnagili, á eftir- minnilegan hátt. Frá sýningu norðlenskra hestamanna. Hér fer fögur fánareið og fremstir fara bændurnir Þórir ísólfsson á Lækjamóti i Vestur-Húnavatnssýslu og Magni Kjartansson í Árgerði í Eyjafirði. 58 VIKAN 9. TBL. 1992 TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON / LJÓSM.: EIRÍKUR JÓNSSON OG VALDIMAR KRISTINSSON

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.