Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 38
I
VIÐTAL VIÐ KVIKMYNDATÓNSKÁLDIÐ
HILMAR ÖRN HILMARSSON,
FORVÍGISMANN YNGSTA
HUÓMPLÖTUFYRIRTÆKIS LANDSINS,
PLATONIC RECORDS
Fram til þessa hefur á-
standiö á íslenskum plötu-
markaöi einkennst af því
að tvö útgáfufyrirtæki, Steinar
hf. og Skífan, hafa bitist og
slegist um hylli og peninga
plötukaupenda. Mörgum hefur
þótt þetta súrt í broti og síðan
Grammið hvarf af sjónarsvið-
inu hefur tónlist sem ekki höfð-
ar til hins „almenna kaup-
anda“ átt frekar erfitt uppdrátt-
ar. Á þessu er nú kannski að
verða breyting því stofnað hef-
ur verið hljómplötufyrirtækið
Platonic Records og því er
nær eingöngu ætlað að sinna
svokallaðri jaðartónlist. Þetta
slæma orð er notað um þá
tónlist sem ekki telst til „meg-
instefnu-tónlistar" sem er ann-
að slæmt orð yfir hugtakið
„Mainstream" en það er sú
tónlist sem er vinsælust hverju
sinni.
Stofnandi og aðalhvata-
maður Platonic Records er
tónlistarmaðurinn og kvik-
myndatónskáldið Hilmar Örn
Hilmarsson. Hann fékk Felix-
verðlaunin fyrir tónlist sína í
Börnum náttúrunnar eftir Frið-
rik Þór Friðriksson og allir vita
að sú mynd var nýverið til-
nefnd til óskarsverðlauna sem
besta erlenda kvikmyndin,
vann reyndar ekki en sigraði
samt!
SVAR VIÐ ÁKVEÐINNI
ÓHEILLAÞRÓUN
Hilmar Örn var að ganga frá
tónlistinni í kvikmynd Kristínar
Jóhannesdóttur, Svo á himni
sem á jörðu, í Stúdíó Sýrlandi
og blaðamaður hitti hann þar
aö máli.
„Mér fannst vera viss
óheillaþróun í gangi hérlendis,
á þann veg að einungis væru
hér starfandi tvö fyrirtæki,
Steinar og Skífan. Þar af leið-
andi væri sú óháða starfsemi
sem Grammið og Eskvímó
beittu sér fyrir á sínum tíma
dottin upp fyrir. Því fannst mér
vera kominn tími til þess að
gera eitthvað í málunum,
koma með svar við þessari
þróun. Vegna þess að ég vinn
mikið hér í Sýrlandi setti ég
mig í samband við Jón Ólafs- ■
son hjá Skífunni en hann hafði
þá tekið við rekstrinum á hljóð-
verinu. Ég tjáði honum að ég
hefði áhuga á að setja upp mitt
eigið fyrirtæki þar sem ég
myndi alfarið velja það efni
sem yrði gefið út. Einnig setti
ég fram þá ósk að ég fengi að-
stöðu í Sýrlandi til þess að
taka upp en Skífan sæi um
framleiðslu og dreifingu, auk
þess sem ég myndi vinna með
ákveðnum aðilum innan fyrir-
tækisins að markaðssetningu
á tónlist þeirra erlendis. í fram-
haldi af þessu var Platonic
Records stofnað og er nú tæp-
lega eins árs.“
EITT STÆRSTA NAFNIÐ
í BLÚSNUM
Fyrstu tvö verkefni fyrirtækis-
ins voru að gefa út Blue lce
með Vinum Dóra og þunga-
rokksplötuna The Entitiy með
Sororicide. Einnig var gefin út
platan Island sem Hilmar Örn
og Current 93 standa fyrir (sjá
5. tbl. Vikunnar) og það eru
mörg spennandi verkefni fram
undan hjá Platonic Records.
„Nú er komin út plata með
Pinetop Perkins, Chicago
Beau og Vinum Dóra en óhætt
er að fullyrða að Pinetop sé
eitt stærsta nafnið í blúsnum
um þessar mundir. Það er mér
mjög mikill heiður að gefa út
SOLUHUGSUNIN HEFUR HELTEKIÐ
ÞENNAN BRANSA OG MENN
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^^m
ÞORA EKKI AÐ TAKA AHÆTTU
38 VIKAN 9. TBL. 1992
TEXTI OG MYND: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON