Vikan


Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 47

Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 47
Vínskóli! Er hann til hér, á íslandi? Fyrir nokkr- um árum hefði þessi spurning þótt nokkuð stór og því hefði fátt oröið um svör. En nú er öldin önnur. Þeir félagar Einar Thoroddsen og Börkur Aðalsteinsson hafa verið áhugamenn um vín um langt árabil og nú hafa þeir tekið höndum saman um að fræða áhugasama og upprennandi vínspekúlanta um heima og keima léttra vína. Við byrjum í vínkjallaranum á heimili Einars, innan um ell- efu til tólf hundruð flöskur af vínum, rauðum, hvítum, púrt og sérrí. Inni á milli sést glitta í eina og eina eðal-koníaks- flösku. „Hér eru nú kennslu- gögn morgundagsins," segir Einar og raðar nokkrum hvít- vínsflöskum í kassa. „Ég reyni að halda hitanum hérna mjög jöfnum, á bilinu fjórtán til fimmtán gráður. Þaö er ekki úrslitaatriði fyrir vínin þó hitinn sveiflist um eina til tvær gráður öðru hverju en hitinn verður að vera jafn,“ segir Einar og sýnir blaðamanni kæliblásara uppi undir lofti sem sjálfkrafa fer í gang þegar hiti í vínkjall- aranum verður of mikill. FLÖSKUTASKAN „Þetta eru mest rauðvín hérna og ég hef safnað þessu mest þannig að ég tek mikið af víni með mér heim erlendis frá. Ég á góða tösku sem tekur tólf flöskur og reyni síðan að ganga beinn til að það sjáist ekki að taskan er full af víni,“ segir Einar og bætirvið: „Mað- ur tekur enga áhættu með börnin sín þannig að ég borga að sjálfsögðu alltaf tollinn." I þessu tilvikl eru flöskurnar börnin hans Einars. „Ég veit hvað ég vil í vínum og fer lítið á kynningar erlend- is eða slíkt þó að mig langi til þess. Ég veit hvar þessi vín fást og þar kaupi ég þau,“ seg- ir hann og aðspurður segist hann kaupa töluvert af vínum til þess að elda þau, það er að segja bíða með að drekka þau þangað tll vínin hafa náð rétt- um aldrl og þroska. Skyldi hann vera með í höfðinu hverja af öllum þess- um flöskum má drekka hverju sinni? „Já, ég tel mig vita þaö svona nokkurn veginn,“ svarar Einar og blaðamaður bendir á eina af flöskunum tólf hundruö. Hvað um þessa? „Þetta vín mátti ég drekka fyrir þremur til fjórum árum,“ segir Einar og hlær við, tekur aðra flösku og segir best að geyma hana í fimm ár í viðbót, hafa hana svona fimmtán ára! En eru vín enn að koma honum á óvart? „Já, það koma alltaf nýir árgangar og maður getur aldrei slappað af f þessu," svarar Einar. Þegar hann er spurður hvort menn séu ekki alltaf hálfslompaðir þegar áhugamálið er þetta og af þessum krafti, hvort hann sé ekki álitinn alkóhólisti, eigandi allt þetta vín, segir hann að alkóhólistar eigi ekki vín. „Þeir fá sér kannski jafnmikið en eiga það ekki. Ég held aö fólk sé almennt ekki stfft á þeirri meiningu að ég sé alki og það er sennilega vegna þess hve lengi ég get geymt vínflösk- urnar sem ég kaupi. RAUÐVÍNSLÍTRI OG NAUT Reyndar finnst mér að það ætti að kúvenda skilgreining- unni á alkóhólistum þannig að það hugtak eigi við um þá sem fylgja alkóhólstefnunni og eru góðir við vínin sín. Theódóra systir mín fleygði einu sinni fram hendingu sem mér finnst góð og hún er svona: Meðan ég drekk mér til ánægju er allt f lagi að vera alkóhólisti." En hvaö heldur Einar að hann drekki mikið af víni á viku? „Það held ég sé einhvers stað- ar á bilinu frá hálfri til tveggja flaskna," svarar hann og þeg- ar við förum að spjalla um vínneyslu fólks sunnar í álf- unni bætir Einar við: „Sko, vörubílstjóri í Frakklandi drekkur einn lítra af ellefu prósent sterku rauðvíni í há- deginu, keyrir síðan sallaró- legur eftir hádegið og étur með þessu eitthvaö af nauti.“ Einar segist samt vera á móti akstri eftir neyslu áfengis. Og hértal- ar maður með vit á vínum. Það eru eitthvað um fimm- tán ár síðan Einar smitaðist af vínáhuganum og þá hófst þessi söfnunarárátta hans, „þetta brjálæði" eins og hann segir sjálfur. „Þetta byrjaði á því að maður fór að prófa ýmis vín og lesa dálítið um þau. Síðan prófaði ég það dýrasta sem fékkst í Ríkinu og það reyndist bara ágætlega gott. Það er yfirleitt ein flaska sem kveikir áhugann og þetta var franskt rauðvín frá Bordeaux sem heitir Cos d’Estournel," segir Einar. Þetta var árið 1975 eða þar um bil en nú er hann sestur í sófann heima hjá sér með nokkrar eðalflösk- ur, úrval úr kjallaranum, fyrir framan sig. Hann bendir á eina flösk- una, Chateau d’Yquem, og segir það vera jafnvel besta 9.TBL. 1992 VIKAN 47 TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON / LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.