Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 72
TEXTI: CHRISTOF WEHMEIER
ÞRIÐJIHLUTI /
FORSKOT A SÆLUNA
SKYGGNST
BAK VIÐ
TJOLDIN
Þá er komið að þriðja hluta þessarar umfjöllunar um vænt-
anlegar kvikmyndir. Lauslega verður minnst á þær myndir
sem von er á á þessu ári. Lesendur fá ofurlitla nasasjón af
söguþræði mynda af ýmsum toga en í næstu Vikum verður
síðan farið mun ítarlegar í söguþráðinn. Þessi upptalning er
til þess eins að gera kvikmyndaáhugamenn forvitna og við
skuium vinda okkur í hana.
LÆKNIR í FRUM-
SKÓGINUM
Hasarleikstjórinn John McTi-
ernan (Die Hard 1 og The
Hunt for Red October) leikstýr-
ir Sean Connery og Lorraine
Bracco (The Radio Flyer, Go-
odfellas, Someone to Watch
Over Me) í myndinni The Me-
dicine Man. Myndin greinirfrá
lækni einum sem leikinn er af
Sean Connery. Hann hefst við
[ regnskógi í Suður-Ameríku
þar sem hann er að vinna mik-
ið vísindastarf, vinnur að því
að finna upp meðal við krabba-
meini. En fyrir utan að finna
réttu blönduna verður hann
sjúklega ástfanginn af konu
sem styrkir rannsóknina hans.
Við ástsýkinni er þó ekkert
meðal að finna.
KARLINN f TUNGLINU
Kvikmyndin The Man in the
Moon gerist á sjötta áratugn-
um og greinir frá sambandi
tveggja systra. Þær eru mjög
samrýndar en það reynir á
samband þeirra þegar önnur
verður ástfangin. Hin systirin
er sem sé líka hrifin af sama
stráknum. í myndinni leika
Sam Waterson (Killing Fields)
og Tess Harper (Tender
Mercies). Leikstjóri er Robert
Mulligan en hann lék Burt í
Löðri sem gerði það gott í ís-
lenska sjónvarpinu fyrir tíu
árum eða svo. Myndin er fram-
leidd af Mark Rydall en hann
leikstýröi meðal annars nýlega
myndinni For the Boys með
Bette Midler og James Caan
í aðalhlutverkum.
▲ Svip-
mynd úr
The Man in
the Moon.
SYLVESTER STALLONE
OG JOHN CANDY í
NÝRRI GRÍNMYND
Sylvester
Stallone í
grínmynd-
inni Barto-
lomew vs
Neff.
John Hughes er leikstjóri,
framleiðandi og handritahöf-
undur og hefur staðið að
myndum eins og Home Al-
one, Dutch og Curly Sue.
Hann hefur nú skipað teymi
sem verður í höndum Syl-
vesters Stallone og John
Candy (Trains, Plains and
Automobiles, Uncle Buck).
Fjallar nýja myndin, sem er
auðvitað gamanmynd, um vin-
áttusamband fyrrum fótbolta-
spilara og nýríks manns. Nýja
myndin hans Johns Hughes
heitir Bartholomew vs Neff.
Sean Conn-
ery og
tiivonandi
elskan
hans að
vinna
vísinda-
starf í
frum-
skóginum.
Svipmynd
úrThe
Medicine
Man.
T Eddie
Murphy
sem
kvennaflag-
arinn.
NÝ MYND MEÐ
ROBERT De NIRO
Einkaspæjari bjargar lífi bófa-
foringja og sá endurgeldur
greiðann með því að gefa
spæjaranum fallega stúlku-
snót sem vinnur á bar. Neisti
hrekkur þeirra á milli og fellur
spæjarinn gersamlega fyrir
barstúlkunni. Myndin heitir
Mad Dog and Glory og í
henni leika auk Roberts De
Niro, Bill Murray (Quick
Change, Scrooged, Ghost-
busters 1 og 2) og Uma
Thurman (Henry and June,
Baron Von Munchausen).
NAFN Min ER BOND
Loksins aftur nýtt James
Bond ævintýri. Upphaflega
átti ný mynd um James Bond
að líta dagsins Ijós í fyrra en
vegna deilna framleiðandans
og forstjóra UA/MGM varð
ekkert úr því. En nú geta unn-
endur James Bond sem sagt
hlakkaö til. Lítið er hægt að
segja um þessa nýju James
Bond-mynd en fullvíst er að
Timothy Dalton muni enn
taka að sér hlutverk njósnar-
ans. Handritahöfundar hafa
lent í vandræðum vegna þess
að heimsástandið hefur
breyst. Sovétrikin heyrafortíð-
inni til og kalda striðið er orðið
hálfvolgt. Hvort það verða ný-
nasistar í Suður-Ameríku,
sem hyggja á heimsyfirráð,
eða bandbrjálaðir írakar með
Scud-dellu, sem James Bond
þarf að kljást við, skal ekki
segja. Við verðum bara aö
bíða og sjá.
EDDIE MURPHY í
KVENNAKLANDRI
Eddie Murphy leikur í mynd-
inni Boomerang sem greinar-
höfundur hefur áður minnst á.
Myndin greinir frá miklum
kvennaflagara sem fellur þó
kylliflatur fyrir staðfastri og á-
kveðinni konu sem gefur hon-
um ekkert eftir. Kvennabósinn
verður síðan fyrir mikilli ástar-
sorg þegar kvenskassið, sem
leikið er af Robin Givens, læt-
ur hann flakka. Með þeim leik-
ur líka söngkonan og leikkon-
an Grace Jones.
Nýtt James
Bond-ævin-
týri er senn
í sjónmáli.
Robert De
Niro í Mad
Dog and
Glory.
72 VIKAN 9. TBL.1992