Vikan


Vikan - 30.04.1992, Qupperneq 72

Vikan - 30.04.1992, Qupperneq 72
TEXTI: CHRISTOF WEHMEIER ÞRIÐJIHLUTI / FORSKOT A SÆLUNA SKYGGNST BAK VIÐ TJOLDIN Þá er komið að þriðja hluta þessarar umfjöllunar um vænt- anlegar kvikmyndir. Lauslega verður minnst á þær myndir sem von er á á þessu ári. Lesendur fá ofurlitla nasasjón af söguþræði mynda af ýmsum toga en í næstu Vikum verður síðan farið mun ítarlegar í söguþráðinn. Þessi upptalning er til þess eins að gera kvikmyndaáhugamenn forvitna og við skuium vinda okkur í hana. LÆKNIR í FRUM- SKÓGINUM Hasarleikstjórinn John McTi- ernan (Die Hard 1 og The Hunt for Red October) leikstýr- ir Sean Connery og Lorraine Bracco (The Radio Flyer, Go- odfellas, Someone to Watch Over Me) í myndinni The Me- dicine Man. Myndin greinirfrá lækni einum sem leikinn er af Sean Connery. Hann hefst við [ regnskógi í Suður-Ameríku þar sem hann er að vinna mik- ið vísindastarf, vinnur að því að finna upp meðal við krabba- meini. En fyrir utan að finna réttu blönduna verður hann sjúklega ástfanginn af konu sem styrkir rannsóknina hans. Við ástsýkinni er þó ekkert meðal að finna. KARLINN f TUNGLINU Kvikmyndin The Man in the Moon gerist á sjötta áratugn- um og greinir frá sambandi tveggja systra. Þær eru mjög samrýndar en það reynir á samband þeirra þegar önnur verður ástfangin. Hin systirin er sem sé líka hrifin af sama stráknum. í myndinni leika Sam Waterson (Killing Fields) og Tess Harper (Tender Mercies). Leikstjóri er Robert Mulligan en hann lék Burt í Löðri sem gerði það gott í ís- lenska sjónvarpinu fyrir tíu árum eða svo. Myndin er fram- leidd af Mark Rydall en hann leikstýröi meðal annars nýlega myndinni For the Boys með Bette Midler og James Caan í aðalhlutverkum. ▲ Svip- mynd úr The Man in the Moon. SYLVESTER STALLONE OG JOHN CANDY í NÝRRI GRÍNMYND Sylvester Stallone í grínmynd- inni Barto- lomew vs Neff. John Hughes er leikstjóri, framleiðandi og handritahöf- undur og hefur staðið að myndum eins og Home Al- one, Dutch og Curly Sue. Hann hefur nú skipað teymi sem verður í höndum Syl- vesters Stallone og John Candy (Trains, Plains and Automobiles, Uncle Buck). Fjallar nýja myndin, sem er auðvitað gamanmynd, um vin- áttusamband fyrrum fótbolta- spilara og nýríks manns. Nýja myndin hans Johns Hughes heitir Bartholomew vs Neff. Sean Conn- ery og tiivonandi elskan hans að vinna vísinda- starf í frum- skóginum. Svipmynd úrThe Medicine Man. T Eddie Murphy sem kvennaflag- arinn. NÝ MYND MEÐ ROBERT De NIRO Einkaspæjari bjargar lífi bófa- foringja og sá endurgeldur greiðann með því að gefa spæjaranum fallega stúlku- snót sem vinnur á bar. Neisti hrekkur þeirra á milli og fellur spæjarinn gersamlega fyrir barstúlkunni. Myndin heitir Mad Dog and Glory og í henni leika auk Roberts De Niro, Bill Murray (Quick Change, Scrooged, Ghost- busters 1 og 2) og Uma Thurman (Henry and June, Baron Von Munchausen). NAFN Min ER BOND Loksins aftur nýtt James Bond ævintýri. Upphaflega átti ný mynd um James Bond að líta dagsins Ijós í fyrra en vegna deilna framleiðandans og forstjóra UA/MGM varð ekkert úr því. En nú geta unn- endur James Bond sem sagt hlakkaö til. Lítið er hægt að segja um þessa nýju James Bond-mynd en fullvíst er að Timothy Dalton muni enn taka að sér hlutverk njósnar- ans. Handritahöfundar hafa lent í vandræðum vegna þess að heimsástandið hefur breyst. Sovétrikin heyrafortíð- inni til og kalda striðið er orðið hálfvolgt. Hvort það verða ný- nasistar í Suður-Ameríku, sem hyggja á heimsyfirráð, eða bandbrjálaðir írakar með Scud-dellu, sem James Bond þarf að kljást við, skal ekki segja. Við verðum bara aö bíða og sjá. EDDIE MURPHY í KVENNAKLANDRI Eddie Murphy leikur í mynd- inni Boomerang sem greinar- höfundur hefur áður minnst á. Myndin greinir frá miklum kvennaflagara sem fellur þó kylliflatur fyrir staðfastri og á- kveðinni konu sem gefur hon- um ekkert eftir. Kvennabósinn verður síðan fyrir mikilli ástar- sorg þegar kvenskassið, sem leikið er af Robin Givens, læt- ur hann flakka. Með þeim leik- ur líka söngkonan og leikkon- an Grace Jones. Nýtt James Bond-ævin- týri er senn í sjónmáli. Robert De Niro í Mad Dog and Glory. 72 VIKAN 9. TBL.1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.