Vikan


Vikan - 30.04.1992, Side 29

Vikan - 30.04.1992, Side 29
Viö héldum okkur viö breið- strætin og horfðum bara inn í þessar ógnvekjandi götur, aö því er okkur fannst. Þaö vant- aöi ekki áreitnina, börnin sníktu sælgæti og ungir karl- menn vildu ólmir skipta pen- ingum. Konurnar virtust í fyrstu einu vitsmunaverurnar á Kúbu, þær vildu hvorki sæl- gæti né dollara á þessum göngum okkar. Dag einn sátum viö á tröpp- um byltingarsafnsins, reiöu- búin að spretta á fætur ef braskararnir og sníkjandi krakkar hættu sér of nærri, þegar ungur maður birtist og tók okkur tali með þeim oröum aö hann væri ekki eins og allir hinir sem geröu ekki annað en aö sníkja. Hann haföi Granma, málgagn kúbanskra kommúnista, undir hendinni og kvaö sér líka vel á Kúbu, trúa á málstaðinn og einungis vilja spjalla og fræöast um okkur og land okkar. Loksins, hugsuöum við með okkur, hitt- um viö mann sem hægt er aö tala viö. En Adam var ekki lengi í Paradís. Eftir ágætis spjall fór hann aö segja okkur frá því aö hann heföi verið með húfu á höfðinu en því miður týnt henni. - Gætuð þið ekki gefið mér einn dollara fyrir nýrri húfu. Ekki töldum viö okkur fært að sjá af dollara fyrir nýrri húfu, en hann gafst ekki upp og hélt áfram, tók nú til við að fræöa okkur um hversu slæmt væri aö búa á Kúbu. „Viö eig- um ekki neitt," sagði hann, „ekki einu sinni eld til þess að kveikja upp og þaö er annað en þið, ríkir nískupúkar." Hvar var nú málstaður þessa unga manns sem hann áður trúði svo á og hvar var þessi góöa Kúba sem hann haföi í fyrstu sagt okkur frá? Hér var þá fundinn Ragnar Reykás þeirra Kúbana. Til allrar lukku hættum við okkur inn i þröngar og hrörleg- ar götur gömlu Havana, þess- ar sem í fyrstu virtust svo ógn- vekjandi. Þar mættum viö heiðarlegasta fólkinu í borg- inni, enginn vildi eiga við okkur viðskipti, ekkert barn sníkti. Þar lifði fólk sínu kúbanska lífi og skeytti i engu um skjótfeng- inn vestrænan neyslumunað sem tveir (slenskir túristar kynnu hugsanlega að veita þeim. I þessum þröngu, dimmu götum, með öll sín börn að leik, konur á svölum og gamla, bandaríska bíla og skítuga bílaviðgerðarmenn áttum við okkar eftirminnileg- ustu stundir í Havana. O ▲ Krítar- hvítir is- lendingar á kúbanskri baðströnd stinga ó- neitanlega í stúf við hörunds- dökka eyj- arskeggja. ► Hvar- vetna blasa við stórar myndir af Castro og áletranir með slag- orðum sós- íalsmans. mfiXM m \ PERDU cm. 10 OUEUN P Æ 1KFIE9 ► Götulíf- ið í Havana minnir um margt á vestrænar borgir. 9.TBL.1992 VIKAN 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.