Vikan


Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 26

Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 26
A „Þetta er ekkert flóknara en venjulegt símaborð." Immý ásamt sam- starfs- mannl sín- um Karli V. Magnús- syni. norðan kynntist ég Hauki Gunnarssyni sem sagði mér að fara í nám í sýningarstjórn- un og það gerði ég löngu síðar. Þetta tveggja ára starf í leikhúsinu á Akureyri hjálpaði mér mjög mikið, auk þess sem Pétur kenndi mér margt. Ég fór því til Bretlands, nánar til- tekið til Guildford á Englandi, í The Guildford School of Acting and Dance. Þetta er tveggja ára nám og fyrra áriö fór í það að smíða og mála, alveg í gríð og erg. Ég hélt þá aö þeir væru að reyna að losna við mig úr skólanum, alltaf einhver handavinna en ekkert raun- verulegt nám í stjórnun sýn- inga. Ég er frekar óþolinmóð að eðlisfari en varð þó að láta mér þetta lynda og þarna lærðum við að smíða líkön að sviðsmyndum, við lærðum Ijósahönnun, rafmagnsfræði, hljóðblöndun í leikhúsi, smíði leikmynda og hönnun þeirra. Þannig lærðum við ýmislegt og tilgangurinn var sá að við fengjum innsýn I allt sem við- kemur leikhúsi en okkur var ekkert kennt til fullnustu. Á síðara árinu fór hins vegar að rofa til þvi þá vorum við lát- in keyra hljóð og Ijós, það er að segja stjórna Ijósum og hljóði og sjá um sýningar í nemendaleikhúsi skólans. Þá fór þetta að verða skemmti- legt,“ segir Immý og að þvi mæltu fer allt á fullt, KK syngur um blússandi bílasölu og það er eins og sýningarstjórinn hafi verið stunginn með títuprjóni, hún stekkur upp og byrjar að dilla sér eins og nú sé hafinn dansleikur aldarinnar. Þannig gengur þetta alla sýninguna, þegar mikið er um að vera er Immý öll á iði, hún tekur sér stööu eins og hún ætli að þjóta inn á sviðið, ýtir á helling af tökkum, rauð Ijós og græn kvikna og slokkna í borðinu uns allt fellur í dúnalogn. Þá sest hún I stólinn, spennufall viröist eiga sér stað og lappirn- ar sveiflast upp á borðið. SÍMASJÚKLINGURINN Hún tekur af sér heyrnartólið, leggur það á borðið og segist allt í einu hafa mjög gaman af því að tala I síma. Samhengið ræðst af því að hún var spurð hvort stjórntækið fyrir framan hana væri flókið apparat. „Nei, ekkert flóknara en sæmilegt símaborð og stundum væri ég alveg til I að þetta væri skipti- borð og ég gæti hlustað á öll símtölin og talað við alla,“ segir hún og hlær við. En hún heldur áfram að segja frá náminu í Englandi. „Þar lær- um við eiginlega ýmislegt um allt mögulegt. Til dæmis lær- um við leiklist og sögu hennar, búningahönnun og sögu hennar, húsgagnasögu og meira að segja sögu veggfóð- urs. Á Englandi er reynt að notast aðeins við raunveru- lega leikmuni sem eru jafn- gamlir þeirri sögu sem sýnd er. Hér heima eru slíkir munir oftar en ekki smíðaðir vegna þess að þeir eru hreinlega ekki til en það er ekki hægt að sauma gamlar gallabuxur. Þá er farið í hönnun Ijósa sem er mikið atriði í leiksýningum því að tími á Ijósum getur skipt sköpum. Þannig geta fimm sekúndur verið í lagi en sjö jafnvel eyðilagt sýninguna fyrir áhorfandanum. Sama gildir um hljóðið. Ég verð þvl að hafa næma tilfinningu fyrir sýningunni og þess vegna sit ég allar æfingar frá upphafi og ákveð stillingaratriði í samráði við leikstjóra og tæknimenn. Á æfingatímabilinu er vinna frá níu á morgnanna til tólf á kvöldin og jafnvel lengur, alla daga vikunnar allt fram til frumsýningar. Allan þennan tíma geta hlutirnir verið að breytast og ég þarf að fylgjast með því. Allt verður að vera á réttum stöðum inni á sviðinu til að lýsingin verði rétt og svo framvegis," segir Immý og til dæmis kemur í Ijós á þessari sýningu að annar bílanna hef- ur verið settur of innarlega. Immý tekur eftir þessu í tæka tíð og sendir Ijósamann upp í rjáfur til að lagfæra tiltekinn Ijóskastara. „Eftir frumsýningu segir leikstjórinn bless og þá er sýn- ingin í mínum höndum. Þó að ég sé ekki beinlínis að fetta fingur út í leikarana verö ég stundum að skipta mér af því hvernig rennslið á leikritinu gengur fyrir sig. Stundum er það of hægt I tilteknu atriöi eða of hratt og þá læt ég vita af slíku en þetta er atvinnu- leikhús og því þarf ekki svo mikið að skipta sér af því hvernig leikarar jafnt sem tæknimenn og sviðsmenn vinna. Hér vita allir hvaö þeir eiga að gera og hvenær." Immý hefur verið fastráðinn sýningarstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur undanfarið ár og hyggst halda því áfram. „Já, mig langar aö vera áfram þvi næsta leikár er óskaplega spennandi og ég fær mjög mikla reynslu af því að vinna hérna, miklu meiri heldur en kollegar mínir erlendis því hér ganga leikritin ekki nema þrjá til fjóra mánuði meðan leikritin úti eru I gangi mörg ár,“ segir hún og á þar við þann tak- markaða fjölda leikhúsgesta sem kemur í leikhús á fslandi ár hvert, aðallega vegna hinn- ar frægu höföatölu. Þetta er reyndar að breytast og þar eiga Þrúgur reiðinnar drjúgan þátt, verkið laðar til sín ungt fólk og heillar það. Síðan getur það orðið til þess að þetta sama fólk getur vel hugsað sér að koma aftur í leikhúsið til aö sjá annað stykki. VARÚÐ, LEIKARI „Passaðu þig að vera ekki fyrir," segir hún allt I einu við blaðamann og stillir honum upp þar sem lltið ber á, „bara svo þú verðir ekki undir leikur- unum þegar þeir koma hlaup- andi út af sviðinu," bætir hún við og í Ijós kemur að full þörf var á þessari viðvörun. Leikar- arnir eru sullandi í vatni á svið- inu og ein persónan yfirgefur sviðið mjög skyndilega. Á fullri ferð kemur rennandi blautur leikari inn til lendingar bak- sviðs og um tíma lítur út fyrir að stórslys sé í uppsiglingu. Hann horfir vonaraugum til Immýar sem réttir út hand- leggina og grípur leikarann ör- ugglega, rétt áður en hann ætlar að sundra stjórnborðinu. Lokaatriðið er í uppsiglingu og þá er mikið að gerast á sviðinu þannig að illa næst samband við Ingibjörgu Bjarnadóttur. Hávaðarok, þoka og mikil læti og enn meiri ærslagangur við stjórnborðið því að þegar svo mikið er að gerast er nánast eins og Immý sé að spila á píanó og stjórn- borðið verður eins og diskótek. Sýningarstjórinn hefur haft í mörg horn að líta og fylgt sýn- ingunni af mikilli innlifun í ör- ugga höfn. Fyrsta orðið að henni lokinni er: „Jæja!“ eins og nú sé ballið fyrst að byrja. 26 VIKAN 9. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.