Vikan


Vikan - 30.04.1992, Síða 73

Vikan - 30.04.1992, Síða 73
SKÓLABÖND School Ties gerist áriö 1955 og greinir frá lífinu f virtum heimavistarskóla. Vináttubönd eru mynduð og bresta. Ný- nemi kemur inn í hiö virta skólasamfélag og breytist margt viö það. í myndinni leika nýstirni eins og Brendan Fraser, Matt Damon og Randall Batinkoff. Kvikmyndirnar Stop or My Mother Will Shoot, Beetho- ven, The Looters, Housesitt- er og Leving Normal veröa sýndar í Laugarásbíói. The Man in the Moon verður sýnd f Sambíóunum en Boome- rang, School Ties og Jenni- fer 8 verða sýndar í Háskóla- bfói. NÝTT INDÍÁNA- ÆVINTÝRI The Last of the Mohicans er kvikmynd sem byggö er á skáldsögu James Ferrimore Cooper. Þetta er sígild skáld- saga sem greinir frá nýlendu- tímanum í Norður-Ameríku á 18. öld. Hún gerist sem sé á þeim tíma þegar villta vestrið hefur enn ekki verið uppgötv- að. Myndin greinirfrá nýlendu- stríði Frakka og Englendinga. Inn á milli standa hins vegar frumbyggjar Norður-Ameríku og ráöast þeir bæði á franska og enska innrásarliðið. Myndin þykir glæsilega vel tekin og er í sannkölluðum ævintýra- og hasarmyndastfl. Þarna leikur breski leikarinn Daniel Day Lewis en síðast sáum við til hans í óskarsverðlaunamynd- inni My Left Foot. Leikstjóri er Michael Mann, skapari Miami Vice-þáttanna. Hann hefur einu sinni áður leikstýrt kvik- mynd í fullri lengd, The Man- hunter sem gerð var árið 1986. STEVE MARTIN OG GOLDIE HAWN í NÝRRI GAMANMYND Þetta er góð blanda, finnst ykkur það ekki? Steve Martin og Goldie Hawn leika í mynd- inni Housesitter sem fjallar um snjallan arkitekt sem verð- ur ástfanginn af nafntoguðum meistarasvindlara sem leikinn er af Goldie Hawn. Leikstjóri er Frank Oz sem færði okkur hina grátbroslegu Dirty Rott- en Scoundrels árið 1988, ein- mitt með Steve Martin og Mic- hael Caine. LÉTTGEGGJAÐAR NÚTÍMAKONUR Christine Lahiti (A Cut from Above, Running on Empty) og Meg Tilly (Valmount, The two Jakes, The Big Chill) leika í gamanmyndinni Leaving Normal. Fjallar hún um tvær nútímakonur sem ákveða að breyta til og flýja amstur hvers- dagsins. Þær halda á vit ævin- týra, fara til Alaska og lenda þar í miklum raunum. Fyrir utan það ákveða þær að hefja nýtt og gjörbreytt líf. ► Skemmti- leg og hressileg blanda. Goldie Hawn og Steve Martin í gaman- myndinni House- sitter. ► Daniel Day Lewis sem indíáni i indíána- myndinni The Last of the Mohicans. ◄ Michael Douglas og Sharon Stone í hörkutrylli, Basic Instinct. ► Hundur- inn Beethoven í myndinni Beethoven. T Nútíma- konur sem breyta til og hefja nýtt líf i Alaska. Svipmynd úr Leaving Normal. BEETHOVEN Þessi mynd fjallar ekki um tón- skáldið snjalla heldur um St. Bernhards hund sem er tek- inn inn á heimili fjölskyldu nokkurrar. [ myndinni leika auk hvutta Charles Grodin (Taking Care of Business, Midnight Run), Bonnie Hunt og Dean Jones. FRÍAR HEMSENDiNGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÓNTUNARSÍMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensasvfgi 10 - þjónar þér allan sólarhringinn 9. TBL. 1992 VIKAN 73

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.