Vikan


Vikan - 09.02.1993, Page 16

Vikan - 09.02.1993, Page 16
Halldór E. Laxness hefur mikla reynslu í leikhúsinu þótt ungur sé. ^MIKIL # GLEÐI OG MIKIL SORG Á FJÖLUM Iæfingasal Borgarleikhúss- ins ræður lífsgleðin ríkj- um. Leikarar hlaupa og dansa um sviðið og söngurinn ómar í salnum. Tveir litlir strákar leika sér í indíánaleik allan daginn. Þeir veltast um í drullunni og sam- einast í bardaga gegn hrekkjusvínunum. Stolt en á- hyggjufull móðir horfir á þá leika sér. Þetta eru tvíbura- synir hennar. Þegar skyggja tekur kemur annar sonur hennar heim til hennar í frekar óhrjáleg hýbýli þar sem aldrei er til nægur matur eða ný leik- föng. Hinn sonurinn hverfur sína leið. Hann býr ofar í göt- unni, í glæsilegu húsi þar sem aldrei skortir veraldleg gæði. Þannig alast þessir bræður upp án vitundar um blóðbönd- in sem tengja þá. Þrátt fyrir það eru þeir óaðskiljanlegir vinir, allt þar til óblíð veröldin hampar þeim mishátt. Þetta er erfitt verk en leikur- unum ferst það vel úr hendi. Það þarf að tjá mikla gleði og mikla sorg, því sem næst á sama augnablikinu, með bæði söng, dans og hefðbundnum leik. Yfirumsjón með þessu öllu saman hefur leikstjórinn, Halldór E. Laxness. Hann hef- ur mikla reynslu að baki í leik- húsinu þótt ungur sé. Átján ára fór hann til Ítalíu og byrj- aði að starfa við leikhús þar sem leikari, fór síðar til Kanada og Bandaríkjanna þar sem hann lærði bæði sviðs- leikstjórn og kvikmyndaleik- stjórn. Eftir að hafa ieikstýrt um fimmtíu sýningum víðs vegar um heim var hann ráð- inn til að leikstýra Dúfnaveisl- unni hjá Leikfélagi Reykjavík- ur og nú ári síöar söngleikn- um Blóðbræðrum. „Blóðbræður er afskaplega BORGARLEIKHUSSINS SÖNGLEIKURINN BLÓÐBRÆÐUR 16VIKAN 3.TBL.1993 TEXTI: SIGRÚN SIGURÐARDÓHIR/UÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.