Vikan


Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 17

Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 17
skemmtilegt verk sem á sér- staklega vel við um þessar mundir. Það fjallar um líf konu frá árinu 1955 til dagsins í dag. Breytingar í þjóðfélaginu eru gífurlegar og fyrir venju- legt fólk getur verið erfitt að halda velli í þessum efna- hags- og sálarkreppum sem ganga yfir. Þetta verk var sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir fimm árum og gekk nokkuð vel. Ég er viss um að það á eftir að ganga enn betur núna vegna þess að nú eru allt önnur við- horf í þjóðfélaginu. Sagan höfðar mjög vel til fólks nú vegna þess að hún fjallar eig- inlega um líf okkar allra og ó- vænt örlög sem við ráðum ekkert við en geta valdið straumhvörfum í lífi okkar. Blóðbræður er í raun mjög fullkomið verk. Það hefur ver- ið á fjölum leikhúsa í meira en tíu ár og hefur þróast mjög mikið á þessum tíma. í London virðist vera lítið lát í aðsókninni á sýninguna og menn hafa kallað Blóðbræður besta söngleik okkar tíma. Menningarklíkan hefur oft haldið því fram að það sé ekkert varið í söngleiki. í þeim snúist allt upp í glaum og gleði. Þetta tel ég ekki vera rétt því til þess að nýr söng- leikur gangi almennilega verð- ur allt að vera til staðar, söng- ur, leikur, dans, gleði og sorg. Blóðbræður er frekar gaman- leikur en harmleikur. Sorgin er stór þegar hún kemur en lífs- gleðin er áður það mikil og margt skemmtilegt er búið að gerast að gleðin vegur meira í þessu verki en sorgin." - Það hefur ekki verið nein- um vandkvæðum háð að finna góða leikara sem gætu einnig sungið og dansað. „Áður en við völdum leikara héldum við próf. Þar voru leik- ararnir látnir leika, dansa og syngja. Jón Ólafsson útsetur lögin í verkinu og sér algjör- lega um þá hlið sem snýr að söngnum. Án hans væri lítið varið í sýninguna. Leikararnir standa sig allir vel og ég held að vel hafi tek- ist til með val í hlutverk. Ragnheiður Elfa Arnardóttir leikur mömmuna - það hlut- verk sem leikritið snýst í raun um - og stendur sig frábær- lega. Sömuleiðis hafa þeir Magnús og Felix, sem fara með hlutverk bræðranna, staðið sig vel. Ég leikstýrði leikritinu Leik- soppum hjá Nemendaleikhús- inu fyrir tveimur árum. Þar lék Magnús eitt aðalhlutverkið og Blóðbræðurnir Magnús Jónsson t.v. og Felix Bergsson. stóð sig afskaplega vel. Það hefur ekki slaknað á neinu hjá honum, hann er alveg stór- kostlegur leikari." Auk þess sem leikarahópur- inn er góður er stór hópur, um fimmtíu manns, sem stendur á bak við sýninguna. „Það hefur mikið að segja að þessi hópur sé góður. Leikstjórinn verður að hafa yfirumsjón með öllum hópnum. Hann verður að skilja vinnuferli Ijósamanna og leik- myndahönnuða jafnt sem leik- ara. Leikhús byggist svo mikið á hópvinnu. Góður leikstjóri heldur fólki að vinnu og verður endalaust að geta skapað nýtt sjónarhorn á verkið. Þannig fæst fjölbreytni í allan leik og alla umgjörð og það hjálpar leikstjóranum við að ná sem mestu út úr hverjum og ein- um.“ - Að lokum, Halldór Lax- ness, nafn þitt hljómar kunn- uglega. Hefur aldrei verið neinn þrýstingur á þig frá ut- anaðkomandi aðilum um að þú fetir í fótspor föðurafa þíns og skrifir skáldverk? „Hugsanlega eru sumir sem gera ósjálfrátt ráð fyrir að ég geti og vilji skrifa. Málið er bara að ég er að fást við ann- að, í það minnsta enn sem komið er.“ MARKMIÐIÐ AD KOMA FÓLKI Á ÓVART Magnús Jónsson fer, eins og áður sagði, með hlutverk ann- ars tvíburans, Mikka, sem elst upþ í stórum systkinahóp hjá sinni réttu móður. Hann kynn- ist Edda, tvlburabróður sín- um, fyrst þegar hann er sjö ára. Þeir sverjast í fóst- bræðralag og þrátt fyrir að ýmislegt sé reynt til að stía þeim í sundur gleyma þeir aldrei hvor öðrum og eru ó- neitanlega miklir áhrifavaldar hvor I lífi annars. „Ég er rosalega hrifinn af þessu hlutverki. Með tímanum verður maður alltaf ofsalega ástfanginn af þeim persónum sem maður er að leika. Það er ekki auðvelt að leika Mikka en mér finnst hann samt liggja dálítið nálægt mér. Ef ég hefði átt að leika hinn tvíburann, Edda, væri hann eflaust mitt hugarfóstur I dag. Það er nauðsynlegt að lifa sig inn í persónuna, vera ekki sérhlífinn heldur leyfa sér að þora, þó að það kosti það að maður virki stundum dálítið asnalegur. Leikritið er mjög vel skrifað og textinn segir í raun allt sem segja þarf. Bakgrunnur verks- ins er mjög skemmtilegur. Handritshöfundurinn, Willy Russell, skrifaði leikritið upp úr spuna með unglingum sem voru hjá honum á leiklistar- námskeiði. Þannig þróaðist leikritið smám saman upp í söngleik sem nýtur nú gífur- legra vinsælda í London.“ - Þú hefur verið nokkuð heppinn með hlutverk eftir að þú útskrifaðist úr Leik- listaskólanum fyrir tveimur árum, lékst smáhlutverk í Ljóni í síðbuxum og í Dunganon, fékkst svo nokkuð stórt hlut- verk í Þrúgum reiðinnar sem Connie Rivers og ferð nú með eitt að- alhlutverk- ið í Blóð- bræðrum. Það virðist liggja nokkuð vel fyrir þér að leika, varstu alltaf á- kveðinn í að halda út á þessa braut? „Ég ætlaði að sækja um Leiklistarskólann þegar ég var fjórtán eða fimmtán ára, fór þá niður í skólann og ætlaði að skrá mig í inntökuprófið. Þar hitti ég Guðjón Pedersen og Þröst Leó sem var þá í skólanum. Þeir hlógu nú bara að mér. Ég var auðvitað alltof ungur og fékk ekki að fara í inntökuprófið. Þegar ég var fimmtán ára flosnaði ég upp úr skóla og fór á sjóinn. Slðan fór ég aftur í landi og vann sem verka- maður í nokkur ár. Fljótlega kynntist ég Þorsteini Back- man og við fórum saman í Leiklistarskóla Helga Skúla- sonar. Það var mjög hollur skóli. Við vorum oft send út í bæ í misjöfnum erindagjörð- um, áttum til dæmis að banka upp á hjá ókunnugu fólki og biðja um kaffi. Markmiðið var að koma fólki á óvart og fylgj- ast með viðbrögðum þess. Til dæmis var ég einu sinni látinn fara á strætisvagnabið- stöð og leika þar að ég fengi flogakast. Fólkið í kring brást misjafnlega við. Sumir reyndu að troða upp í mig sokkum og aðrir skóm. Þegar átti að fara Magnús að kalla á sjúkrabíl lést ég Jónssson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.