Vikan


Vikan - 09.02.1993, Síða 26

Vikan - 09.02.1993, Síða 26
AUÐUR HARALDS SKRIFAR DILLDILLDILLDILLDILL DILLDILLDILLD DILLDILLDIL DILLDILLD DILLDILLDIL DILL DILLDI FYRIRSÖGNIN ER EKKI BROT ÚR INTELLEKTÚAL DÆGURLAGA- TEXTA. ÞETTA ER VIKUMATSEÐILL SEM ÉG LENTI EINU SINNI í. Þannig er aö árlega er rithöf- undum á Norðurlöndum gef- inn kostur á aö læra aö skrifa á fimm dögum í Svíþjóð. Boð- iö er ókeypis og því fer ætíö fullur kvóti frá hverju landi að glöggva sig á fínni dráttum listarinnar. Áriö sem ég fór hefur lík- lega verið metuppskera á dilli i Svíþjóö. Annar möguleiki er sá að dillskógurinn hafi svo ógnaö byggð á eyjunni aö menn hafi gripið til þess ráös að éta óvininn til aö vera viss- ir um að eyða honum. Svo mikiö er víst aö hver einasti réttur á boröum mötuneytisins var kryddaður með dilli. Nei, ég tek þennan aftur: Þaö var ekki dill í kaffinu. Eyjan er mitt í straumharðri á og tengd landi með vindu- brú. Vindubrúin er höfö uppi á meöan námskeiö standa og er gefið í skyn að annars tolli íslenskir, færeyskir og finnskir rithöfundar illa á eyjunni og undir fyrirlestrum vegna nær- veru áfengisútsölu í næsta þorpi. Ég held ekki að þetta sé satt. Hitt er satt - aö þriöja dag- inn var ég aö hugsa um að kasta mér í rastir árinnar og freista þess að ná landi í Sví- þjóö í þeirri von aö í kringum- liggjandi héraði væri fáanleg dilllaus samloka, fiskur soöinn í dillsnauðu vatni eöa jafnvel kjötbolla sem aldrei hefði náin kynni haft af dilli. Var talaö um fyrir mér meö frásögnum af finnskum og færeyskum höf- undum sem drukknaö heföu í ánni viö að reyna að nálgast áfengisútsöluna í þorpinu. Þreyöi ég þá dillið Þaö liöu átta ár þar til mig langaöi aftur í dill. ÁTTA ÁRIIM SÍDAR vaknaöi ég einn morguninn og fann að nú gat ég borðað dill. Ég lá smástund í rúminu og hugsaði um gamla vini; rækjurönd meö dilli, graflax, fiskibollur í dilli... ástvini sem ég hafði ekki hitt árum saman. Svo reis ég úr rekkju og lagði drög aö dillöflun. En rekkjan stóö í Róm. Þaö var sama hvar mig bar niður, veifandi nýfenginni kunnáttu í latínu og ítölsku ásamt eldri visku úr öörum málum, eng- inn kannaöist viö dill. Ég borö- aöi enga draumsýn þann dag- inn. Upp úr því ákvað ég aö dill væri sænsk jurt sem Svíar hefðu notaö öldum saman til að brjóta á bak aftur útlend- inga og svo sárar minningar væru tengdar dillinu aö engir nema Skotar hefðu ásælst notkun þess. Nokkru síðar komst ég yfir kokkabók frá tímum Róm- verja. Nei, ekki í frumútgáfu, þetta var endurprentun. Og hvaö er þar á fyrstu síöu nema dillsúpa? Uppskriftin byrjaði: Takið 7 líbrur af dilli... Þetta var eins og sænska vikan mín. Sjö pund - þrjú og hálft kíló af dilli. Við áfram- haldandi lestur kom í Ijós aö Rómverjar tíðkuðu aö elda til vikunnar. Heimilin voru líka stór, þetta 40-600 manns aö þrælum meðtöldum og því ekkert óeölilegt að uppskrift innihéldi 3'h kíló af einni kryddjurt. Rómverska mat- reiöslubókin sagði líka frá því að dill yxi villt á ftallu og að notkun þess hefði lagst niður meö Forn-Rómverjum. Skömmu seinna fluttum viö búferlum og færðum okkur út fyrir hringveginn, sem er eins konar nútíma virkisveggur Rómar. í staö hermanna meö grjótslöngvur og spjót er höfð þétt bílaröð uppi á hringvegin- um og ég er ekki frá því aö sem varnarveggur sé bilaröö- in mun virkari en sameinaður herafli rómverska ríkisins var áöur fyrr. Ég tel tvímælalaust að Gotar dyttu dauöir niður, bara viö dísileiminn. Og samt mátti ekki nef reka út fyrir dyr í plássinu án þess að einhver minntist á hvaö loftið væri allt annað þar en inni í Róm. Byggðin var í áttatíu metra fjarlægð frá hringveginum. Plássiö var fullt af Pollýönn- um. Hvaö um þaö - þarna var blettabyggð, skiptust á fok- held hús og fullbyggð, ó- byggðar lóöir, vínekrur og kúabú. Lóðirnar og akurbrún- irnar flokkuðust undir villta náttúru og þar fann ég loks góðvin minn dillið í sínu róm- aöa rómverska villta ástandi. Morgun einn brá ég mér út í órækt nokkra sem er laus- lega ferhyrnd og ætlar aö verða almenningsgaröur þorpsins þegar hún verður stór. Þar óx dill ekki aðeins villt heldur villt og tryllt. Ég var að safna hönk í kvöldverðinn. Þá gekk ég fram á mann með gamlan vasahníf sem var aö krukka ( jörðina. Þegar mig bar að rétti hann sig snöggt upp og þóttist vera að gá til veðurs ( austurátt. Ég skildi strax hvað olli skyndilegum veðuráhuga mannsins. Það þykir ósómi að því að vera blankur á Ítalíu, gróft brot á mannasiðum að vera fátæk- ur. Engin manneskja með vott af sjálfsvirðingu tínir villtar jurtir til matar ef hægt er að kaupa þær. Einu sálirnar sem komast klakklaust frá sjálfs- bjargarviðleitni eru gamlar konur sem voru komnar á húsmæðraaldurinn í stríöinu. Þá björguðu þær oft fjölskyldu sinni frá hungri á þennan hátt og hafa einfaldlega ekki fylgst nógu vel með tímanum til aö leggja niður góða siði. Yngra fólk, sem ekki man hungur og skort stríðsáranna, fyrirverður sig fyrir að tína í matinn. Það laumast út, eins og maðurinn í óræktinni, klukkan sex að morgni áður en nágrannarnir velta úr koju. 26 VIKAN 3. TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.