Vikan


Vikan - 09.02.1993, Page 35

Vikan - 09.02.1993, Page 35
I en það er líka faglegt mat sem þessu ræður. Við megum ekki gleyma því að bankaráðs- menn eru ábyrgir fyrir rekstri bankanna." - En mætti ekki líka spara meira í rekstri bankanna en gert er? „Jú, en það verður þó að segja Landsbank- anum til hróss að vaxtamunur þar er minni en í öðrum bönkum og bankinn hefur lengi verið með lægri vexti en til dæmis íslandsbanki sem hefur reyndar haft forystu í háum vöxturn." - Víkjum aðeins að Kvennalistanum. Hvenær verður hann úreltur? „Ég mundi ekki nota hugtakið „úreltur“'en einhvern tíma ákveðum við kannski að hætta að fara þessa framboðsleið og gerum eitthvað annað í staðinn. Þetta finnst mér vera kjarni málsins, að framboð er eitthvað sem við velj- um að gera vegna þess að við teljum að það skili konum einhverjum árangri. En ef við kæmumst að þeirri niðurstöðu að eitthvað annað skilaði meiri árangri eða væri orðið tímabært að gera í kvennabaráttunni þá finnst mér að við ættum ekki að hika við það. Ef við lítum á okkur sem kvennahreyfingu - við höf- um alltaf ítrekað að við erum ekki pólitískur flokkur í hefðbundinni merkingu þess orðs - þá undirstrikum við það með því að við getum breyst, tekið á okkur önnur form en við höfum nú. Og við eigum ekkert að hika við það ef svo ber undir.“ GRÍMAN FELLUR Í KREPPUNNI „Það er svolítið merkilegt að þegar vel gengur í samfélaginu, þegar uppsveifla er í gangi, þá er meira umburðarlyndi gagnvart Kvennalist- anum og slíkum hreyfingum. Þegar fer siðan að bera á kreppueinkennum er eins og um- burðarlyndi minnki gagnvart öllu sem ekki er hefðbundið. Mér finnst ég verða vör við það núna og líka minnkar umburðarlyndi gagnvart réttindabaráttu af ýmsu tagi. Mér finnst ég verða vör við þetta í fjölmiðlum og hvers kyns umfjöllun í samfélaginu. Nú er þetta „kvenna- kjaftæði“ bara lúxus sem við höfum ekki efni á og við ættum að snúa okkur að einhverju öðru - þetta er tónninn í umræðunni. Mér finnst ég líka verða vör við þetta hjá stjórnmálamönnunum. Þeir eru búnir að gleyma þessari „mildi“ gagnvart konum sem einkenndi þá alla á tímabili. Þeir nota hugtök sem mér finnst mjög „sexísk". Sem dæmi má nefna þegar Garri Tímans skrifar um okkur vegna vaxtaákvarðana í Landsbankanum og talar um okkur sem „the fallen Madonna with the big boobies" - að við liggjum flatar fyrir fótum einhverra karla. Svona finnst mér líka margt í umræðunni á þinginu. Það er ekki vegna þess að menn geri þetta meðvitað heldur fellur gríman bara. En ég tel að einmitt á krepputímum sé mikilvægt að finna mann- eskjur sem vilja gæta hagsmuna kvenna og það er mjög vegið að þeim einmitt núna af þessari ríkisstjórn.“ KRÖKKUNUM FINNST KVENNALISTINN GAMALL - Er ekki samt sem áður viss hætta á því að Kvennalistinn sverji sig sífellt meira í ætt við stjórnmálaflokka, verði eins og hver annar flokkur og glati sérstöðu sinni og ferskleika? „Jú, það er auðvitað alltaf ákveðin hætta á því. Við erum búnar að vera tíu ár í pólitfk og Kvennalistinn er búinn að slíta barnsskónum. Það er ekki sama einlægnin eða eindrægnin og áður og kannski er þessi ágreiningur, sem

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.