Vikan


Vikan - 09.02.1993, Síða 39

Vikan - 09.02.1993, Síða 39
dóttir (Addý) og Guðmundur Sveinbjörnsson. Við gerðum stóra plötu sem gekk alveg þokkalega og eitt lag, Waiting for an Answer, náði töluverð- um vinsældum á Rás tvö sem var eina létta stöðin í þá daga. Nafnið á hljómsveitinni fékk ég úr Mac Bolan bók löngu eftir tilurð sveitarinnar en það þýðir okkar meining eða eitthvað slíkt og er notað um fjölskyldubönd í ítölsku mafíunni. Að endingu fór svo að við Addý vorum ein eftir en vorum alltaf á leiðinni í hljóðver. Svo uppgötvaði ég að áhuginn var ekki fyrir hendi lengur, hafði reyndar verið að spila aðeins með Stjórninni (undanfara nú- verandi Stjórnar) og Kikk. Ég vildi bara klára Verzló og hætta öllu, seldi því öll hljóm- borðin og allt draslið eins og það lagði sig - ætlaði aldrei að gera neitt meir.“ Máni losnaði samt ekkert við bakterfuna og svindlaði reyndar svolítið því hann seldi öll hljómborðin nema eitt, hugsaði sem svo að gott væri að eiga eitt svona lítið heima. Og ísinn brotnaði þegar hann hitti Júlíus Kemp skólafélaga sinn í partíi. „Júlli, hann fær yfirleitt mjög villtar hugmyndir og fram- kvæmir þær. Hann vildi gera gott danslag og gefa það út. Ekkert mál. Hann hringdi, kom og hlustaði og þekkti líka stelpu sem gat sungið, Ingi- björgu Stefánsdóttur. Og við gerðum lagið Lag eftir lag á tveimur tímum í hljóðverinu hjá Jakobi Magnússyni. Allt mjög hraðsoðið og upptöku- stjórinn, Þorvaldur B. Þor- valdsson (úr Todmobile) hélt líka að við værum að grfnast þegar við sögðum við hann að við þyrftum að fá lagið á DAT-spólu (stafrænt segul- band) því þetta ætti að fara á plötu hjá Skífunni. Þorvaldur trúði ekki sínum eigin eyrum! Hann hélt að við værum að gera prufuupptöku og sagðist mundu hengja mig ef ég segði einhverjum frá því að hann hefði unnið þetta með okkur! En bæði lagið og myndbandið vakti mikla at- hygli." ÁVÍSUNUM RIGNDI Þetta var árið 1990 en árið eftir kom lagið Moldrokk út á plötu. Það fjallar um að landið sé að fjúka burt og segir Máni alveg ótrúlegt hvernig „kerfið“, eins og hann orðar það, virk- ar. „Við sendum bréf til um- hverfisráðuneytisins, Land- græðslunnar og þess háttar stofnana og báðum um styrki. Og það var eins og við mann- inn mælt, ávísunum rigndi inn um bréfalúguna, alveg ótrú- legt! Enginn spurði að því hvað ætti að gera við pening- ana en við notuðum þá meðal annars til að gera myndband við lagið. Þess vegna hefðum við getað verið einhverjir skúrkar." Pís of keik var orðin til, Júlli fékk hugmyndina að Vegg- fóðri, gerði myndina, að vísu með hjálþ lottóvinnings bróður síns - ......ótrúlegt hvernig hann rúllaði í gegnum þetta dæmi,“ segir Máni - og platan með lögunum úr myndinni seldist í yfir fjögur þúsund ein- tökum enda hangir gullplata (gamla viðmiðunin var þrjú þúsund eintök) á veggnum hjá Mána. Reyndar kemur maður að nafni Birgir Fannar Birgisson nokkuð við sögu Pís of keik en hann samdi textana á Lag eftir lag og Moldrokki. „Ótrúlega orðheppinn maður en Ingibjörg og Júlli geta líka soðið saman frábæra vit- leysu,“ segir Máni. 3. TBL. 1993 VIKAN 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.