Vikan


Vikan - 09.02.1993, Page 60

Vikan - 09.02.1993, Page 60
TEXTIOG UÓSM.: JÓHANN GUÐNIREYNISSON Stórgeiflarinn og söngvarinn Bergsveinn Arilíusson og fleiri í upphafi sýningarinnar. Tónlistarflutningur er undir stjórn Eyjólfs Kristjánssonar. The Commitments í FB: • • FJOLBRAUTARHYLTINGAR myndinm um það lægsta af öllu lágu og allt um það, að minnsta kosti í augum sumra. Ferlið á sér stað í Breiðholti og gera Hyltingarnir þar með dálítið grín að sjálfum sér sem fjölskrúðugu, þéttskipuðu Innan • veggja framhalds- skólanna leynast ekki bara námshestar, bókaormar og fórnarlömb miskunnarleysis heimaverkefnanna, nema allar þessar dýrategundir komi saman í einu og sama fólkinu ásamt hinni alræmdu félags- fíkn. Margt af þessu fólki reyn- ir að komast yfir að gera allt, líka ná prófum, og það merki- lega er; flestir ná þessum tak- mörkum sínum. Nóg um það. Áttatíu svona manns taka nú þátt í stórri uppfærslu í félags- lífi Fjölbrautaskólans í Breið- holti þar sem flutt verður þeirra túlkun á myndinni The Commitments, söngtextum á ensku og íslenskum leiktext- um. Og þetta er svo vel gert að þegar búið var að renna fyrsta atriðinu að hluta fyrir sjónum erindreka (ekki ömmu dreka) Vikunnar hélt sá að nú væri allt búið. Það var nefni- lega þannig að einhver virtist svangur, hann spurði hvort einhver væri ekki til í að fara og kaupa hamborgara fyrir einhverja. Einhverjir virtust til í það og í einhverjar sekúndur spurði einhver frá Vikunni næstum því einhvern í FB hvort einhver myndi halda á- fram að leika en þá rak ein- hver leikarinn upp heljarmikið bofs. Þetta var atriði. Berg- sveinn Arilíusson, í aðalhlut- verki, hóf upp á andlit sér ein- hverjar þær allra mestu geiflur sem honum var unnt, einhver sagði að svona væri þetta f myndinni nema hvað Berg- sveinn gerði þetta jafnvel bet- ur. Fjölmargir dansarar koma við sögu undir stjórn Helenu Jónsdóttur dansfrömuðar en hún sér ennfremur um leik- stjórn. Þá hefur stórmúsíkant- inn Eyjólfur Kristjánsson verið Breiðhyltingum innan handar og hefur verið haft á orði að honum hafi nánast verið brugðið þegar hann varð vitni að hæfileikum tónflytjenda innan skólans. Þess má geta að hljómsveitina skipa nem- endur við FB einnig. Hið ís- lenska handrit skrifuðu þeir Bjöm Ófeigsson, Ragnar Þór Ingólfsson og Ólafur Guð- mundsson. Það fjallar á svip- aðan hátt og gert var í kvik- samfélagi og öllu sem því fylg- ir. Aukasýning verður haldin fyrir almenning en frumsýning verður á Hótel íslandi þann 23. febrúar um miðjan dag í tilefni árshátíðar nemendafé- lagsins en dansleikur verður haldinn þegar húma tekur að kveldi, kertaljós að kvikna, syngja í glasbörmum fullum, hnarreist raddbönd þenjast, teygja skemmtitungur sig um hljómríka sali og svo framveg- is og svo framvegis. Góða skemmtun! □ Fjölmargir taka þátt í sýningunni og má sjá hluta þeirra hér aö ofan og á myndinni aö neöan eru dansararnir. Helena Jónsdóttir sér um dansatrióin og leik- stjórn. 60 VIKAN 3. TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.