Vikan


Vikan - 26.08.1993, Page 6

Vikan - 26.08.1993, Page 6
TINNA TRAUSTA- DÓTTIR ER SJÖUNDI KEPPANDINN í FORSÍÐUKEPPNI VIKUNNAR OG WILD LANGAR AÐ LÆRA JAPÖNSKU OG SKARTGRIPA- HÖNNUN itr ti Jí- ' M / w K V,, JS flm t '1 f' A S1’ ■ * __ W M' * W 'jím • ^ r /f % . ti fdkl. Á mi' Æm XM., jé*' «• 3t‘ jii/ ' w H f Þ»é ' g»i / *r Tinna Traustadóttir er í hrútsmerkinu, fædd 3. apríl 1974 og er því nítján ára. Hún er 175 sentímetrar á hæð og með græn augu. For- eldrar hennar eru Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur og Trausti Valsson arkitekt. Eins og tíðkast hefur er hún fyrst spurð hvort hún hafi leitt hugann að stjörnumerki því sem hún er fædd í. „Mér finnst bara mjög gott að vera hrútur, annars velti ég stjörnu- fræðum lítið fyrir mér. Ég held samt að ég sé um margt dæmigerð sem hrútur, skap- rnikil, ákveðin og sjálfstæð. Ég fer mínu fram og hlusta kannski ekki alltaf á aðra.“ í sumar vinnur Tinna á skrif- stofu röntgendeildar Landspít- alans en þegar hún er spurð að því hvort sjúkrahúsið verði ef til vill starfsvettvangur henn- ar í framtíðinni svarar hún því ákveðið neitandi. Á veturna stundar hún nám í stærðfræðideild Verzlunar- skólans og á eitt ár eftir til stúdentsprófs. Hún segist hafa valið þá braut vegna þess að hún hafi gaman af raungreinum. Að loknu stúd- entsprófi verður engu að síður annað uppi í teningnum. „Þá langar mig til Frakklands til þess að læra frönsku, hún er að mínum dómi mjög fallegt mál og mig langar að ná betri tökum á henni. París er draumaborgin mfn en þangað hef ég aldrei komið þó að reyndar hafi ég heimsótt FRH. Á BLS. 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.