Vikan


Vikan - 26.08.1993, Side 12

Vikan - 26.08.1993, Side 12
TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON / UÓSM.: BINNI ▲ Bíódagar f Gamlabíói endurvaktir. BÍÓDAGAR FRIÐRIKS ÞÓRS ▲ RJóAÍ kinnum og meó eftir- vænting- una aug- IJósa f augunum gengur hún f bfó- salinn. Isumar hafa staðið yfir tök- ur á Bíódögum Friðriks Þórs Friðrikssonar. Aðal- söguslóðirnar eru Höfða- strönd í Skagafirði, þar sem aðalpersónan er i sveit á sumrin, og höfuðborgin þar sem hún býr í foreldrahúsum. Myndin er látin gerast á sjötta og sjöunda áratugnum, á þeim árum þegar þeir sem nú hafa náð fertugsaldrinum eða þar um bil voru að slíta barns- ÞWJÚ^j ► Stórvió- skipti meA hasarblöö og leikara- myndir voru ómissandi þáttur í bíómenn- ingunni. skónum. Mættir f sparifötunum og þeir fyrstu hanga á húninum. ÞaA á ekki aó missa af neinu.... Alvöruleikstjórar hafa aó sjálfsögóu þrælmerkt einka- hægindi á tökustaö! Dægradvöl stálpaðra krakka um 1960 voru hin svokölluð þrjúbíó. Hundruð barna stóðu í biðröðum framan við miða- sölulúgur Gamlabíós eða Austurbæjarbíós, Trípolíbíós, Nýjabíós eða Stjörnubíós og biðu þess að geta keypt miða í svokölluð almenn eða betri sæti og barið söguhetjurnar augum - sjálfan Tarzan, Zorro eða Roy Rogers. Áður en sýn- ingar hófust stunduðu strák- arnir blómlega vöruskiptaversl- un. Þeir skiptust á „hasarblöð- um“ sem þóttu jafnvel eftirsótt- ari eftir því sem þau voru velkt- ari. Leikaramyndir voru líka mjög vinsæl skiptivara og tóku stúlkurnar ekki síst þátt í þeim býttum. Kvikmyndahús borgarinnar voru sá afþreyingarbrunnur sem æskan sótti í þegar ekk- ert var sjónvarpið eða aðrir þeir kostir sem börnum og unglingum nútímans stendur til boða. Þetta andrúmsloft leitast Friðrik Þór við að endurvekja í mynd sinni Bíódagar. Með- fylgjandi myndir voru teknar fyrir skömmu þegar tökur stóðu yfir í íslensku óperunni sem hýsti áður Gamlabíó. Þar eru innréttingarnar að mestu þær sömu og fyrir þrjátíu árum og því er húsið vel til kvikmyndatökunnar fallið. □ 12VIKAN 17. TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.