Vikan


Vikan - 26.08.1993, Qupperneq 19

Vikan - 26.08.1993, Qupperneq 19
RITSTJÓRA VÍSIS UM RITSTÖRF OG STJÓRNMÁL aö innrásin væri hafin. Ég átti ekki bíl um þessar mundir en svo vel vildi til aö mágur minn hafði lánað mér bíl sinn kvöldið áður. Er ekki um það að spyrja að ég þaut út og ók rakleiðis upp í Fé- lagsprentsmiðjuna viö Ingólfs- stræti þar sem blaðið var prent- að, kveikti á gasinu undir blýpott- um tveggja setningarvéla - öld offsettækninnar var enn langt undan - og hraðaði mér síðan til að sækja tvo prentara sem verið höföu í „samsærinu" og þagaö vandlega um það eins og aðrir. Klukkan sjö var svo allt komið í fullan gang og um klukkan átta kom blaðið „heitt" úr pressunni en þá voru árrisulir menn þegar bún- ir að heyra fréttina í Ríkisútvarp- inu og biðu fullir eftirvæntingar viö dyrnar á afgreiðslunni sem var sambyggð prentsmiðjunni. Pressan hafði vart undan eftir- spurninni en eitt var gert til að stríða vinunum á Mogga. Viö sendum strák til að selja blaöið fyrir framan afgreiðslu þess og fannst ýmsum á þeim bæ það súrt í broti en við því var auðvitað ekkert að gera. Vinur minn, Gordon A. Saþine, foringi í ameríska hernum, sem vann við að ritskoða bréf her- manna og gæta þess að þeir skrifuðu ekki vinum og vanda- mönnum neitt sem gæti orðið ó- vinunum aö liði ef það bærist of langt, kom oft til okkar á Vísi um þessar mundir enda hafði hann verið blaðamaður fyrir stríð. Hann fylgdist með því sem við vorum að „þralla", samdi síðan grein um þetta aukablað og birtist hún í The Quill, tímariti bandarískra rit- stjóra og blaðamanna. Það var margt sem maður gerði sér til gamans á þessum árum og vorum við stundum aö glettast við kollegana á hinum blöðunum, ekki síst á Mogganum. MOGGI Í GILDRU Þannig var aö Vísir fékk fréttir frá United Press sem var án nokkurs vafa besta fréttastofan um þær mundir. Mogginn hafði Reuter, viröulega fréttastofu en þunglama- lega í samanburði við UP. Mér fannst það oft ansi keimlíkt sem birtist í Mogga daginn eftir að Visir hafði birt góða UP-frétt og einu sinni lagöi ég gildru fyrir þá. Það var árið 1939. Finnar áttu að halda ólympíuleikana árið eftir. Samdi ég frétt um að þeir væru að hugsa um að hætta undirbúningi leik- anna þar sem svo ófriðvænlegt væri í álfunni. Sams konar frétt birtist svo í Mogga daginn eftir, mér til sérstakrar skemmtunar. Vorið 1946 - réttu ári frá lokum stríðsins - fórum við Jón Magn- ússon, fréttastjóri útvarpsins, og Thorolf Smith hjá Alþýðublaðinu suður um allt Þýskaland, Austur- ríki og Tékkóslóvakíu. Tildrög ferðarinnar voru þau að Lúðvig Guðmundsson skólastjóri var að undirbúa ferð á vegum Rauöa kross íslands og bauð okkur að slást í förina með sér. Hann hafði þegar farið eina slika ferð til meg- inlandsins í leit aö íslendingum til að hjálpa þeim áleiðis heim um Kaupmannahöfn. Lúövig átti á- gætan bíl, amerískan, af Hudson- gerð, og var hann sendur til Kaupmannahafnar svo aö hægt væri að nota hann í ferðinni en þar sem við vorum þrír frétta- mennirnir auk Lúövigs og eigin- konu hans, Sigríðar Hallgríms- dóttur, sáum við að það væri of lítiö að hafa aðeins eitt ökutæki. Viö brugðum því á það ráö að leita að manni sem gæti lagt til hentugan bil og vildi slást í förina sem ekill. Sá sem varð fyrir valinu var Gunnar Ingvarsson sem var Hafnfirðingur og átti hann jeppa. Segir ekki af ferðum okkar fyrr en við lögðum upp frá Kaup- mannahöfn og ókum til Korsör og tókum ferjuna yfir Stórabelti til Nýborgar. Þaðan var svo ekið sem leið lá yfir á Jótland og síðan suður til Þýskalands. Þá gerist það að kveikjuhamarinn í jeppan- um brotnaði þegar skammt var komið suður fyrir landamæri Þýskalands. Slíkan grip var vitan- lega hvergi að fá í amerískan far- kost. Urðum við því aö koma jeppanum í geymslu í Hamborg með aðstoð góðra manna og síð- an var haldið áfram „einhesta". HAMBORG í RÚSTUM Strax þegar komiö var inn í Þýskaland blasti hroðaleg eyði- legging við í öllum áttum en það var fyrst þegar til Kielar var komið að okkur fór að skiljast merking orðanna „algert stríð". Þó tók fyrst steininn úr þegar við ókum inn í Hamborg. Bretar höfðu gert mestu árásir sínar á Hamborg síðustu vikuna i júlí 1943. Þá sendu þeir á einni nóttu 791 flug- vél yfir borgina og báru þær sam- tals rúmlega 2300 tonn af sprengjum. Sprengjumagnið var álíka og í fimm öflugustu loftárás- um Þjóðverja á Bretland fyrr í stríöinu. En þetta var aðeins for- smekkurinn eða upphaf áætlunar sem Bretar kölluðu „Gómorra" og var fólgin í linnulausum árásum sjö nætur í röð en Bandaríkja- menn gerðu auk þess tvær árásir í þjörtu. Þjóöverjar höfðu aldrei kynnst öðru eins og var sagt í út- varpinu í Berlín eftir fyrstu nóttina að „Hamborg stæði í Ijósum log- um“. Fjórum nóttum síðar kom þó hámarkið, árás sem stóð í 48 mínútur en þá var meðal annars varpað á annað þúsund tonnum af íkveikjusprengjum. Nærstaddir sögöu að þá hefði myndast „eld- stormur" sem fariö hefði ýlfrandi og hvæsandi milli húsanna, rifið meðal annars tré upp með rótum og gert allar tilraunir til slökkvi- starfa að engu. í bresku heimild- arriti um stríðið segir aö eldurinn hafi eytt öllum húsum á tuttugu ferkílómetra svæði og 42.000 borgarbúar beðið bana. [ sama riti segir að 35.000 ibúðarhús - ▲ Hersteinn að störfum fyrir Vísi 4. maí 1943. Hann er hér aö taka viðtal við þann eina sem komst lífs af í flugslysi á Reykjanesi. 17.TBL. 1993 VIKAN 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.