Vikan


Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 39

Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 39
þeir svo sannarlega, á meðan íslendingarnir spyrja um verð og kaupa eða kaupa ekki. Mik- ill fjöldi austurlenskra kvenna var í Kolaportinu þennan dag. Konurnar komu og spurðu um verð og undantekningarlaust buðu þær að minnsta kosti helmingi minna en það sem upp var sett. Stundum gátum við sæst á verðið, stundum ekki. Manninum mínum þótti ég þó gera hvað best þegar mér tókst að selja einni og sömu konunni tvær hvítar regnhlífar, reyndar fyrir aðeins hundrað krónur stykkið en það var ekki málið. Honum fannst með ólíkindum að söluhæfi- leikar mínir skyldu nægja til að fá konuna, sem upprunnin var í hitabeltinu, til þess að kaupa þessar hvítu regnhlífar þvf úti var íslenskur bylur og ekkert benti til þess að veðráttan ætti eftir að breytast í náinni fram- tíð svo nota mætti regnhlífarn- ar til þess sem þær eru ætlað- ar. Laugardagurinn var að kvöldi kominn og fullljóst að við mæðgur gátum sýnt heim- ilisföðurnum fram á að við hefðum selt fyrir kostnaði og vel það. Við ákváðum því að tryggja okkur þásinn fyrir sunnudaginn líka. Hann feng- um við með afslætti svo ekki var nauðsynlegt að leggja eins hart að sér og fyrri daginn. Sölumannseðlið var þó vakn- að fyrir alvöru. Á laugardags- kvöldið fórum við heim til gam- allar frænku og buðumst til að selja fyrir hana það sem hún mætti án vera og aftur var farið í gegnum dótið í skápunum heima og það sem við komumst að í bílskúrnum. Til- finningarnar til dótsins voru nú ekki eins sterkar og fyrr og auðveldara að stinga hlutun- um niður í kassana, jafnvel þótt vel gæti farið svo að þeir seldust. Sunnudagurinn gekk í garð og salan hófst. Okkur tókst að selja vekjaraklukku frænkunn- ar fyrir fimmtíu krónur, þótt hún gengi ekki. „Ef ég kem henni ekki í gang gef ég krökkunum hana,“ sagði maðurinn sem keypti. „Það er sama hvar þessar fimmtíu krónur liggja." Gamall maður kom og keypti styttur, diska, krúsir og kirnur. Hann spurði um verðið og sagði aftur og aftur: „Ég tek það.“ Ofurlítið samviskuþit nagaði mig. Svo sagði ég við sjálfa mig: „Hvar fær hann mörg hundruð króna styttu fyrir hundraðkall?" Tíminn leið og nú var að duga eða drepast. „Dýrgripirn- ir“ fuku fyrir lítið en hver hundr- aðkallinn sem inn kom var í plús, að minnsta kosti ef við gættum þess að leiða ekki hugann að því hvað við höfð- um greitt fyrir hlutina í upphafi. MIKID VAR DRASLIÐ Það var komið að leikslokum á sunnudagssíðdegi. Hreinn hagnaður nálgaðist þrjátíu þúsund krónur og eiginmaður- inn varð að játa sig sigraðan. Við fórum að taka saman það sem eftir var. Sumt skyldi taka með heim og senda Hjálpræð- ishernum ef hann vildi við því taka. Annað átti að fara í ruslagáminn. Nágrannar okk- ar, fastasölumennirnir, sögðust skyldu sjá fyrir því, kannski gæti Rauði krossinn notið góðs af því í framtíðinni, sögðu þeir. Við ókum heim með mun minna en við höfðum lagt upp með í upphafi en pyngjan var þyngri. Varla sá þó högg á vatni heima, hvorki í bílskúr, skápum eða skúffum. Þegar dóttirin sagði svo píanókennar- anum sínum frá sölumennsk- unni eða að flestir hlutir hefðu verið seldir á fimmtíu til hundr- að krónur en samt hefðu kom- ið tugir þúsunda í kassann varð henni að orði: „Mikið hlýt- ur að hafa verið mikið drasl heima hjá ykkur!“ Ekki verður hjá því komist að nefna að nokkrum vikum siðar heimsóttum við Kolaport- ið og sáum þar sitthvað sem hafði verið í ruslapokunum ▲ Seðiar okkar. „Hvað kostar þessi te- taldir ketill?" spurði ég sölumanninn. ,ram- „Þú getur fengið hann fyrir eitt þúsund krónur,“ svaraði hann. Ég gat ekki annað en brosað. Þetta var teketillinn minn af leirnámskeiðinu hjá Steinunni leirlistarkonu frá því fyrir tutt- ugu og fimm árum. Þeir sem hefðu haft vit á að kaupa hann af mér nokkrum vikum fyrr hefðu fengið hann fyrir hundr- að krónur! Þetta ætti að kenna okkur að rétt er að gripa gæs- ina þegar hún gefst. □ ▲ Listin blómstrar í Kola- portinu. 17.TBL. 1993 VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.